Frétt

| 18.05.2001 | 15:51„Allir ætluðu að verða ríkir – unga fólkið tók veðlán og yfirdrætti og keypti hlutabréf ...“

Árið 2000 var ár mikilla sveiflna í verði hlutabréfa og seinni hluta þess áttu sér stað miklar lækkanir á hlutabréfaverði um allan heim, segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði Vestfirðinga, en ársfundur sjóðsins vegna ársins 2000 verður haldinn á Hótel Ísafirði á morgun og hefst kl. 14. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og lífeyrisþegum með málfrelsi og tillögurétti. Síðan segir áfram: Á síðasta ári hefur almenningur á Íslandi trúlega í fyrsta skipti tekið virkan þátt í hlutabréfakaupum samkvæmt ráðleggingum verðbréfasalanna, sem flestir eru ungir að árum og þekkja ekki tíma verðbólgu, skuldsetningar, gengisfellinga og þeirrar óáránar, sem skók íslenskt efnahagslíf og heimili á árunum milli 1970 og 1980.
Þessir unglingar seldu hlutabréf sem mest þeir máttu fyrri hluta síðasta árs og töldu öllum trú um að verðmæti þeirra mundi margfaldast á fáum mánuðum. Ellilífeyrisþegar voru að kaupa bréf í deCode á genginu 50-60 $ hvern hlut og var uppálagt að selja ekki fyrr en gengið færi í a.m.k. 100 $ hvern hlut. Allir ætluðu að verða ríkir á nokkrum mánuðum. Unga fólkið tók veðlán og yfirdrætti, veðsetti allt sem það átti og eigur foreldra sinna og afa og ömmu (sem eiga gjarnan skuldlaus hús) og keypti sér hlutabréf. Síðan lækkuðu hlutabréfin og börnin gátu ekki lengur staðið í skilum með skuldirnar sínar. Þá sendu bankarnir unglingana til að sækja um lífeyrissjóðslán með veði í húsi foreldra eða afa og ömmu, því það hafði gleymst að láta þau setja tryggingar fyrir greiðslum á yfirdráttarskuldunum.

Nú á vordögum 2001 eru starfsmenn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna ofhlaðnir störfum við að greiða úr fjármálaflækjum þessara aðila, sem eru sokknir í skuldafen langt upp fyrir loftnet á fasteignum fjölskyldna sinna, eins og starfsmaður Ráðgjafarstofu heimilanna komst að orði í blaðaviðtali á dögunum.

Árið 2000 var versta rekstrarár lífeyrissjóðanna í landinu um langt skeið. Þeir fóru ekki varhluta af þeim lækkunum sem áttu sér stað á verðbréfamörkuðunum, þar sem miklar lækkanir á hlutabréfaverði innanlands og utan átu upp ávöxtun annarra eigna, þannig að ávöxtun margra sjóða varð undir 0 á síðasta ári.

Nú í apríl 2001 virðist botninum vera náð á erlendu mörkuðunum og erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað undanfarna daga þannig að allir vona að árið 2001 skili lífeyrissjóðunum ávöxtum af fjárfestingum sínum erlendis. Þær fjárfestingar eiga, samkvæmt öllum fjármálafræðum, að skila ríkulegri ávöxtun yfir lengri tíma enda eru lífeyrissjóðir langtímafjárfestar, sem eru ekki að elta skammtímasveiflur eða verðhækkanir frá degi til dags.

Einnig eru nú mörg góð fjárfestingartækifæri á Íslenska hlutabréfamarkaðnum þar sem hlutabréf í mörgum íslenskum fyrirtækjum fást nú á afar hagstæðu verði.

Nýir sjóðfélagar

Frá janúar 2001 byrjar Verkalýðsfélag Hólmavíkur að greiða til Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og eldri réttindi Hólmvíkinga verða sameinuð sjóðnum, sem sérstök deild, með sömu réttindaákvæðum og giltu í Lífeyrissjóði Norðurlands vestra. Frá og með áramótum síðustu öðlast þeir réttindi samkvæmt samþykktum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga.

Lífeyrisgreiðslur

Fjöldi lífeyrisþega um síðustu áramót var 943 og hafði þeim fjölgað um 60 á árinu 2000. Sjóðurinn greiddi lífeyri að fjárhæð kr. 248 millj.

Fjárhæðir lífeyrisgreiðslna eru háðar þeirri stigainneign, sem viðkomandi sjóðfélagi á hjá sjóðnum, þegar hann verður gamall, deyr, eða verður öryrki. Einnig eru fjárhæðirnar háðar því hvort greitt hefur verið síðustu mánuði fyrir örkutap eða andlát, þannig að réttur sé til framreiknings og barnalífeyris. Þannig skiptir afar miklu máli fyrir sjóðfélaga að skilað sé iðgjaldi af öllum launum þeirra eins og ber að gera lögum samkvæmt.

Skil iðgjalda

Ríkisskattstjóri ber nú saman iðgjaldaskil til lífeyrissjóða og framtaldar tekjur manna samkæmt skattframtölum og skilar lífeyrissjóðunum lista yfir þær tekjur, sem iðgjöldum hefur ekki verið skilað af, en samkvæmt lögum ber öllum að greiða lágmarksiðgjald eða 4.0% af öllum launum, hverju nafni sem nefnast, til samtryggingarlífeyrissjóðs.

Ráðstöfunarfé

Ráðstöfunarfé Lífeyrissjóðs Vestfirðinga á árinu 2000 var að fjárhæð kr. 2,4 milljarðar og var 28% af því varið til kaupa á skuldabréfum með föstum tekjum og 72% til kaupa á skuldabréfum með breytilegum tekjum.

Ávöxtun sjóðsins

Ávöxtun eigna sjóðsins var neikvæð um 4,6 % á árinu 2000 saman borið við afar góða ávöxtun eða 14,8% á árinu 1999. Þar valda mestu miklar lækkanir á verði hlutabréfa og hlutabréfasjóða, sem eru gerðir upp á markaðsverði á hverjum tíma. Þær eignir sem sjóðurinn á eru þess eðlis að þæ

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli