Frétt

mbl.is | 21.03.2004 | 10:53Aftur vinnur Schumacher með yfirburðum

Michael Schumacher.
Michael Schumacher.
Öðru sinni á árinu, í öðru móti vertíðarinnar, vann Michael Schumacher yfirburðasigur er hann kom í þessu fyrstur á mark í Malasíukappakstrinum. Annar varð Juan Pablo Montoya hjá Williams og þriðji Jenson Button hjá BAR, en það er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall frá því hann hóf keppni í Formúlu-1 í ársbyrjun 2000.

Hitinn í Sepang, 35°C, varð ekki til þess að halda aftur af Schumacher eins og sérfræðingar töldu. Sigurinn var þó ekki með sömu yfirburðum og í fyrsta móti ársins, í Melbourne fyrir hálfum mánuði. Þakkaði hann dekkjafyrirtækinu Bridgestone sigurinn og sagði dekk þess hafa tekið miklum framförum frá í fyrra og hitteðfyrra er Ferrarifákarnir áttu erfitt uppdráttar í Malasíu.

Langflestir ökuþóranna reyndust hafa lagt upp með sömu keppnisáætlun, tóku keppnina í fjórum lotum; stoppuðu þrisvar til að skipta um dekk og taka bensín. Reyndi Montoya að sækja á Schumacher á fyrstu þremur aksturslotunum en komst aldrei í tæri við hann; minnst munaði 3,5-4,0 sekúndum.

Fyrri helmingur kappakstursins var mjög fjörlegur, mikið um framúrakstur á fyrstu hringjunum og hjálpaði til í þeim efnum að á köflum var brautin hál vegna lítilsháttar úrkomu áður en kappaksturinn hófst auk þess sem dropar féllu við og við.

Button vann sig fram úr Kimi Räikkönen hjá McLaren er hann kom út í brautina úr öðru þjónustustoppi í byrjun 27. hrings og vann sig vel fram úr honum, en Räikkönen varð síðan fyrir því að Mercedesmótorinn gaf sig svo hann féll úr leik á 40. hring.

Þar með hefur Räikkönen ekki komist á mark það sem af er árinu. Skaut hann liði sínu skelk í bringu á upphitunarhring kappakstursins er hann sneri bílnum á brautinni. Hélst hann þó á brautinni og í gangi svo hann gat haldið áfram og tekið sína réttu stöðu á rásmarki, eða fimmta sæti.

Schumacher ók eins og sannur meistari og gaf Montoya aldrei tækifæri á að komast í tæri við sig þótt hann rendi mjög. Montoya sagði það hafa verið óheppni að koma út úr síðasta stoppinu fyrir aftan Rubens Barrichello. Sá hefði af ásettu ráðið haldið aftur af sér.

„Með það í huga að það var Ferrari sem var á undan ákvað ég að hægja ferðina því betra væri að fá 8 stig úr mótinu en engin,“ sagði Montoya um þá ákvörðun að reyna ekki akstur fram úr Barrichello.

Sigur Schumachers er sá 72. á ferlinum og hefur hann nú 20 stig eða fullt hús í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Hefur 7 stiga forystu á Ferrarifélaga sinn Rubens Barrichello sem er í öðru sæti með 13 stig. Montoya er þriðji með 12 stig og Button fjórði með 9.

Þá er Fernando Alonso með 8 stig en honum tókst að vinna sig upp úr 19 sæti í það sjöunda, færðist aftast vegna misheppnaðrar tímatöku í gær og mótorskipta að henni lokinni. Félagi hans Jarno Trulli er 6 stig, Ralf Schumacher - sem fyrstur ökuþóra féll úr leik í dag vegna vélarbilunar - er sjöundi með 5 stig og áttundi er David Coulthard hjá McLaren með 4 stig, en hann bætti sig frá síðasta móti og varð sjötti á mark í dag.

Ferrari er þegar með góða forystu í keppninni um heimsmeistaratitil bílsmiða, með 33 stig gegn 17 stigum William sem er í öðru sæti og í þriðja sæti er Renault með 14 stig.

Með góðri frammistöðu Buttons í upphafi vertíðarinnar er BAR komið í fjórða sætið með 9 stig. allt þar til fjórir hringir voru eftir af 56 leit út fyrir að félagi hans Takuma Sato myndi hreppa áttunda sætið og lokastigið en mótorinn gaf sig þá hjá honum. Minnstu munaði að Sato félli úr leik á sjötta hring er hann snarsneri bílnum og flaug út í malargryfju. Tókst þó að halda ferðinni og komast aftur inn á malbikið.

McLaren er í fimmta sæti með 4 stig og Sauber í sjötta sæti með 1 stig sem Felipe Massa vann í dag. Önnur lið - Toyota, Jagúar, Jordan og Minardi - hafa ekki hlotið stig.

Ástralinn Mark Webber hjá Jagúar hóf keppni af fremstu rásröð í fyrsta sinn á ferlinum en ræsingin misheppnaðist algjörlega svo hann féll niður í 9 sæti.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli