Frétt

bb.is | 01.04.2004 | 13:55Fréttin um bæjarstjóraskiptin var aprílgabb

Uppkast af „fréttinni“ lesið og prakkarasvipurinn leynir sér ekki.
Uppkast af „fréttinni“ lesið og prakkarasvipurinn leynir sér ekki.
Eins og glöggir lesendur bb.is hafa væntanlega nú þegar áttað sig á er fyrsti apríl í dag. Í bók Árna Björnssonar Sögu daganna segir svo um þennan dag: „Fyrsti apríl er nú alþjóðlegur gabbdagur og er líklegast að þau ærsl eigi uppsprettu sína í nýársgleði í vestanverðri Evrópu og víðar á miðöldum. Þá var 1.apríl áttundi og síðasti dagur nýárshátíðar sem hófst um vorjafndægur 25.mars. Um ærsl þennan dag hérlendis er ekki vitað fyrr en seint á 19.öld, en ljóst er að lærðir Íslendingar þekktu fyrirbærið að „hlaupa apríl“ á 17. og 18. öld.“

Þá segir einnig í bók Árna: „Fyrsta þekkta gabb íslensks fjölmiðils mun hafa verið á vegum Ríkisútvarpsins árið 1957. Þá útbjuggu fréttamenn þess fréttaauka sem lést vera bein útsending um komu fljótaskipsins Vanadísar þegar það sigldi upp Ölfusárós áleiðis til Selfoss. Síðan hafa flest blöð og útvarpsstöðvar oftast haft eitthvað slíkt í frammi á hverju ári.“

Dyggum lesendum bb.is skal því bent á það að Einar Pétursson er ennþá bæjarstjóri í Bolungarvík og Halldór Halldórsson er ennþá bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þeir tóku góðfúslega beiðni bb.is um að taka þátt í frétt sem birtist í morgun og sagði frá vistaskiptum bæjarstjóranna. Þrátt fyrir að fréttin eigi sér enga stoð í raunveruleikanum er því ekki að leyna að mörgum finnst hugmyndin spennandi.

Fleiri fjölmiðlar voru með aprílgabb og hefur fréttavefur Morgunblaðsins tekið þau helstu saman:

„Ekkert verður af tónleikum bandaríska rokkarans Bruce Springsteen á Nasa í kvöld, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu og mbl.is í morgun. Fréttin var birt í tilefni dagsins, en í dag er 1. apríl. Margir skráðu sig á Fólkvef mbl.is í von um að fá miða á tónleikana, og eru þeir beðnir velvirðingar á tiltækinu.

Margir íslenskir fjölmiðlar slógu á létta strengi í dag og birtu fréttir sem margir hafa tekið með varúð.

Fréttablaðið sagði að Skjár einn hefði náð réttinum á að halda Stjörnuleit hér á landi og að Simon Cowell, Idoldómari, væri kominn hingað til lands til að hlýða á íslensk ungmenni. DV vakti Elvis Presley upp af værum svefni á Life Forever stofnuninni í Sviss og sagði að hann myndi halda tónleika á Ölveri í kvöld.

Á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði birtist stórfrétt um að bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar hefðu náð samkomulagi um að skiptast á bæjarstjórum. Því yrði Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá og með deginum í dag og Halldór Halldórsson verði bæjarstjóri í Bolungarvík. Birt var mynd af bæjarstjórunum handsala samkomulagið.

Víkurfréttir birtu frétt á vef sínum um að nýgerðir kjarasamningar veittu Íslendingum ýmis ný fríðindi, svo sem rétt til að versla í verslunum í Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli tvisvar á ári. Annar verslunardagurinn væri í dag en hinn í byrjun desember. Því yrðu verslanir Varnarliðsins opnar Íslendingum í dag frá því kl. 10 til 18 og þar væri hægt að kaupa tollfrjálsan varning.

Vefmiðillinn Horn.is skýrði frá því að til stæði að opna Burger King veitingastað í bænum og fréttavefurinn Húnahornið sagði frá því að skarð væri komið í brimvarnargarðinn við höfnina á Blönduósi og birt mynd af því.

Á fréttavef Knattspyrnusambands Íslands birtist einnig frétt um að leikmönnum í Landsbankadeildum karla og kvenna væri skylt að sækja um brúðkaupsleyfi til mótanefndar KSÍ, ef þeir hygðust gifta sig á meðan á keppnistímabili stendur. Ef ekki væri sótt um leyfi væri ekki hægt að tryggja að tekið verði fullt tillit til brúðkaupsins við niðurröðun leikja.

Í fréttatíma Ríkisútvarpsins var m.a. frétt um að sníkjudýrið blóðagða, sem getur valdið svonefndum sundmannakláða og fannst nýlega í Landmannalaugum, hefði borist í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og því yrði sett sérstakt efni í laugarvatnið á næstunni sem hefði þær óheppilegu aukaverkanir að fólk yrði blátt. Þá var haft eftir Sigurði Guðmundssyni, landlækni, að taki ögðurnar sér bólfestu i rakadrægum rúmfötum á heimilum sundlaugargesta, þá gildi hið sama og í laugunum, best sé að úða tæru og köldu vatni yfir rúmfötin.“

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli