Frétt

mbl.is | 31.03.2004 | 13:45Gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið í Hrísey

„Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir Hrísey ef rétt reynist,“ segir Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri í Hrísey, um þá frétt að öllum starfsmönnum Íslensks sjávarfangs, fiskvinnslufyrirtækis í Hrísey, alls 14 manns, hafi verið sagt upp störfum. Ragnar er á leið á fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins nú rétt fyrir hádegið en ekki er enn búið að upplýsa hreppsnefndarmenn um málið. Aðspurður um hvernig uppsagnirnar horfi við samfélaginu í Hrísey, segir Ragnar að ástandið sé skelfilegt.

„Svo virðist sem verið sé að slátra þessu samfélagi gjörsamlega, með þessum aðgerðum og þeim sem hafa verið hér undangengin ár, alveg frá því um áramótin 1999-2000, þegar Snæfell fór héðan með alla vinnslu og allan kvóta,“ segir Ragnar.

Hann segir að íbúar í Hrísey séu nú 175 talsins og að fækkað hafi um 100 manns í eynni á örfáum árum. „Þetta er gríðarleg blóðtaka, um 60% af íbúunum hafa farið héðan á nokkrum árum, en íbúar hér voru 277 talsins árið 2000.“

Ragnar segir að Íslenskt sjávarfang sé annar stærsti vinnustaðurinn í Hrísey, hinn sé Hvammur, en á bilinu 14-20 manns hafi unnið hjá hvoru fyrirtæki um sig við fiskvinnslu. Hann segir að Hvammur hafi staðið nokkuð traustum fótum.

Lítill stuðningur við nýja atvinnuvegi
„Þessi fallega eyja virðist hafa verið skilin eftir af stjórnvöldum gjörsamlega,“ segir Ragnar. „Við höfum verið að reyna að koma með nýja atvinnuvegi hér og fáum ákaflega lélegar undirtektir.“ Ragnar bendir á að menn hafi reynt fyrir sér í kræklingarækt í eynni, en fengið allt of lítinn stuðning. „Þetta er borðleggjandi ef vel er staðið að þessu,“ segir Ragnar. Fyrirtækið Norðurskel hefur staðið fyrir kræklingarækt í Hrísey og hefur að sögn Ragnars barist í fjögur ár og fórnað sér alveg í þetta. Markaðir lofi góðu en starfsemin sé lömuð þar sem fjármagn skorti. Þessi starfsemi sé þó vonandi að glæðast.

Ragnar segir að Hríseyingum finnist að þeir eigi rétt á stuðningi eins og önnur byggðalög sem lent hafi í vanda vegna fiskveiðistjórnunarinnar. „Þetta þorp byggist á sjávarfangi og það datt engum í hug þegar verið var að byggja þetta upp að einhverjir einn eða tveir aðilar geti bara farið og stútað heilu samfélagi,“ segir Ragnar.

„Eftir situr fólkið með verðlausar eignir og bundið áttahagafjötrum en það reynir nú að fara í burtu fremur en að gera ekki neitt.“

Ragnar segir Hríseyinga sjálfa vita að ástandið sé ekki þeim að kenna, það stafi til að mynda ekki af of mikilli framkvæmdagleði. „Hér er reynt að þrauka en þetta er afleiðingin af fiskveiðistjórnuninni og sýnir, hvernig hún kemur niður á litlum samfélögum.“

Sameining við Akureyri í skoðun
Ragnar segir að Hríseyingar séu nú í samningaviðræðum við Akureyri og vonast sé til þess að verði af henni, muni mannlífið í Hrísey batna. Enn eigi eftir að kynna málið betur en Hríseyingar sjái vart annan kost en að sameinast Akureyri, eins og staða mála sé.

„Ef það verður ekki samþykkt veit ég ekki hvernig þetta fer því sveitarfélagið hefur ekki tekjur til þess að sinna þeirri lögboðnu þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að gera,“ segir Ragnar.

„Við stefnum að því að kosið verði um sameiningu um leið og forsetakosningar verða 26. júní í sumar, það er markmiðið,“ segir Ragnar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli