Frétt

| 17.05.2001 | 13:45Bolvíkingi boðnar 4,5 milljónir dollara

Á sínum tíma snjóaði faxsendingum frá Nígeríu til íslenskra fyrirtækja, þar sem beðið var um aðstoð við að ná auðæfum fjár sem einhvers staðar og með einhverjum hætti væri fast inni. Óskað var eftir bréfsefnum og bankareikningum til að leggja féð inn á. Í gær fékk eins manns fyrirtæki í Bolungarvík hliðstæða beiðni frá Lýðveldinu Kongó.
Undir bréfið ritar „Mustapha Kabiru höfuðsmaður“. Þar segir m.a. í lauslegri snörun:

Við fengum upplýsingar um yður frá utanríkisviðskiptadeild viðskiptaráðuneytisins í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Við urðum mjög hrifnir af fyrirtæki yðar og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að leita til yðar með eftirfarandi erindi...

Við erum ungir yfirmenn í her Lýðveldisins Kongó (áður þekkt sem Lýðveldið Zaire). Í hinum pólitíska glundroða sem nú ríður yfir land okkar rákumst við á kassa í höfuðstöðvum varnarmála sem í voru ekta bandarískir dollaraseðlar. Verðmæti innihaldsins í téðum kassa er 15 milljónir Bandaríkjadala. Við sáum þarna sjaldgæft tækifæri til þess að hasla okkur völl á hinu áhugaverða sviði sjálfstæðs atvinnurekstrar. Við gripum tækifærið og núna er kassinn í vörslu einkarekinnar öryggisþjónustu undir fölsku nafni.


Síðan kemur allmikill langhundur um sorglega lítið peningavit mannanna þriggja sem sitja upp með sem svarar 1.500 milljónum íslenskra króna. Manninum í Bolungarvík býðst nú að hjálpa þeim við að koma peningunum út úr landinu með því að gefa upp bankareikninginn sinn í Sparisjóði Bolungarvíkur og ráðleggja um fjárfestingar. Fyrir ómakið á hann að fá fjórar og hálfa milljón dollara eða um 450 milljónir króna. Auk þess hafa félagarnir þrír tekið frá eina og hálfa milljón dollara til að hafa fyrir útlögðum kostnaði. Sjálfir ætla þeir einungis að halda níu milljónum dollara sem þeir ætla að nota í fjárfestingar í Bolungarvík samkvæmt ráðleggingum heimamannsins.

Á sínum tíma fengu ýmis fyrirtæki á Ísafirði og reyndar um allt land, sum heldur í smærra lagi, boð af þessu tagi frá Nígeríu. Meðal þeirra sem slíkt fengu var mannvesalingur á Ísafirði sem var annálaður fyrir að allt fór umsvifalaust á hausinn sem hann snerti á og var sjálfur marggjaldþrota ásamt flestum ættingum og vinum nær og fjær sem á annað borð gátu skrifað nafnið sitt. Í bréfinu til hans var hins vegar sagt að rekstur hans nyti frægðar og virðingar víða um lönd og öll helstu fjármálafyrirtæki heimsins mæltu með honum og rómuðu í alla staði.

Sögurnar í þessum bréfum voru ævintýralegar en alltaf snerist málið um að koma gríðarlegum peningum úr landi. Til þess þurfti bréfsefni og bankareikninga á Íslandi o.s.frv. Slík boð bárust raunar miklu víðar. Að minnsta kosti í Þýskalandi bitu ýmsir á agnið og vitað er að slíkt endaði með gjaldþrotum og sjálfsmorðum í einhverjum tilvikum. Til þess að ná auðæfunum ytra þurfti jafnan nokkurt fjármagn frá fórnarlambinu til að múta einhverjum, svo þurfti meira og meira. Í því tilviki sem hér var rakið væri framhaldið augljóst: Til þess að ná kassanum aftur út úr fyrirtækinu þar sem hann er geymdur þyrfti að múta einhverjum spilltum mönnum, svo meira og svo eitthvað annað o.s.frv.

En svo er alltaf spurningin: Skyldi þetta nú vera alvara í þessu einstaka tilviki? Kannski er hér komin lausnin á erfiðleikunum í atvinnulífinu í Bolungarvík og jafnvel í fleiri plássum Vestfjarða. Hvernig væri að ráðleggja hinum ungu mönnum að fjárfesta þó ekki væri nema sem svaraði tveim-þrem milljörðum króna í bananarækt á Breiðadalsheiði?

Ef einhverjir skyldu hafa áhuga, þá er síminn hjá hr. Kabiru 27-83-544-8534 og faxnúmerið 27-11-720-7925. Nauðsyn er á fyllstu þagmælsku.

bb.is | 27.09.16 | 14:50 Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með frétt Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli