Frétt

mbl.is | 22.03.2004 | 18:2850 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina

Um helgina voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík 50 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð. Sex ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 33 um of hraðan akstur, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Á föstudagskvöld varð harður árekstur í Skipholti. Bifreið var ekið út frá bifreiðastæði og beygt áleiðis suður Skipholt en annarri bifreið var ekið norður Skipholt. Áreksturinn var mjög harður og kastaðist önnur bifreiðin á trégirðingu umhverfis lóð Skipholts 50c. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru báðir fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild til rannsóknar. Báðar bifreiðar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.

Eftir hádegi á laugardag var tilkynnt um umferðarslys í Síðumúla. Þar hafði orðið árekstur tveggja bifreiða. Annar ökumaður var fluttur á slysadeild til skoðunar en er ekki talinn slasaður.

Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um árekstur og slys á Vesturlandsvegi við Bröttuhlíð í Mosfellsbæ. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Báðar bifreiðarnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreiðum.

Skömmu eftir hádegi á sunnudag varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Skólavörðustígs og Týsgötu. Ökumenn og farþegi úr bifreiðunum voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild en eru ekki taldir alvarlega slasaðir.

Síðdegis á föstudag var maður handtekinn grunaður um fíkniefnamisferli. Farið var í húsleit í framhaldi handtöku og fannst nokkuð af amfetamíni.

Þá var tilkynnt um þjófnað á veski úr bifreið í austurborginni. Í veskinu voru greiðslukort, ökuskírteini, vinnuvélaskírteini og bensínkort.

Seint á föstudagskvöld var tilkynnt um vatnsleka í húsi í austurborginni. Þar gaf sig vatnslögn í tannlæknastól. Vatn lak um alla hæð.

Snemma aðfaranótt laugardags var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í austurborginni. Brotin var rúða í hurð að inngangi og stolið DVD spilurum.

Þá var tilkynnt um sprengingu og brotnar rúður í húsi við Hverfisgötu. Þar virðist hafa verið sprengd mjög öflug hvelletta svo að tvær rúður brotnuðu í húsinu. Ekkert er vitað um gerendur.

Síðar um nóttina var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni. Þar hafði maður veri sleginn innandyra og var hann fluttur á brott með sjúkrabifreið.

Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Mosfellsbæ. Gluggi var spenntur upp og farið þannig inn. Stolið var peningum, ávísun og einhverju af orkudrykkjum og orkubitum.

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Seljahverfi. Stolið var radarvara, bassakeilum, íþróttartösku, íþróttafatnaði og fleiru. Í Bústaðahverfi var einnig farið inn í bifreið og stolið skólatösku, auk 80-90 geisladiska í möppu.

Fyrir hádegi var útifundur vegna stríðs í Írak. Talið var að milli 250-300 manns hafi tekið þátt í dagskránni sem fór friðsamlega fram.

Síðdegis á laugardag var tilkynnt um innbrot í Árbæjarhverfi. Hurð á bílskúr var spennt upp og verðmætum verkfærum stolið. Sum verkfærin voru merkt nafni tjónþola.

Húsleit var framkvæmd í framhaldi af eftirför eftir þjófi sem stal úr verslun á Laugavegi. Þar fannst ætlað þýfi; ætluð fíkniefni og fleira.

Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um þjófnað á veitingahúsi í miðborginni. Þar var farið í aðstöðu starfsfólks og stolið peningum, greiðslukortum og gsm síma. Ákveðinn maður er grunaður.

Þá var tilkynnt um slagsmál við veitingahús í miðborginni en þar höfðu orðið átök milli tveggja hópa. Slagsmálin voru leyst upp og tveir menn fluttir á slysadeild.

Lögreglumenn komu að bifreið utan vegar við Suðurlandsveg hjá Bæjarhálsi. Hún var talsvert skemmd og afturhjólbarði vindlaus. Maður sem var einn á vettvangi var að bjástra við að setja tjakk undir bifreiðina sýnilega talsvert ölvaður. Hann var færður á lögreglustöð fyrir varðstjóra og í blóðtöku.

Tilkynnt var um innbrot í skóla í Breiðholti. Þar var gluggi spenntur upp og stolið tölvuturni og skjá.

Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um tvo menn að brjótast inn í bíl við Klapparstíg. Mennirnir voru handteknir.

Upp úr hádegi á sunnudag var tilkynnt um innbrot í hús í Vogunum. Þar var gluggi á þvottahúsi í kjallara rifinn upp, farið inn og stolið geislaspilara, DVD myndum myndbandsspólum, leikjatölvu og fartölvu.

Klukkan að ganga ellefu á sunnudagskvöld var tilkynnt um rán í söluturni á Langholtsvegi. Ránsmaður ógnaði afgreiðslumanni og fékk afhenta peninga úr búðarkassa.

Fimm sinnum um helgina fékk lögregla tilkynningar um að kveikt hafi verið í sinu.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli