Frétt

| 17.05.2001 | 05:33Frábær eldhúsdagur

„Eldhúsdagsumræðurnar á miðvikudagskvöld voru hátíð varamannanna. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri grænir stilltu ekki upp sínu sterkasta liði heldur gáfu pólitísku örverunum færi á að sýna sig. Og hvílík sýning! Ugglaust var þetta langdregnasti og andlausasti eldhúsdagur í manna minnum. Það hefur áreiðanlega verið ívið meira fjör í jarðarför Stoke sem fram fór á sama tíma.“
Þannig hefst pistill Hrafns Jökulssonar í Pressunni. Hér skulu Alþingi færðar þakkir fyrir eldhúsdagsumræðurnar og Ríkisútvarpinu fyrir að miðla þeim til þjóðarinnar, bæði í sjónvarpi og hljóðvarpi samtímis. Vissulega var þetta ömurlegt sjó. En ömurðin getur orðið svo mikil að hún snýst upp í andhverfu sína. Leiðindin geta orðið svo gríðarleg, klunnaskapurinn getur orðið svo svakalegur, lágkúran svo tignarleg og smekkleysið svo yfirgengilegt að útkoman verður stórskemmtileg. Leyfist kannski að nefna hér í því sambandi kvikmyndagerðarmennina Ed Wood og Hrafn Gunnlaugsson? Eða þá Trabantinn? Íslenskan arkitektúr? Fréttirnar í Sjónvarpinu?

Eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær eigum við pistil Hrafns Jökulssonar að þakka. Þó ekki væri fyrir neitt nema hann, þá væri skaði ef þessar umræður hefðu ekki farið fram. Hér er það bessaleyfi tekið að birta pistil Hrafns til enda. Fyrirsögnin á honum er Spunahljóð tómleikans.


Sjálfstæðisflokkur tefldi fram Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Arnbjörgu Sveinsdóttur frá Austurlandi og Vilhjálmi Egilssyni. Árni var ekki í miklu stuði, það verður að segjast einsog er. Hann las ræðuna sína samviskusamlega og í ræðunni var ekkert, hreint ekki neitt, sem vakti athygli eða kom á óvart. Þarna var biksvarta myndin sem hann þurfti auðvitað að draga upp af afleiðingum sjómannaverkfallsins, svo kom langur og leiðinlegur kafli um hvað ríkisstjórnin væri góð við öryrkja og gamalt fólk og Íslendinga almennt. Árni upplýsti líka að ríkisstjórnin væri að bræða með sér hvort nú væri kannski rétt að lækka skatta á fyrirtæki, og jafnvel einstaklinga líka. Svo kom skyldukaflinn um dýrð stóriðju og ráðherrann lauk sér af með því að staðhæfa (þarna hefði mátt vera blik í augum hans, neisti í röddinni) að Ísland væri land tækifæranna.

Arnbjörg Sveinsdóttir er einn alversti ræðumaður Alþingis, og er þá langt til jafnað. Hún starði einbeitt ofan í ræðuna sína en leit öðruhvoru upp og ranghvolfdi þá í sér augunum, einsog til að gefa til kynna að henni leiddist jafn mikið og okkur. Þegar Arnbjörg loksins hætti og sagði „góðar stundir“ þá tókst henni að láta það hljóma einsog hótun. Vilhjálmur Egilsson gerði heiðarlega tilraun til að svæfa þá sem enn voru vakandi með langloku um efnahagsmál en gerði síðan óvænta árás á stjórnarandstöðuflokkana. Hann fær prik fyrir viðleitni, en um ræðuna í heild er hægt að segja hið sama og um frammistöðu Stoke: Too little, too late.

Samfylkingin kom ekki síður á óvart. Bryndís Hlöðversdóttir var í aðalhlutverkinu og tók sig vel út í eldrauðum byltingarjakka. Hún getur verið röggsöm en að þessu sinni brunaði hún gegnum ræðuna sína, gjörsneydd ástríðu og gerði hvergi tilraunir til að leggja áherslu á mál sitt. Boðskapur hennar um „menntabyltingu“ fór fyrir ofan garð og neðan. Er ekki hægt að byrja menntabyltinguna á því að kenna þingmönnum framsögn?

Rannveig Guðmundsdóttir var einn skásti ræðumaður kvöldsins og hefði einu sinni þótt saga til næsta bæjar. Ræðan hennar var auðvitað stútfull af klisjum („stjórnmál snúast um hugmyndafræði og hana þarf að endurskoða í síbreytilegum heimi“, „Samfylkingin mun bregðast við kalli tímans“) en Rannveig reyndi þó allavega að hljóma einsog hún tryði því sem hún væri að segja, og væri ekki að sjá ræðuna sína í fyrsta skipti.

Já, svo var Gísli S. Einarsson þarna líka í Samfylkingarliðinu. Hann er náttúrlega flottur þegar hann pírir augun og læðir örlitlu glotti út í annað munnvikið. En svo byrjar hann að tala.

Vinstri grænir geymdu sinn foringja á bekknum, einsog Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, og fyrir vikið var Ögmundur fyrirliði ræðuliðsins. Ögmundur getur eiginlega ekki klikkað í ræðustóli, enda er hann löngu búinn að koma sér upp einbeittum stíl heimsendaspámannsins og jafnast næstum á við Svavar Gestsson á góðum degi. Ögmundur sagði ekkert nýtt frekar en venjulega en hann sagði það af sannfæringu.


bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli