Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 17.03.2004 | 15:23EES samningurinn gekk undir próf – og stóðst það

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Því er oft haldið fram að EES sé komið að fótum fram. En er það svo? Eru stoðir hans að verða feysknar? Þegar við skoðum það mál er í raun mjög fátt sem bendir til þess. Menn vitna að vísu til einhverra óljósra orða einstakra pótintáta innan Evrópusambandsins. En hvers virði eru þau? Við skulum aðeins velta öðru fyrir okkur. Hvað reynir mest á samninga af þessu tagi? Það er auðvitað þegar við förum með þá inn í umbreytingaferli af einhverju tagi. Gleggsta dæmið um það var vitaskuld þegar við tókum til við að stækka hið Evrópska efnahagssvæði. Þá reyndi í grundvallaratriðum á hvort EES -samningurinn væri einhvers virði.

Það sem kom þá á daginn var að stækkunarferli Evrópusambandsins og aðild EES -ríkjanna tókst bara alveg prýðilega hvað varðaði samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði. Þar reyndi auðvitað í grundvallaratriðum á hvort EES -samningurinn stæðist. Einhver óljós skilaboð frá einstökum mönnum um að EES sé eitthvað sem Evrópusambandið vilji ekkert hafa með að gera eru lítils virði í samanburði við það mikla próf sem samningurinn gekkst undir. Hið samræmda próf sem samningurinn tók. Við höfum í raun og veru fengið staðfestingu á því að EES lifir ágætu lífi. Þess vegna stenst ekki talið um að við séum í stórhættu að einangrast í þeirri stöðu sem við erum núna í. EES -samningurinn er að sýna og sanna stöðu sína.

Í raun og veru er hægt að fullyrða með rökum að í rauninni sé staða EES samningsins sterkari en áður. Nú nær samningurinn til enn fleiri þjóða en áður. Markaðssvæðið sem íslensk fyrirtæki eiga nú aðgang að verður stærra.. Frjáls og hindrunarlaus viðskipti eiga sér nú stað á miklu stærra svæði og eru því lykill að nýjum tækifærum fyrir okkur til þess að vinna úr.

Stundum hefur verið kvartað undan því að Evrópumálin séu ekki nægilega mikið á dagskrá. Hvernig sem því viðvíkur þá er það að minnsta kosti ljóst að þau mál eru á dagskrá núna. Við erum að taka ákvörðun um stækkun sjálfs EES. Sú ákvörðun er mjög stefnumótandi fyrir okkur og snertir sjálfan kjarna umræðunnar um stöðu okkar innan Evrópu. Það var þess vegna eftirtektarvert að um þessi mál myndaðist sátt á Alþingi. Allir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti í utanríkisnefnd þingsins rituðu undir sameiginlegt jákvætt nefndarálit. Það er ólíkt því þegar EES samningurinn var til umfjöllunar á Alþingi fyrir um áratug. Þá treysti sér enginn þingmaður úr Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi né Kvennalista – fyrirrennara Samfylkingar og Vinstri Grænna – til að styðja samninginn. Nú má því kannski segja; öðruvísi mér áður brá. Athyglisvert er það einnig að slíkt þótti ekki sæta tíðindum í fjölmiðlunum. Má þá væntanlega álykta að hið pólitíska dagskrárefni, Evrópuumræða, teljist ekki ýkja fréttnæmt.

Sátt um EES samninginn

Umræðurnar á Alþingi nú voru efnislegar og víðsfjarri þeim heitingum og ofsa sem á margan hátt einkenndu umræðurnar fyrir rífum áratug í aðdraganda aðildar okkar að EES. Það er líka eftirtektarverð tilviljun að nú eru slétt tíu ár frá því að EES samningurinn gekk í gildi, þó að samkomulagið sjálft hafi verið undirritað fyrir tólf árum. Af þeirri umræðu sem hefur staðið tvo dagparta á Alþingi, má ráða að í raun hafi orðið ótrúleg sátt um þennan umdeilda samning. Hann er í rauninni prýðileg niðurstaða í deilum um stöðu Íslands innan Evrópu. Vitna má í þessu sambandi til yfirlýsingar ASÍ sem segir að óumdeilanlega hafi samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði þjónað hagsmunum Íslands vel. Skýrar getur það ekki verið. Þetta er því sú staða sem við eigum að varðveita; þessa stoð í íslenskri utanríkispólitík.

ESB í mótsögn við sjálft sig

Helst áhyggjuefnið er hins vegar það að ESB er að þróast með sérkennilegum og mótsagnakenndum hætti. Svo virðist sem vaxandi tilhneigingar gæti í átt til aukinnar einangrunarhyggju. Við sjáum það til dæmis í þessu stækkunarferli þegar ESB reyndi að koma í veg fyrir markaðsaðgang okkar með síldarafurðir. Þar voru í húfi hagsmunir okkar, en þó enn frekar Pólverja, sárfátækrar nýrrar aðildarþjóðar, sem ESB var sýnilega tilbúið að fótumtroða að þessu leyti. Nýlegar tilraunir Evrópusambandsins til þess að koma í veg fyrir samkeppni með laxaafurðir og utanríkisráðherra vék að í ræðu sinni á Alþingi sl. þriðjudag eru líka dæmi um hið sama. Eitt grundvallaratriða í löggjöf Evrópusambandið er ákvæðið um hina frjálsu för launafólks. Á þessu byggir Evrópusambandið; þetta er Evrópusambandið í hnotskurn. Sú hugsun að atvinnusvæðið sé eitt. Þannig að fólk, - hvort sem það býr í Portúgal, á Íslandi, í Póllandi eða Þýskalandi,- geti valið sér vinnustað á grundvelli tiltekinna reglna og farið til vinnu þar sem því hentar á þessu svæði. Þegar til stykkisins kemur er athyglisvert að allar þjóðir hins "gamla" Evrópska efnahagssvæðis, eru í óðaönn að reyna að koma í veg fyrir að þessi þáttur taki gildi. Þetta er skiljanlegt. Við vitum að á svæðinu eru mjög ólíkar þjóðir sem safnast saman inn á sama markaðinn. Annars vegar hinar forríku þjóðir Vestur - Evrópu og hins vegar miklu fátækari þjóðir. Auðvitað er það mikið aðdráttarafl fyrir þessar þjóðir að eiga þess kost að komast inn í ríkara samfélag og njóta kosta þess, m.a. velferðarkerfisins og annars slíks.
Þannig er ESB í stöðugri mótsögn við sjálft sig. Við þær aðstæður er augljós kostur að standa utan þess en njóta kostanna með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði.

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og situr í utanríkismálanefnd Alþingis.

Vefsíða Einars K. Guðfinnssonar

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli