Frétt

mbl.is | 29.03.2004 | 11:16Grunsamleg skápakaup

Grunur vaknaði hjá starfsmönnum verslunar í austurborg Reykjavíkur á föstudag um að maður sem pantað hafði ísskáp og afhenda átti síðan seinna sama dag úti í bæ, væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Því var haft samband við lögreglu og hún beðin að kanna málið.

Lögreglan fylgdist síðan með þegar skápurinn var afhentur og hafði tal af viðtakanda en þá kom í ljós að hann hafði brotist inn í viðkomandi íbúð til að taka við skápnum þar. Enda kom í ljós að kortið sem greitt hafði verið með var stolið.

Þetta kemur m.a. fram í yfirliti lögreglunnar í Reykjavík yfir helstu verkefni helgarinnar. Fátt fólk var á ferli og almennt lítið um vandræði vegna ölvunar í borginni og því voru vaktirnar rólegar. Um helgina var tilkynnt um 23 innbrot, 17 þjófnaði og 11 sinnum var tilkynnt um skemmdarverk. Þá var tilkynnt um 29 umferðaróhöpp og var í 2 þeirra um minniháttar meiðsli að ræða. 17 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 20 voru grunaðir um að vera ölvaðir við aksturinn.

Laust eftir kl. 22:00 á föstudagskvöldið, ruddist maður inn í verslun við Seljaveg með sprautunál í hendi, ógnaði afgreiðslufólki og heimtaði peninga. Tókst honum að ná nokkrum þúsundum en stökk síðan út. Fljótt vaknaði grunur um hver maðurinn væri, en sjónarvottar töldu sig þekkja hann. Var hann handtekinn skömmu síðar og þá með megnið af peningunum sem hann er grunaður um að hafa tekið.

Á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann sem hafði tekið myndavél ófrjálsri hendi og síðan reynt að hlaupa með hana á brott. Öryggisverði verslunarinnar tókst hins vegar að ná myndavélinni af manninum en maðurinn hljóp á brott. Leit var gerð að manninum og fannst hann um hálftíma síðar og var færður á lögreglustöð.

Skömmu síðar sama morgunn var tilkynnt um skemmdarverk á vinnuvél sem stóð við sundlaugina við Fylkisveg. Í ljós kom að brotnar höfðu verið fjórar rúður í vélinni og fjögur vinnuljós. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.

Um hádegi á laugardag var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar sem einn úr áhöfn hollensks herskips sem liggur við Miðbakka, hafði orðið fyrir þá nóttina áður. Mun hafa verið ráðist á manninn í Hafnarstræti um miðja nótt af nokkrum íslendingum sem meðal annars eru sagðir hafa sparkað í andlit hans. Var hann með talsverða áverka á höfði og þá hafið brotnað upp úr tönn. Málið er í rannsókn.

Um miðnætti á laugardagskvöldið var tilkynnt um að farið hafi verið inn í skóla í Grafarvogi og unnar þar miklar skemmdir í smíðastofu, á verkfærum og tækjum. Í ljós kom að gleymst hafði að læsa hurð og því leiðin inn greið.

Snemma á sunnudagsmorgunn var tilkynnt um vatnsleka í húsi í vesturbænum. Í ljós kom að heitt vatn hafði náð að renna um öll gólf íbúðarinnar sem eru parket og flísalögð. Heimilisfaðirinn hafði farið í bað, en sofnað og því fór sem fór.

Þá var um hádegi á sunnudag tilkynnt um innbrot í bát sem var í Daníelsslipp. Hurð að stýrishúsi hafði verið spennt upp og stolið úr lyfjaskáp og teknar tvær slípivélar og þá var einnig talsverðu af verkfærum stolið.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli