Frétt

bb.is | 01.04.2004 | 09:15Bæjarstjórar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur skiptast á störfum

Einar afhendir Halldóri lykil að Ráðhúsinu í Bolungarvík og Halldór afhendir á móti lykil að Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Einar afhendir Halldóri lykil að Ráðhúsinu í Bolungarvík og Halldór afhendir á móti lykil að Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Einar sestur í stól bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Halldór slær inn lykilorð hans að tölvukerfi bæjarins.
Einar sestur í stól bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Halldór slær inn lykilorð hans að tölvukerfi bæjarins.
Einar sestur í stól bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Halldór slær inn lykilorð hans að tölvukerfi bæjarins.
Einar sestur í stól bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Halldór slær inn lykilorð hans að tölvukerfi bæjarins.
Með samkomulagi bæjarstjórna Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar hefur verið ákveðið að bæjarfélögin skiptist á bæjarstjórum um óákveðinn tíma. Samkomulagið var gert í kjölfar umræðna sem átt hafa sér stað að undanförnu um sameiningu eða náið samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum. Að frumkvæði Fjórðungssambands Vestfirðinga hafa farið fram umræður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga og hefur sambandinu verið ætlað að kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Einar Pétursson sem verið hefur bæjarstjóri í Bolungarvík verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá og með deginum í dag og Halldór Halldórsson verður bæjarstjóri í Bolungarvík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun.

Þessi tilhögun verður til reynslu og ef vel tekst til mun samkvæmt heimildum bb.is vera stefnt að því að breytingin verði til frambúðar eða í það minnsta hluta úr ári í framtíðinni. Í samtali við bb.is sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur að þessi hugmynd hefði verið að mótast í viðræðum milli forsvarsmanna sveitarfélaganna að undanförnu. „Því er ekki að leyna að ég hef verið talsmaður frekari sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. Bolvíkingar hafa verið frekar tregir í þeirri umræðu. Með því að ég taki nú við starfi bæjarstjóra í Bolungarvík trúi ég því að hægt verði að lækka þá múra sem verið hafa á milli okkar.“ sagði Halldór.

Aðspurður hvort að mikil umræða í fjölmiðlum um bæjarmál á Ísafirði hefði haft áhrif á þessa ákvörðun hans segir hann svo ekki vera. „Ég skal hins vegar játa það að mér hefur stundum þótt Bolvíkingar sleppa mjög billega frá fjölmiðlaumfjöllun og því hlakka ég til að geta unnið mín störf fjarri sviðsljósinu á næstunni. Það er óneitanlega mjög slítandi að vera alltaf með fjölmiðla á eftir sér sem nánast anda ofan í hálmálið á manni.“

Um það hversu lengi þetta fyrirkomulag muni gilda segir Halldór það ekki ákveðið. „Ef okkur líkar vel í hinum nýju störfum er eins víst að við verðum þar áfram.“ sagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri.

Einar Pétursson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að þegar þessi hugmynd um vistaskipti bæjarstjóranna hafi komið fram hafi honum þótt hún nokkuð óraunveruleg. „Þegar ég fór hins vegar að velta fyrir mér kostum þess og göllum sá ég fljótt að kostirnir eru mun fleiri. Ísfirðingar þurfa á því að halda að verða mun sjálfstæðari og ég vona að ég geti leitt þá inná þær brautir í starfi mínu. Ísafjarðarbær er höfuðstaður Vestfjarða og hefur sem slíkur ákveðið forskot á önnur sveitarfélög sem mér finnst ekki vera nægilega vel nýtt. Við höfum verið að einblína um of á samstarf um hlutina á kostnað stolts okkar og sjálfstæðis.“

Aðspurður hvort hið nýja starf verði ekki of erilsamt segir Einar svo ekki vera. „Það fer ekki alltaf saman fjöldi bæjarbúa og erillinn í starfi bæjarstjóra. Í stærra bæjarfélagi hefur maður fleiri starfsmenn eins og sviðsstjóra og deildarstjóra til þess að dreifa álaginu.Í Bolungarvík er atvinnulífið einhæfara en í Ísafjarðarbæ og því kærkomin tilbreyting að stjórna bæjarfélagi þar sem fólk hefur fjölbreyttari hagsmuni.“

Þrátt fyrir að báðir bæjarstjórarnir séu fæddir og uppaldir við Djúp kemur fram í máli þeirra að hagsmunir íbúa eru mjög misjafnir eftir sveitarfélögum. Til þess að kynnast sem fyrst þessum ólíku hagsmunum hafa þeir ákveðið að vera með viðtalstíma á sínum nýju vinnustöðum kl.14 í dag.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli