Frétt

| 22.05.2001 | 09:30Ekkert lát á hækkunum

Verðhækkanir hafa orðið undanfarið á ýmsum mat- og drykkjarvörum, svo og framleiðsluvörum hér á landi sem flestar má rekja til gengissigs íslensku krónunnar undanfarna mánuði. Mbl.is greindi frá.
Meðaltalshækkun á innflutningi Aðfanga hf., er um það bil 5%, að sögn Lárusar Óskarssonar framkvæmdastjóra. Enn hefur verð ekki verið hækkað á meira en um það bil 60-65% af heildarinnflutningi. "Aðföng hafa hækkað vörur mun minna en nauðsyn hefur krafist, og við biðum eins lengi með þær hækkanir og við gátum, enda hafa menn trú á að krónan muni til lengri tíma styrkjast.

Þau vörumerki sem Aðföng hefur hækkað verð á undanfarið eru Rynkeby-safar sem hækkað hafa um 8% og sama hækkun hefur orðið á Maiyachi-snakki, Aviko frönskum kartöflum, Prinsess-tei og Erin-súpum, Rullet-plastpokum og Góð kaups-pokum, auk þess sem ýmsar niðursuðuvörur hafa hækkað um 8%.

Dujardin, frosið grænmeti, hefur hækkað um 6% svo og taílensk hrísgrjón, Hellefors cider-epladrykkur hefur hækkað um 10%

Hjá Áburðarverksmiðjunni hækkaði verð á áburði í smápakkningum um 8% um miðjan apríl sl. sé miðað við sama tíma í fyrra.

Sigurður Jónsson sölu- og markaðsstjóri segir að rekja megi þessa hækkun aðallega til aukins kostnaðar, s.s. hærra hráefnisverðs og launakostnaðar.

Fjölmargar vörutegundir, sem keyptar eru inn frá Evrópu og Bandaríkjunum, hækkuðu nýlega í verði hjá Karli K. Karlssyni hf. Hækkunin er á bilinu 4 til 12%. Aðspurð segir Eygló Björk Ólafsdóttir, markaðstjóri Karls K. Karlssonar hf., að verðhækkunin hafi verið í samræmi við gengislækkun krónunnar sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði auk þess sem nokkuð hefur verið um hækkanir hjá birgjum erlendis.

Myllan hf. hækkaði verð á kökum og rúgbrauði nýlega og nemur hækkunin á bilinu 5-20% að sögn Kolbeins Kristinssonar, forstjóra Myllunnar. Hækkanirnar voru nauðsynlegar meðal annars vegna aukins launakostnaðar, auk þess sem hráefni er orðið mun dýrara, til dæmis hefur sykur hækkað um 25%.

Kolbeinn segir að vænta megi hækkunar á brauði og fleiri vörutegundum Myllunnar á næstunni sem muni nema í það minnsta 5% og rekja megi til gengisbreytinga.

Hjá HOB-vín hefur hins vegar orðið verðlækkun á ýmsum vín- og bjórtegundum. Lækkunin nemur um 3-5%, m.a. á Faxebjór, að sögn Sigurðar Bernhöft framkvæmdastjóra, sem má rekja til hagræðingar í rekstri og innkaupum.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli