Frétt

bb.is | 23.03.2004 | 16:29Átök um framtíð FosVest á aðalfundi á laugardag?

Aðalfundur FosVest verður haldinn á Hótel Ísafirði á laugardag.
Aðalfundur FosVest verður haldinn á Hótel Ísafirði á laugardag.
Gylfi Guðmundsson, félagsmaður í Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum varar félagsmenn við fyrirhugaðri sameiningu FosVest við önnur félög á Vestur- og Norðurlandi í grein sem hann ritar á bb.is í dag. Endanleg ákvörðun um sameininguna verður tekin á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á Hótel Ísafirði á laugardag. Í upphafi greinar sinnar vísar Gylfi m.a. til fréttatilkynningar frá Fosvest sem birt var á bb.is í gær. Um hana segir Gylfi m.a.: „Af þessari tilkynningu má ráða að allt sé ákveðið og geirneglt, og formsatriði fyrir félagsmenn að mæta á aðalfund n.k. laugardag til að samþykkja sameininguna, en svo tel ég alls ekki vera. Bæði hef ég athugasemdir við undirbúning þessarar sameiningar sem lengst af fór ansi leynt, því að á aðalfundi félagsins 2002, var ekki einu orði minnst á sameiningarhugmyndir, en síðar kom í ljós að þá var undirbúningur kominn á fulla ferð.“

Gylfi segir það skoðun sína að stjórn félagsins hafi ekki haft umboð til undirbúnings sameiningar og síst af öllu umboð til þess að leggja útí þann kostnað sem af undirbúningnum hefur hlotist „því að hún er að mínu viti kosin til að vinna að hagsmunamálum félagsmanna milli aðalfunda en ekki til að leggja félagið niður“ segir Gylfi.

Þá segir hann að tveir stjórnarmenn FosVest af fimm séu sameiningunni mótfallnir og lítil trygging sé fyrir því að skrifstofa sú sem rætt er um að verði á Ísafirði verði þar áfram þegar fram líða stundir. Þá telur Gylfi einnig að sú umræða sem fram hafi farið um að sameining færi einhverjum félagsmönnum launahækkanir sé ekki rétt. Óraunhæft sé að gera ráð fyrir slíku. Að lokum segir Gylfi: „Mér þykir ljóst að núverandi stjórn FOS Vest hefur gefist upp, en af hverju þeir halda að félagsmönnum sé betur borgið í umsjón Akureyringa, en að ný stjórn sem hefur áhuga, og vilja til að vinna að hagsmunamálum félagsmanna taki við félaginu skil ég ekki.

FosVest hefur nægan félagslegan styrk til að vinna að krafti að hagsmunamálum félagsmanna sinna, en stokka þarf spilin, og kjósa nýja stjórn sem hefur kjark og dug til að vinna fyrir félagið. Félagar í FosVest, fjölmennum á aðalfund félagsins n.k. laugardag, og komum í veg fyrir slys.“

Aðspurður hversvegna þessi skoðun hans hefði ekki komið fram fyrr sagði Gylfi í samtali við bb.is að hann hefði vonast til þess að þessi umræða um sameiningu myndi hljóðna og hætt yrði við hana í kjölfarið. Hann segist hvetja félagsmenn til þess að stöðva sameininguna á aðalfundinum því það sé sá vettvangur sem fjalla eigi um þetta mál. Ein skoðanakönnun geti ekki tekið völdin af aðalfundi.

Ólafur Baldursson formaður Fosvest sagðist í samtali við blaðið kannast við þær raddir sem fram koma í grein Gylfa. Hann segir Gylfa og stuðningsmenn hans hafa staðið fyrir framboði gegn sér á síðasta aðalfundi vegna þessarar sameiningarumræðu en ekki haft erindi sem erfiði. Í því kjöri hafi vilji aðalfundarins komið skýrt í ljós. Ólafur segir að í skoðanakönnuninni sem framkvæmd var á sínum tíma hafi vilji félagsmanna verið mjög skýr. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hafi talið það styrk að sameina félögin og stjórn félagsins hafi að sjálfsögðu unnið eftir þessum skýra vilja félagsmanna.

Aðspurður með hvaða hætti einstakir félagsmenn geti hækkað í launum við sameininguna nefnir Ólafur sem dæmi að ófaglært starfsfólk leikskóla í Borgarnesi sé raðað hærra í launaflokka en fólk í hliðstæðum störfum. „Slík dæmi eru mörg og eru arfur frá þeim tíma þegar samið var við hvert sveitarfélag fyrir sig. Við sameiningu munu þessi mál leiðréttast og fólk í kjölfarið hækka í launum í sumum störfum.“

Ólafur segir að í samningi milli þeirra félaga sem sameinist sé kveðið á um að skrifstofa verði rekin á vegum félagsins á Ísafirði. „Þannig hefur verið búið um hnútana að skrifstofur félagsins verða með sama símanúmer og samtengt tölvukerfi. Þannig tryggjum við að samfella verður í starfi milli staða og því engin ástæða til þess að óttast að skrifstofan hér verði lögð niður enda engin rök fyrir því.“

Ólafur segist sannfærður um að sameiningin verði félagsmönnum Fosvest til hagsbóta. „Við sem unnið höfum að þessu máli höfum auðvitað gert það vegna þess að við viljum tryggja sem best hagsmuni okkar félagsmanna. Til þess var leikurinn gerður. Það er gömul saga og ný að það er samtakamátturinn sem fært hefur launþegum stærstu sigrana. Stærra félag er sterkara til þess að sinna ólíkum hagsmunum sem innan okkar raða eru til staðar.“

Um það hvað muni gerast á aðalfundinum á laugardaginn segist Ólafur auðvitað vonast til þess að sameiningin verði samþykkt. „Ég væri ekki að leggja þetta til ef ég teldi þetta ekki til hagsbóta fyrir mína félagsmenn. Þetta ótímabæra upphlaup starfsmanna Orkubúsins mun vonandi ekki koma í veg fyrir þá vinnu sem unnin hefur verið til þess að styrkja stöðu okkar félagsmanna.“ sagði Ólafur Baldursson.

Aðalfundur Fosvest verður eins og áður sagði haldinn á laugardaginn. Hefst hann kl. 16.30 á Hótel Ísafirði.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli