Frétt

| 18.05.2001 | 11:02Þingstörfin í fullkomnu klúðri

Liðlega sextíu mál eru á dagskrá Alþingis í dag, á síðasta degi þingsins samkvæmt starfsáætlun. Samkvæmt dagskránni, sem ekki lá fyrir þegar frétt hér á vefnum fyrr í morgun var skrifuð, er frumvarpið um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða nr. 50 í röðinni. Eins og fram kom í fréttinni í morgun tókst á fundi þingsins í gær að taka til umræðu tæplega fjögur prósent af þeim 55 málum sem þá lágu fyrir, en þó í raun og veru tæplega tvö prósent, því að mál nr. 1 og 2 eru samtvinnuð og fjallað um þau sameiginlega. Tillaga sem liggur fyrir þingi um að fresta gildistöku ákvæðis um kvótasetningu á meðafla smábáta er alls ekki á dagskránni.
Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar fullyrti á Alþingi í morgun, samkvæmt frétt á Mbl.is, að meirihluti væri fyrir því á Alþingi að fresta gildistöku laga um að meðafli smábáta verði settur undir kvóta. Spurði Össur hverju það sætti að þetta mál væri ekki á dagskrá þingfundar í dag og fullyrti að ríkisstjórnin þyrði ekki að láta þetta mál koma til kasta þingsins.

Össur sagði að gildistöku þessara laga hefði verið frestað í fyrra þar sem þá stóð fyrir dyrum um að endurskoða í heild lög um stjórn fiskveiða. Þeirri endurskoðun væri ekki lokið og því væru fullar og ríkar ástæður að fresta enn gildistöku laganna til að kvótasetja meðafla smábátanna. Sagðist Össur hafa óskað sérstaklega eftir því að sjávarútvegsráðherra yrði til svara í upphafi fundar, en Halldór Blöndal forseti Alþingis upplýsti að ríkisstjórnarfundur stæði yfir.

Steingrímur J. Sigfússon sagði óþolandi að stjórnarflokkarnir væru að hnoðast saman með mál af þessu tagi því það setti þingstörfin í uppnám.

Jafnan er fróðlegt að sjá hvaða mál eru á dagskrá þingsins (í náðinni) hverju sinni og hver ekki og hver röðin er hverju sinni. Jafnvel getur þetta orðið ámóta spennandi og að fylgjast með atkvæðagreiðslu í Evróvisjón. Í dag er t.d. frumvarp ríkisstjórnarinnar um sölu tveggja kristfjárjarða á Austurlandi í 10. sæti eða í sama sæti og í gær en hnefaleikafrumvarpið er í 42. sæti en var í 40. sæti í gær. Þingsályktunartillaga um gerð neyslustaðals er nr. 19 á dagskránni í dag.

Til frekari fróðleiks:
Dagskrá Alþingis föstudaginn 18. maí 2001

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli