Frétt

Stakkur 12. tbl. 2004 | 24.03.2004 | 15:15Skotvopn í vörslu almennings

Mánudaginn 15. mars síðastliðinn varð sá hörmulegi atburður á Selfossi að ungur drengur á tólfta ári beið bana af slysaskoti. Almenningur er sleginn við þessar fréttir. Skotvopn eiga að vera vel geymd og reyndar í læstum hirslum. Engu að síður er stutt síðan voðaskot slasaði barn á Egilsstöðum, en þar fór betur en á horfðist. Hinn almenni borgari er að sjálfsögðu furðu lostinn yfir því að þeim sem treyst er til þess að hafa skotvopn í fórum sínum, skuli ekki vera betur treystandi. Vissulega er nokkuð til í því, en oft eru skýringar fleiri. Á sama tíma og þessir voðaatburðir verða á Íslandi teljum við okkur geta sett út á aðra varðandi byssueign og meðferð skotvopna, en Bandaríkjamenn hafa orðið skotspónn okkar Íslendinga og margra annarra þjóða í þeim efnum. En verðum við ekki að taka til í okkar eigin ranni áður en við setjum út á aðra? Nú ætti að fara að fordæmi fyrrverandi sýslumanns á Ísafirði, sem situr í embætti sýslumanns á Selfossi og skora á alla að skila inn óskráðum og ólöglegum vopnum.

Þegar Gunnar Tryggvason leigubifreiðastjóri í Reykjavík var drepinn 1968 var gripið til þess ráðs að gefa fólki færi á að skila vopnum án eftirmála og talsvert kom inn af þeim. Þetta er ráð sem hægt er að grípa til nú 36 árum seinna. En þó svo verði gert verður þessi voðalegi atburður ekki tekinn aftur. Skotvopn eru hættuleg í höndum þeirra sem ekki kunna með þau að fara og stundum einnig í höndum þeirra sem ættu að kunna meðferðina. Það vonda er að við grípum ekki til þess að fylgjast grannt með skotvopnum fyrr en eitthvað hræðilegt hefur gerst og svo dofnar athyglin er frá líður. Öllum er illa brugðið þegar menn deyja við vofveiflegar aðstæður. Enn meira bregður fólki þegar börn eiga í hlut, sem ella hefðu átt framtíðina fyrir sér.

Minningu drengsins Ásgeirs Jónsteinssonar verður ekki sýnd fullkomin virðing nema yfirvöld, lögregla og dómsmálaráðherra, grípi til viðbragða og geri tvennt. Annars vegar er brýnt að kalla inn öll óskráð og ólögleg skotvopn. Það þarf að gerast fljótt og vel. Það er óneitanlega undarlegt að heyra formann Skotvís lýsa því yfir að mikill fjöldi slíkra vopna sé til út í þjóðfélaginu, en Sigmar B. Hauksson hlýtur að vita hvað hann er að segja. Hitt brýna verkefnið er að herða eftirlit með sölu og verslun með skotvopn og gera byssumönnum að skila á ákveðnum fresti skýrslum um meðferð og geymslu skotvopna sinna. Þetta dugar þó ekki gegn þeim sem smyglað hafa vopnum til landsins. Ef til vill er lausnin að setja skilagjald á skotvopn og greiða fólki fyrir að skila þeim. Peningar virðast oft hafa örvandi áhrif til athafna fólks.

Byssum verður ekki útrýmt með öllu í þjóðfélaginu og því er nauðsynlegt að efla fræðslu samhliða eftirliti og auka ábyrgð byssusalanna. Sinna verður þessu máli hið allra fyrsta hvort sem til þess verður skipuð nefnd eða ekki.

Foreldrum og aðstandendum þeirra sem eiga um sárt að binda er vottuð samúð. Stærsti grunnskóli landsins er einnig í sorg. Gætni í meðferð skotvopna verður aldrei nægileg, því miður.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli