Frétt

bb.is | 05.04.2004 | 13:41Óánægja með „hagagöngu bifreiða“ á Garðstöðum

Séð heim að Garðsstöðum. Á miðri mynd er kirkjan og íbúðarhúsið í Ögri. Myndin var tekin í sumar og hefur bílasafnið stækkað töluvert síðan.
Séð heim að Garðsstöðum. Á miðri mynd er kirkjan og íbúðarhúsið í Ögri. Myndin var tekin í sumar og hefur bílasafnið stækkað töluvert síðan.
Sumarbústaðareigandi í Ögri í Ísafjarðardjúpi hefur ritað sveitarstjórn Súðavíkurhrepps bréf þar sem hann óskar eftir því að gripið verði til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari söfnun bílhræja á jörðinni Garðstöðum í Ísafjarðardjúpi. Sveitarstjóra Súðavíkurhrepps hefur verið falið að athuga leiðir til úrbóta. Um nokkurra ára skeið hefur Þorbjörn Steingrímsson staðið fyrir söfnun bifreiða og komið þeim fyrir við bæinn Garðstaði í Ögurvík við Ísafjarðardjúp. Söfnunin fór hægt af stað en nú er svo komið að safnið telur hundruðir ökutækja af öllum stærðum og gerðum.

Þarna er um að ræða fólksbifreiðar í hundraðatali en einnig vörubifreiðar, vinnuvélar og hópferðabifreiðar svo eitthvað sé nefnt. Sem vonlegt er hefur safn þetta vakið athygli þeirra sem leið eiga um Ísafjarðardjúp. Gildir þá einu hvort um er að ræða umferð í lofti, láði eða legi svo stórt er safnið orðið.

Nágrönnum bílasafnsins er ekki annt um þessa starfsemi og nú nýverið skrifaði Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og sumarbústaðareigandi í Ögri, bréf til hreppsnefndar Súðavíkurhrepps þar sem hann óskar eftir því að gripið verði til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekari bílasöfnun. Í bréfinu segist Halldór hafa rætt málið við oddvita Súðavíkurhrepps, fyrrum og núverandi sveitarstjóra hreppsins, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og umhverfisráðherra. Þá segir í bréfinu:

„Áhuga minn eða öllu heldur áhugaleysi fyrir bílasöfnun á Garðsstöðum má rekja til þess að ég á sumarbústað í Ögri og kann illa útsýninu yfir að næsta bæ. Hið sama er að segja um alla sem eru í Ögri eða koma þangað sem gestir. Umhverfið er fyrsta og síðasta umræðuefnið, nokkuð sem við vildum gjarnan vera án.“

Þá segir í bréfinu að þegar bréfritari vakti athygli Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á málinu árið 1997 hafi bílarnir verið 150-200 talsins. Nú séu þeir hinsvegar á bilinu 5-600 talsins. Þá segir í bréfinu: „Mikill meirihluti þessara bílhræa er staðsettur á túninu andspænis kirkjunni í Ögri og gamla íbúðarhúsinu. Verður að segjast að þetta er veruleg umhverfismengun af þessu bæði sjónmengun og mjög líklega mengun af rafgeymum og ýmsum spilliefnum þó ekki geti ég fullyrt um það, fróðlegt væri þó að taka þarna jarðvegssýni.“

Þá rekur bréfritari útsýni það sem íbúar og dvalargestir í Ögri hafa með bílasafnið við hliðina. „Þegar við staðsettum bústaðinn árið 1995 var miðað við að holt austan við bústaðinn skyggði á bílhræin á túninu. Við sáum ekki fyrir þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur og höfum þessa sjónmengun fyrir augunum alla tíð. Það er hræðilegt að vita til þess hvernig komið er fyrir umhverfi Ögurvíkurinnar. Það er sama hvaðan komið er í víkina, af sjó, akandi á bifreið, eða séð úr lofti. Alls staðar blasir við ömurlegt umhverfi þar sem bílhræin stinga í stúf við annað sem þarna er . Á Garðsstöðum voru áður snyrtileg hús og tún, í Ögri er kirkja frá 1859, gamalt íbúðarhús frá 1884 og ýmis fleiri merkileg og snyrtileg hús. Allt þetta er dregið niður af ömurleika bílhræa á Garðsstöðum. Þarna á sér stað umhverfisslys af mannavöldum án þess að nokkuð sé gert til að draga úr því eða áhrifum þess.“

Bréfritari telur að verðmæti jarðarinnar Ögurs og fasteigna hafi minnkað vegna þessara umhverfismála. Ekki hefur þó á það reynt að sögn Halldórs.

Þá segir í bréfinu frá árangurslausum viðræðum bréfritara við forsvarsmenn Súðavíkurhrepps, umhverfisráðherra og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Þó virðist aðilar máls sammála um að eini aðilinn sem geti eitthvað gert í málinu sé Súðavíkurhreppur.

Í niðurlagi bréfsins segir: „Um leið og hreppsnefnd fær þessar upplýsingar óskar undirritaður eftir því að gripið verði til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari söfnun bílhræa á Garðstöðum og til að fjarlægja þau hræ sem þar eru. Réttur ábúenda á Garðstöðum getur ekki verið svo ríkur, til hagagöngu bifreiða þar á bæ, að sá réttur traðki á rétti allra annarra sem í sömu vík búa eða eiga sitt athvarf.“

Bréfið var tekið fyrir á fundi hreppsnefndar Súðavíkurhrepps í síðustu viku. Sveitarstjórnin tók undir sjónarmið bréfritara og var sveitarstjóra falið að athuga mögulegar leiðir til úrbóta.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli