Frétt

bb.is | 29.03.2004 | 14:26Einarshús í Bolungarvík selt á 50 þúsund

Hafnargata 41 (Einarshús) í Bolungarvík.
Hafnargata 41 (Einarshús) í Bolungarvík.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í síðustu viku að taka tilboði Jóns Bjarna Geirssonar í húseignina að Hafnargötu 41 sem ávallt er nefnt Einarshús í Bolungarvík. Jón Bjarni bauðst í haust til þess að kaupa húsið á 50 þúsund krónur „með það að markmiði að reisa það til fyrri virðingar og koma því í upprunalegt horf“ eins og sagði í bréfi hans til bæjarins í september. Bæjarráð vísaði tilboðinu til umsagnar í menningarráði og óskaði eftir umfjöllun um framtíðarnotkun á húsinu.

Einarshús er nefnt eftir athafnamanninum Einari Guðfinnssyni sem þar bjó á sínum tíma. Bolungarvíkurkaupstaður fékk húsið að gjöf árið 2000 frá Nasco-Bolungarvík hf. sem þá rak rækjuverksmiðju í Bolungarvík.

Í afgreiðslu menningarráðs þann 7.nóvember segir m.a.: „Þar sem Péturs-/Einarshús hefur að mati Húsafriðunarnefndar ríkisins ákaflega sterkt menningarlegt sögulegt gildi, og er að mati hennar styrkhæft til endurbyggingar, leggur menningarráð áherslu á að saga hússins verði skráð ásamt sögu fyrrum eigenda, þeirra Péturs Oddsonar og Einars Guðfinnssonar. Í húsinu verði komið upp safni þar sem sögð verður saga þeirra í máli, myndum og munum.“

Þá sagði einnig í afgreiðslu menningarráðs: „Komi til eigendaskipta hússins leggur menningarráð áherslu á að gengið verði svo frá samningum milli kaupanda og seljanda að : a. Saga hússins verði varðveitt með þeim hætti sem t.d. að framan greinir. b. Í upphafi verði gengið frá tímasetningu varðandi frágang hússins að utan og innan. c. Fullt samráð verði haft við Húsafriðunarnefnd ríkisins ásamt Menningarráð Bolungarvíkur.“

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var síðan lagt til við bæjarstjórn að tilboði Jóns Bjarna yrði tekið og kom sú tillaga til afgreiðslu bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Á fundinum lét Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi bóka eftirfarandi: „Ég harma það mjög að bæjaryfirvöld skuli ekki hafa treyst sér til að taka húsið við Hafnargötu 41, (Einarshús) í „fóstur” eftir að bænum var gefið húsið á sínum tíma. Menningarsögulegt gildi hússins er að mínu mati óumdeilt þar sem þar bjuggu frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson með sínar fjölskyldur. Þrátt fyrir að ljóst sé að mikið
fjármagn þurfi til endurbóta á húsinu, tel ég að ekki hafi verið látið á það reyna af bæjarins hálfu að útvega fé til endurbótanna.

Menningarverðmæti eins og Einarshús eru afar mikilvæg fyrir bæjarfélagið og mitt mat er að ef á annað borð á að minnast þeirra merku frumkvöðla sem þar bjuggu þá á það að vera í nafni bæjarins, á hans vegum og í þessu tiltekna húsi. Þegar húsið hefur verið selt hafa bæjaryfirvöld afsalað sér þeim rétti að hafa áhrif á og/ eða útfæra með hvaða hætti frumkvöðlanna skuli minnst í húsinu. Að þessu framangreindu get ég ekki samþykkt þessa sölu og sit hjá við atkvæðagreiðslu.“

Ketill Elíasson bæjarfulltrúi tók undir meginatriði bókunar Soffíu, en ákvað að greiða atkvæði gegn sölunni.

Sala hússins var síðan samþykkt með fimm atkvæðum, einn sat hjá og einn greiddi atkvæði gegn sölunni.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli