Frétt

Jóhann Ársælsson | 21.03.2004 | 12:23Er samstarf og samstaða einhvers virði?

Jóhann Ársælsson.
Jóhann Ársælsson.
Mánudaginn 2. mars var haldinn fundur á Ísafirði um atvinnumál, byggðamál, þróunina undanfarið og framtíðarhorfur á svæðinu. Forráðamenn sveitarfélaga boðu til fundarins og þar héldu ræður hver einasti maður sem mættur var. Hver og einn staðfesti það að ástandið væri óviðunandi og horfur afar slæmar. Heimamenn töluðu allir einum rómi. Þeir áfelltust þingmenn og stjórnvöld fyrir að hafa ekki staðið vaktina og lýstu miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Þeir bentu á leiðir og möguleika til úrbóta og spurðu áhugaverðra spurninga m.a. um hvað fælist í því að vera „kjarnasveitarfélag“. Þeir kröfðust tillagna aðgerða af okkur sem mætt voru. Í lok fundarins lýsti 1. þingmaður kjördæmisins því yfir að þingmenn yrðu kallaðir saman á næstu dögum til að fara yfir málið og ræða úrræði og leiðir. Í þessum pisli ætla ég ekki að fjalla um einstök mál eða leiðir til úrbóta heldur málsmeðferðina það sem af er.

Ég fór af þessum fundi með þá tilfinningu að nú myndu þingmenn kjördæmisins ráða ráðum sínum og leggja hugmyndir sínar í sameiginlega málefnalega umræðu. Út úr slíku getur alltaf komið eitthvað gagnlegt. Ég settist því daginn eftir á rökstóla með hinum þingmanni Samfylkingarinnar í kjördæminu, Önnu Kristínu Gunnarsdóttur og þann 3. mars sendum við eftirfarandi bréf til þingmanna Norðvesturkjördæmis.

Ágætu samþingsmenn í Norðvesturkjördæmi.

Eftir fundinn í gær höfum við rætt um málið og leggjum til að:
Haldinn verði strax og tök eru á fundur þingmanna Norðvesturkjördæmis um byggðamál á Vestfjörðum.

Við leggjum til að á fundinum verði fjallað sérstaklega um eftirfarandi atriði:

1. Sett verði sérstök framkvæmdanefnd Byggðaáætlunar á Vestfjörðum.

2. Opinber starfsemi:
Á Vestfjörðum verði e.k. tilraunasveitarfélög.
Ekki verði beðið eftir framgangi mála í sameiningarátaki ríkisstjórnarinnar heldur gert ráð fyrir aðlögun að almennum breytingum síðar ef þarf. Þar verði án tafar skilgreind þjónustusvæði opinberrar þjónustu og öll verkefni sem um hefur verið talað að hugsanlegt væri að flytja frá ríkinu til sveitarfélaga verði falin t.dþ. þrem þjónustusvæðum (helst ættu þau um leið að sameinast í sveitarfélög).

3. Atvinnulíf:
Myndaðar verði deildir atvinnuþróunarsjóða á þjónustusvæðunum. Í þá sjóði renni öll framlög til byggðamála frá hinu opinbera og metinn hlutur Vestfjarða í auðlindagjaldi og leigugjald af veiðirétti sem úthlutað verður af byggða- eða jöfnunarástæðum.

Tillaga okkar að framgangi málsins til að byrja með er að:Þingmenn Norðvesturkjördæmis myndi sjálfir starfshóp ( einn frá hverjum flokki) sem geri tillögur um viðbrögð og verði í bili e.k. tengihópur milli stjórnvalda og heimamanna .
Byggðaáætlun Vestfjarða verði leiðsögubók varðandi áherslur og forgangsröðun ásamt sérstökum tillögum þingmanna.

Með bestu kveðju. Jóhann Ársælsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Sunnudaginn 21. mars þegar þetta er ritað hefur fundurinn sem Sturla boðaði, ekki enn verið haldinn. Hann hefur þó verið boðaður einu sinni. Það var fimmtudaginn 18.mars sl. en þá voru þingmenn boðaðir til fundar með samgöngunefnd Vesturlands og í framhaldi af þeim fundi var samkvæmt tilkynningu gert ráð fyrir að ræða vanda Vestfjarða.

Fundurinn

Ég mætti sæmilega tímanlega á fundinn en þó voru „af hreinni tilviljun“ allir tiltækir þingmenn stjórnarflokkanna mættir á undan mér og höfðu lokað að sér til einhverra fundarhalda.

Fundurinn með samgöngunefnd fór svo fram eins og ráð hafði verið fyrir gert. En að þeim fundi loknum hröðuðu þingmenn stjórnarflokkanna sér á dyr. Ég spurði Sturlu hverju þetta sætti og fékk það svar að þeir væru tímabundnir. Ég spurði þá eftir fyrirhuguðum fundi og fékk það svar að það væri allt í lagi að boða fund ef ég vildi. Ég kvað já við því.

Það fer auðvitað ekki milli mála að þingmenn stjórnarflokkanna kæra sig ekki um afskipti annara þingmanna af þessum málum. Það þykir mér afar miður og hélt satt að segja að þeir væru hærri til hnésins en þessi vinnubrögð sýna.

Ég rita þennan pistil til þess að heimamenn viti á hvaða vegi samvinna þingmanna um „vanda Vestfjarða er.“ Það er mín skoðun að það þurfi pólitíska samstöðu og samstarf allra heimamanna og stjórnmálamanna um aðalbaráttumál Vestfirðinga ef vel á að vera að þeim unnið. Stjórnarþingmenn undir forystu Sturlu Böðvarssonar hafa greinilega aðra skoðun.

Jóhann Ársælsson, 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli