Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 29.03.2004 | 17:51Fyrningarleið hafnað

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Sjávarútvegsumræðan heldur áfram. Er þetta sagan endalausa? Ef til vill. Það er ekki við öðru að búast en ágreiningur sé með mönnum, þegar viðfangsefnið er að búa til leikreglur um aðgang að megin auðlindinni vegna þess að aðgangurinn verður héðan í frá takmarkaður.

Það kom mörgum á óvart að sjávarútvegsmálin urðu svo snar þáttur kosningabaráttunnar sem raun bar vitni. Við sem lengi höfðum háð pólitíska baráttu í sjávarútvegskjördæmum urðum þó ekki undrandi. Við vissum að í hugum fjölmargra íbúa við sjávarsíðuna voru málin óuppgerð; minnsta kosti það sem sneri að hagsmunum íbúa sjávarbyggðanna. Lengst af síðasta kjörtímabils beindist umræðan mjög að því sem hinar fyrirferðamiklu talandi stéttir og pólitískir skutilsveinar þeirra höfðu lagt mesta áherslu á. Spurninguna um veiðileyfagjald, auðlindaskatt og fyrningarleið. Það er ljóst að niðurstaða auðlindanefndarinnar markaði nokkur þáttaskil á sínum tíma. Við sem tókum að okkur að bera þessi mál í gegn um lögggjafarþingið, gengum svo sem ekki sérlega glaðir til þess leiks. Við litum hins vegar á það sem viðleitni til þess að sætta tiltekin sjónarmið. Því kom það mjög á óvart að þeir sem hæst höfðu látið í hinum pólitíska bardaga, með kröfum sínum um veiðleyfagjald/fyrningarleið, skyldu slá á útrétta sáttahönd. Það er alla vega ljóst að viljinn til þess að skapa frið um þennan hluta sjávarútvegsumræðunnar var ekki til staðar af þeirra hálfu.

Fyrningarleiðinni var hafnað

Það er öllum ljóst að kröfunni um fyrningarleið í sjávarútvegi var hafnað í alþingiskosningunum. Þeir sem báru hana fram af mestum þunga höfðu ekki erindi sem erfiði. Ómótmælanlega glímdu þeir við mikinn andbyr í sjávarbyggðunum. Þeim tókst einfaldlega ekki að útskýra það fyrir íbúum sjávarbyggðanna að afskrift á veiðirétti, sem menn höfðu aflað sér með striti og baráttu ,yrði þeim, fjölskyldum þeirra eða íbúum byggðanna til góða. Fræg er ferðin af helstu oddvitum Samfylkingarinnar í mína heimabyggð, þar sem málstaður fyrningarleiðarinnar var rekinn lóðrétt oní kok á þeim, af starfandi sjómönnum og útgerðarmönnum smábáta.

Sjónum beint að byggðaþróuninni

En um leið og fyrningarleiðinni var hafnað, beindust sjónir manna að stöðu sjávarbyggðanna. Öryggisleysinu sem verður þegar ótti skapast við að aflaheimildir hverfi, og að veiðirétturinn verði afnuminn. Það hefur orðið hlutskipti margra. Ekki þarf að nefna dæmin, þau eru í fersku minni fólksins. Nauðvörnin var eins og menn vita oft á tíðum, veiðikerfi smábátanna. Þess vegna hefur verið barist svona hart fyrir veiðirétti þeirra. Línuívilnunin var angi þessa sama. Tilraun til þess að treysta stöðu minni sjávarbyggða. Engin töfralausn, en viðleitni til þess að treysta sóknarréttinn og tengja hann betur við byggðina. Að vísu hefur mikið verið gert til þess að ófrægja þessa baráttu og stundum ekki skeytt um skömm né heiður. Opinberar stofnanir með virðulegan stimpil hafa reynt að telja manni trú um að ekkert samband sé á milli veiðiréttar og byggðaþróunar. Eins og nokkur maður trúi slíku, sem hefur upplifað hamfarirnar þegar veiðirétturinn hverfur úr plássinu manns. Eða leggur einhver trú á að það hafi ekki áhrif á byggðina í sjávarplássum þar sem atvinnan er einhæf að heimildin til að sækja fisk hverfi? Það getur verið að áhrifin verði ekki mikil þar sem aðgangurinn að stóru og fjölbreyttu atvinnusvæði er til staðar. En þar sem ekki er að öðru að hverfa sjá menn það helst sem úrræði að leita burt. Þess vegna fækkar íbúunum.

Sjávarútvegur á landsbyggðinni – stoðgreinarnar í Reykjavík

Sannleikurinn er sá að afar illa gengur að byggja upp aðrar atvinnugreinar. Opinber þjónusta safnast á höfuðborgarsvæðið. Svo nærtækt dæmi sé tekið þá eru hér um bil allar opinberar stoðgreinar sjávarútvegsins fyrir sunnan og maður verður ekki var við mikinn opinberan áhuga hagsmunaaðila að breyta því. Þess vegna er ekki við öðru að búast en menn reyni að verjast í þeim vígjum sem eru til staðar.

Samþjöppun og dreifing aflaheimilda

Uppstokkunin sem fylgdi sölunni á Brimi setti þessi mál í nýtt ljós. Á því er enginn vafi að niðurstaðan varðandi uppskiptingu hins mikla sjávarútvegsfyrirtækis Brims varð fyrir byggðirnar í Norðvesturkjördæmi betur viðunandi en margir óttuðust. Á Akranesi voru kaup Granda á Haraldi Böðvarssyni unnin að frumkvæði og í samráði við heimamenn, eigendur og stjórn þess fyrirtækis. Kaup Fiskiðjunnar Skagfirðings á Skagstrendingi er einnig unnin í sátt við heimamenn og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa undirritað skuldbindandi yfirlýsingu um öfluga áframhaldandi starfsemi á Hólmavík og Skagaströnd, auk þess sem Höfðahreppur á Skagaströnd hefur með sölu sinni á hlutabréfum í Eimskip gríðarlega sterka fjárhagslega stöðu. Það er nauðsynlegt að vekja athygli á því að það eru þrjú fyrirtæki sem nú standa að rekstri þeirrar einingar sem áður var á einni hendi. Það er athyglisvert í ljósi umræðunnar sem farið hefur fram um samþjöppun í sjávarútvegi. Brim var með um 12% allra veiðiheimilda á sinni hendi. Nú er sá veiðiréttur hjá þremur fyrirtækjum.

Ljót dæmi úr fortíðinni

Við vitum því miður að það eru mýmörg ljót dæmi úr fortíðinni um að uppstokkun og eignabreytingar hafa leitt til þess að kvóti hefur flust úr byggð. Atvinnustarfsemin hefur veikst í kjölfarið með tilheyrandi byggðaflótta og vandræðum. Það er því eðlilegt að sú óvissa sem hefur verið í kringum þessar eignabreytingar hafi valdið kvíða. Við eigum hins vegar ekki að ætla annað en að menn ætli að standa við fyrirætlanir sínar og áfram verði haldið uppi öflugri atvinnustarfsemi með sem líkustum hætti á þessum stöðum líkt og gefið hefur verið fyrirheit um.

Þetta leiðir hins vegar í ljós að það er beint samband á milli kvótaþróunar, atvinnutekna og byggðaþróunar í byggðum landsins. Það þýðir ekkert að reyna að halda öðru fram. Menn eru víðs vegar um landið að reyna að verja burðarfyrirtækin í sjávarútveginum til að treysta stöðu byggðanna sinna. Jafnvel staðir sem eiga að mörgu öðru að hverfa gera sér það ljóst að veikari sjávarútvegur veikir byggðirnar. Hér eftir dettur vonandi engum í hug að afneita sambandi byggðaþróunar og sjávarútvegs.

30 milljarða herkostnaður

Athyglisvert er einnnig að allir sem vettlingi geta valdið reyna að nú að vera höndum fljótari að verja fyrirtækin sín. Þau eru afskráð úr Kauphöllinni, til þess að koma í veg fyrir óvinveitta yfirtöku. Mönnum er ljóst að fagurgala sem var óaðskiljanlegur hluti sameininga í sjávarútvegi er varlegt að treysta. Sporin úr fortíðinni hræða einfaldlega. Þetta er hins vegar dýrkeypt vörn. Ætli skuldsetning sjávarútvegsins aukist ekki um að minnsta kosti 30 milljarða vegna uppstokkunarinnar og vegna þess að menn eru að verja hagsmuni fyrirtækjanna sinna og byggðanna. Það er mikill herkostnaður.

Þetta er mjög mikilvægur lærdómur sem við drögum af þessari umræðu. Hún varpaði að mörgu leyti nýju ljósi á þá umræðu sem farið hefur fram um sjávarútveginn og byggðirnar og brýnir okkur í því að reyna að treysta þær stoðir sem undir þessum byggðum eru og fjölga þeim svo að menn séu ekki jafnháðir sjávarútveginum og verið hefur. Þar er ástæða til þess að hvetja hagsmunaðila til dáða með okkur öðrum.

Einar K. Guðfinnsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis, situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis og er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli