Frétt

| 16.05.2001 | 13:42Afþreying, menning og ferðaþjónusta

Lokahelgina í apríl var aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hólmavík. Ræða bæjarstjórans á Ísafirði vakti nokkra athygli. Niðurstaða Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra var í stuttu máli sú, að án þess að búa sig undir að taka við ferðamönnum, með viðeigandi aðstöðu og viðfangsefnum, myndu Vestfirðingar missa af lestinni í þessari stöðugt vaxandi atvinnugrein.

Öllum skynugum Íslendingum má ljóst vera að helsta útrás landans liggur í því að taka þátt í ferðaþjónustunni. Aukin fjárráð fólks í heiminum, aukinn frítími og nýjungagirni leiða til þess að ferðalög verða sífellt vinsælli kostur sem tómstundaiðkun. Um leið verður ferðþjónustan arðbærari. En ekkert er sem sýnist. Ferðamenn láta venjulega ekki plata sig nema einu sinni, að minnsta kosti ekki á sama staðnum. Til þess að njóta ávaxtanna verður að undirbúa jarðveginn vel og sá til réttu uppskerunnar. Öll loforð verða að standa, en það þýðir að gylliboð og oflof koma í bakið á þeim sem þau viðhafa. Til þess að ná árangri þarf því að kanna jarðveginn vel. Það hefur verið gert og kannanir sýna að áhugi erlendra ferðamanna á Vestfjörðum virðist meiri en áður var talið.

Athyglisverðust er þó niðurstaða Jóns Sigurpálssonar, safnavarðar og listamanns á Ísafirði. Hún er einfaldlega sú, að sú skinhelgi sem stundum hefur hvílt á hugtakinu menningu eigi sér engan rétt. Jafnframt telur hann að ferðamaðurinn hafi mikinn áhuga á menningu þess lands eða landshluta sem hann sækir heim hverju sinni. Þar með sé að vísu ekki átt við „hámenninguna“ eina heldur öll viðfangsefni íbúanna, sem að sjálfsögðu tilheyra menningunni óháð gildismati þeirra sjálfskipuðu menningarvita, sem Íslendingar eiga of marga. Þessi síðasta fullyrðing er ekki eins og Jón setti hana fram, en skilningurinn af lestri fyrirlesturs hans er nú þessi. Allt sem fylgir manninum er menning, en það er svo mat hvers og eins hvað honum finnst um, hvort gott sé eða vont.

Menningin er svo nátengd viðfangsefnum mannsins, starfi og ekki síður afþreyingu. Hvað gera menn sér til dundurs í tómstundum? Þannig er sú innflutta „menning“, að ungar stúlkur nuddi sér utan í stálsúlur og hátti sig um leið, orðin hluti íslenskrar menningar. Hver og einn getur svo haft sína skoðun á gagnseminni eða því hvort þessi þáttur auki velferð og ánægju. Það er hins vegar allt önnur saga. Jón leggur á hinn bóginn mjög upp úr því að Íslendingar og Vestfirðingar flokki ekki sína menningu, en til Vestfjarða hafa berar súlustúlkur ekki náð enn, heldur leyfi henni að njóta sín. Í þeim efnum hefur hann náð góðum árangri á Byggðasafni Vestfjarða, svo eftir er tekið. Ísafjörður hefur af mörgu að státa, en það, þótt allt sé gott, dugar ekki. Mikið átak þarf til að ná hingað drýgri skerf ferðaþjónustunnar. Það kostar fé og fyrirhöfn, en menningu skortir ekki, heldur tengingu hennar við afþreyingu.


bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli