Frétt

bb.is | 06.04.2004 | 06:35Lestur hefur dregist saman um allt að þriðjung hjá grunnskólanemum á Ísafirði

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Yndislestur bóka hefur dregist saman hjá grunnskólanemum á Ísafirði á síðustu fimm árum að því fram kemur í könnun sem gerð var af Herdísi Hübner, kennara við Grunnskólann á Ísafirði. Skoðaðir voru fjórir hópar, strákar og stelpur á miðstigi og unglingastigi. Samkvæmt niðurstöðum Herdísar hefur dregið mest úr lestri stelpa á miðstigi eða um 30% frá árinu 1999. Í heildina hafði bókalestur barna á miðstigi dregist saman um 19% og er nú 3,37 bækur á mánuði. Lestur barna á unglingastigi er 2,06 bækur á mánuði og hefur dregist saman um 5% á sama tímabili.

Þá kemur í ljós að bókin fer halloka sem jólagjöf og fengu nemendur á miðstigi að meðaltali 2,11 bækur um síðustu jól sem er 23% fækkun frá því sambærileg könnun var gerð fyrir fimm árum. Sama er að segja af nemendum á unglingastigi sem fengu 1,58 bækur um síðustu jól eða 10% færri en jafnaldrar þeirra árið 1999.

Spurt var um margíslega þætti í sambandi við bóklestur barnanna og kom m.a. í ljós að flestir kjósa að lesa uppi í rúmi, líkt og fyrir fimm árum. Röð vinsælustu höfunda hefur breyst nokkuð þar sem J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, er ný á lista og J.R.R. Tolkinen, höfundur Hringadróttinssögu, hefur rutt sér frekar til rúms.

Að þessu sinni var einnig spurt um dagblaðalestur barnanna sem var ekki gert fyrir fimm árum. Eins og við var að búast hneigjast börn á miðstigi frekar til blaðalesturs og strákar lesa blöðin frekar daglega en stelpur.

Fjölbreytileg flóra var nefnd þegar spurt var um lestur annarra blaða. Séð og heyrt er vinsælast , þá Andrés önd og Myndbönd mánaðarins voru í þriðja sæti. Lifandi vísindi og Vikan deila 4.-5. sæti og Æskan situr í 6. sæti.

Herdís segir að sér hafi leikið forvitni á að vita hvort mikill áhugi á bókunum um Harry Potter hafi breytt einhverju um bókalestur ungmenna sem hefur farið sífellt minnkandi undanfarin ár. Hún segir að af niðurstöðunum megi álykta sem svo að Harry Potter hafi ekki gert þau kraftaverk sem margir vonuðust eftir.

„Augljóslega heldur enn áfram að draga úr yndislestri barna og unglinga, og það mun hraðar en a.m.k. undirrituð hafði ímyndað sér. En e.t.v. hefði þróunin orðið enn hraðari ef galdrastrákurinn Harry hefði ekki komið til skjalanna“, segir Herdís í niðurstöðum sínum.

Þó segir hún gæta þróunar jákvæða átt hjá strákum á unglingastigi, sem komu verst út úr könnuninni 1999. „Þeir lesa ívið meira nú en þá og hafa að sumu leyti örlítið jákvæðara viðhorf til bóklesturs en fyrir fimm árum. E.t.v. hafa áhyggjur kennara og foreldra af þessum hópi skilað sér í hvatningu og uppörvun til lestrar. Við hljótum að spyrja okkur hvað hafi haft þau áhrif að þessi hópur svarar öðru vísi nú en fyrir fimm árum. Gætum við e.t.v. haft sömu áhrif á litlu stelpurnar okkar sem skv. þessari könnun eru í þann veginn að leggja bókina á hilluna og snúa sér að myndbandstækinu“, spyr Herdís.

Þá veltir hún fyrir sér hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af þróuninni. „E.t.v. erum við kennarar og foreldrar bara gamaldags að vera stöðugt að reyna að troða bókum ofan í börn eins og hverju öðru lýsi. Heimsendir lætur sjálfsagt á sér standa þótt fólk finni sér annað til dundurs í framtíðinni en að liggja í bókum. Eða hvað?“

Útdrátt úr skýrslu Herdísar er að finna á heimasíðu Grunnskólans á Ísafirði.

kristinn@bb.is

Könnun á lestrarvenjum nemenda við Grunnskólann á Ísafirði

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli