Frétt

Leiðari 20. tbl. 2001 | 16.05.2001 | 13:41Örlaganætur á Alþingi

Á Alþingi róa menn nú lífróður. Tíminn í lendingu á vorþingi styttist með degi hverjum. Hart er tekist á um kvótasetningu smábáta og lagasetningu til að ljúka deilum sjómanna og útvegsmanna.

Líkur benda til að innan allra flokka megi finna þingmenn reiðubúna til að láta höggið ríða á óvinum stórútgerðarinnar númer eitt, trillukörlum, með gildistöku kvótalaga á smábáta og rústa þar með þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á ný í ýmsum sjávarplássum eftir langvinna baráttu.

Þingmennirnir Guðjón Arnar Kristjánsson og Karl V. Matthíasson hafa lagt til að gildistöku laga um kvótasetningu smábáta verði frestað um eitt ár. Þessi frestun er svo sjálfsagður hlutur sem mest má verða þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu, að tillögur nefndar um endurskoðun fiskveiðistjórnunar hljóta að þurfa að liggja fyrir áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin.

Sjávarútvegsráðherra Íslands, sem lýst hefur því yfir að fólksfækkun á landsbyggðinni verði með engu móti rakin til kvótakerfisins, lætur þessa röksemdafærslu sem vind um eyrun þjóta, því miður. „Það mun ekki takast að mynda meirihluta um að fresta því að lögin nái fram að ganga“, er haft eftir ráðherranum í DV og hann trúir því ekki með nokkru móti að þingmenn stjórnarflokkanna fylgi sannfæringu sinni, og snúist þar með gegn vilja hans, þótt þeir séu andvígir lögum um kvóta setningu smábáta.

„Það er mikill stuðningur við smábátana, bæði meðal stjórnarþingmanna og þingmanna stjórnarandstöðunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefnar Alþingis. Málið er mjög heitt, segir Einar Kristinn og „það hreinlega verður að nást samkomulag í málinu.“

Félagi Einars Kristins í stjórnarliðinu, Kristinn H. Gunnarsson, segir hins vegar að „ef ekki næst niðurstaða sem er ásættanleg“ geti hann hugsað sér að standa að meirihluta með stjórnarandstöðunni í málinu, ef í harðbakkann slær, að því er DV hefur eftir honum.

Margar og sumar svartar eru örlaganæturnar á Alþingi í sögu fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Enn ein er nú fram undan. Þar verður hart tekist á um frumburðarrétt íbúa sjávarplássa um land allt. Vonandi fær sú örlaganótt sem senn gengur yfir ekki jafn döpurleg eftirmæli og ein hinna fyrri svörtu nátta, að á þeirri nóttu hafi ekki allir þingmenn vitað hvað þeir voru að samþykkja.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli