Frétt

| 18.05.2001 | 10:00Enn einn risaurriðinn

Enn hefur risaurriði verið dreginn á land úr Þingvallavatni, en í vikunni veiddist 14 punda fiskur í vatninu frá einkalóð í Grafningi. Veiðimaðurinn var Örn Marinó Arnarson og veiddi hann fiskinn á rækju sem hann beitti á lítinn öngul með flotholti. Mbl.is greindi frá.
Kristinn Halldórsson, veiðifélagi Arnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fiskurinn hefði verið stórglæsilegur, silfurbjartur og spikfeitur. "Örn var búinn að reyna allt mögulegt og við höfðum séð urriða vera að skvetta sér. Hann reyndi rækjuna eiginlega í hálfgerðu gríni, af því að það var ekkert eftir að reyna. En það dugði og hann var hálftíma að landa ferlíkinu sem ýmist stökk hátt upp úr vatninu, eða þumbaðist og kafaði djúpt. Þetta var 82 sentimetra langur fiskur og þegar hann var slægður voru fjórar murtur í maga hans. Ein þeirra var alveg 20 sentimetrar þó það hafi ekkert verið eftir nema beingarðurinn. Skrítið að hann skuli svo hafa haft áhuga á svo litlum bita sem rækjan var," sagði Kristinn.

Kristinn sagði svona stórurriða hafa verið nokkuð áberandi í vor. Annar félagi hans hefði t.d. misst einn, um það bil 10-12 punda, sem hann var kominn með hálfa leið ofan í háfinn. Sá var á Öfugsnáða í þjóðgarðinum og var með bleikjubúnað. "Hann hefði kannski náð honum ef hann hefði ekki reynt að koma honum í háfinn. Reynt frekar að leggja fiskinn að landi og sporðtaka. Urriðinn trylltist þegar háfurinn þrengdi að honum, hann komst út og strikaði svo hratt út í vatn að taumurinn slitnaði við átökin," sagði Kristinn.

Þetta er þriðji urriðinn í yfirþungavigt sem frést hefur af í Þingvallavatni í vor, hinir voru 18 og 12 pund.

bb.is | 28.09.16 | 11:45 Engin mengun í vatninu

Mynd með frétt Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli