Frétt

| 20.05.2001 | 09:20Konur og karlar

Í Morgunblaðinu í dag er hárbeitt og skemmtileg grein eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur, rithöfund, þýðanda og bókmenntakennara, undir fyrirsögninni Skrifa konur verri bækur en karlar? Hér eru nokkrar sundurlausar glefsur úr greininni en eindregið skal mælt með því að lesa hana í heild.

„Kvennastétt“ er samheiti yfir þær starfsstéttir sem samanstanda gjarnan að miklum meirihluta af háskólamenntuðum konum sem eiga það sammerkt í sínu starfi að gera fúslega alls konar fyrir næstum ekki neitt. Þess vegna eru fáir heilvita karlmenn í þessum stéttum, því þeir vilja oft fá greitt fyrir sín störf.
Á árunum kringum 1980 varð umtalsverð fjölgun kvenstúdenta í lagadeild, gömlum og virðulegum lögfræðingum til hrellingar, og óttuðust menn að nú væri stéttin á leiðinni til helvítis, því sagan sýndi að sögn að ef konur gerðu innrás í rótgrónar karlastéttir, lækkaði bæði status og laun stéttarinnar í heild. Aukinheldur má nefna, að mörgum hefur þótt sem t.d. öryggi í flugmálum fari hnignandi, með fjölgun kvenna í flugstjórastólum.

– – –

Kvenhöfundar á Íslandi hafa átt fremur erfitt með að dulbúast sem karlar eftir að nafnleysið lagðist af á miðöldum. Þær geta illa skrifað undir karlmannsnafni eins og Brontë-systur, því íslenskt samfélag er svo lítið og fiskisagan flýgur svo hratt. Enn síður geta þær beitt brögðum kollega sinna á Englandi, því fáir myndu líklega velkjast í vafa um að A.B. Hansdóttir væri kvenkyns.

– – –

Í hvers kyns umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum [...] er til siðs að kveðja til karlhöfunda til margvíslegrar umræðu, sennilega til að tryggja að kvenhöfundar verði ekki þáttastjórnendum til skammar með vandræðalegum orðaflaumi um annarlega draumóra og óskiljanlegar hvatir sem karlkyns stjórnandi botnar svo vitaskuld ekkert í. Þetta er að sjálfsögðu mjög skiljanlegt viðhorf.

– – –

Námsgagnastofnun hefur í mörg undanfarin ár ekki haft neinar bækur eftir kvenhöfunda á boðstólum fyrir lítt mótaða unglesendur í grunnskólum landsins og menntamálaráðuneytið hefur hingað til miðað samræmt próf í nútímabókmenntum upp úr 10. bekk eingöngu við verk eftir starfandi karlhöfunda. Enda ekki nema sjálfsagt að æska landsins kynnist aðeins því besta sem íslensk bókmenntaflóra hefur upp á að bjóða.

– – –

Tekjur maka eru í það minnsta það sjónarmið sem ræður úrslitum um afkomu annarra minnihlutahópa, þ.e. aldraðra og öryrkja, og gæti verið góð hugmynd að gera kvenhöfundum að skila skattframtali maka með listlaunaumsókn sinni. Þannig mætti koma í veg fyrir að þær sem engan maka eiga eða skítlega launaðan, en þrjóskast samt við að skrifa óskiljanlegar sögur, þurfi að svelta, sníkja og betla eins og Þórbergur forðum.

Morgunblaðið 20. maí 2001

bb.is | 30.09.16 | 11:48 Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með frétt Jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli