Frétt

deiglan.com - Tómas Hafliðason | 02.04.2004 | 08:26Tónaflóð netsins

Um þessar mundir er hægt að finna gríðarmikið magn af tónlist á netinu. Annað hvort er um að ræða tónlist sem aðilar eins og tónlist.is er að bjóða upp á gegn greiðslu eða hins vegar tónlist sem er hægt að sækja eftir öðrum leiðum. Dæmi um þessar leiðir eru kazaa, morfious eða dc++.

Svo kölluð P2P (Pétur til Páls eða Peer to Peer) netkerfi eru mjög einföld í uppsetningu. Á Íslandi er auðvelt að komast inn á þessar veitur (hubba), og komast þar með í ótæmandi uppsprettur tónlistar, kvikmynda eða forrita. Ógjörningur er að hafa eftirlit með öllum þessum veitum, því eina sem þarf er nettengd tölva og þar með er hægt að miðla gögnum beint á milli tveggja aðila. Slíkar veitur koma og fara, en tengingar spyrjast út á meðal vina, á spjallvefjum eða á síðum sem sérhæfa sig í að upplýsa um þessar veitur. Víða er rætt um að banna svona netkerfi.

STEF hefur hafið baráttu gegn þessari dreifingu, en þeir fá greitt af hverjum tómum geisladiski sem kemur í landið. Um leið og tekið er afrit af ljósmyndunum eða öðrum gögnum, fá þeir greitt í sína sjóði. Þessa peninga nota samtökin svo nú meðal annars til þess að berjast við netveitendur, til að fá uppgefið hvað notendur eru að sækja. Netveitendur hafa hins vegar hafnað þessu.

Menn hafa í raun deilt um hvort sala minnki við að tónlist sé sótt á netinu og má benda á að aldrei var meiri sala á íslenskri tónlist en í fyrra. Einn aðili í tónlistarheiminum vildi meina að aðilar sæktu minna af innlendri tónlist af virðingu við tónlistarmennina. Það er þó mjög ólíklegt að um slíkt sé að ræða, því jafn mikið er að finna af innlendri tónlist og erlendri á þessum veitum.

Ný rannsókn sýnir nú að niðurhal á tónlist skaðar ekki tónlistariðnaðinn. Aðrar eldri rannsóknir hafa sýnt annað. Neyslan hefur amk tekið stakkaskiptum og mun líklega halda áfram að breytast, þar sem fólk mun í meira mæli velja sér eigin tónlist og setja saman eigið safn. Í stað þess að kaupa sér smáskífur, velur það einstök áhugaverð lög og sleppir minna spennandi tónlist.

Möguleikar litla mannsins hafa margfaldast, í stað þess að fara í gegnum stóru tónlistarrisana, geta bílskúrsböndin nú gefið út eigið efni og dreift á netinu. Dæmi um aðila sem líklega hefði ekki átt mikla möguleika er Idol stjarnan Hung en fólk getur keypt tónlistina hans í gegnum iTunes. Á hinn bógin er líklegt að stóru tónlistarfyrirtækin verði af sneið, þegar einstaklingar geta á einfaldan hátt dreift eigin tónlist.

Þótt tónlistariðnaðurinn haldi áfram að berjast gegn ólöglegri dreifingu, verða aðilar sem hafa áhuga á því að fá ódýra tónlist ekki langt á eftir. Aldrei hefur verið auðveldara að finna góða tónlist en einmitt nú. Úrval stærstu tónlistarbúðanna er lítilfjörlegt miðað við þessar netveitur.

Tómas Hafliðason.

Deiglan.com

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli