Frétt

mbl.is | 17.03.2004 | 15:10Kostnaður við bók um forsætisráðherra um 8 milljónir

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.
Bók um þá menn, sem gegnt hafa embætti ráðherra Íslands og síðar forsætisráðherra, og á að koma út 15. september í haust, er talin munu kosta 8 milljónir króna og er þá ekki gert ráð fyrir tekjum á móti. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Skrifaðir verða stuttir þættir um þá 24 menn sem gegnt hafa embættinu frá því Ísland fékk heimastjórn fyrir 100 árum og hefur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, verið beðinn um að skrifa einn þáttinn. Þá kemur þriðja bindi Sögu stjórnarráðs Íslands 1964-2004 út 17. júní í ár.
Þetta kom fram á Alþingi í dag, þegar Davíð Oddsson svaraði fyrirspurn frá Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, um bókina.

Fram kom hjá Davíð, að starfshópur, sem falið var að undirbúa heimastjórnarafmælið, hefði lagt til að gefin yrði út bók sem hefði að geyma stuttar frásagnir af af öllum þeim sem gegnt hafa störfum ráðherra Íslands og síðar forsætisráðherra. Um væri að ræða bók sem yrði 350-400 síður með um 100 svarthvítum myndum. Óskað var eftir framlagi á fjárlögum vegna verksins.

Mörður spurði m.a. hvort verkið hefði verið boðið út en Davíð sagði, að verkið væri ekki komið það langt á veg, að hugað hafi verið að prentun og útgáfu. Þegar að því kæmi verði hagkvæmar leiðir skoðaðar.

Þá spurði Mörður um kostnað, og sagði Davíð, að heildarkostnaður væri áætlaður um 8 milljónir króna, þar af séu laun ritstjóra 1,6 milljónir króna miðað við starf í 8 mánuði og höfundarlaun væru áætluð 2,2 milljónir. Þóknunarnefnd muni áætla laun ritnefndar en ætla mætti að heildarþóknun verði um 300 þúsund krónur. Kostnaður vegna mynda væri áætlaður 400 þúsund krónur og kostnaður vegna umbrots, prentunar o.fl. væri áætlaður um 3 milljónir króna. Prenta á bókina í um 2000 eintökum. Sagði Davíð, að endanlegur fjöldi höfunda bókarinnar væri ekki ákveðinn en þeir gætu orðið allt að 24. Þá sagði Davíð að formlegur útgefandi væri ekki ákveðinn.

Í ritnefnd bókarinnar eru Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna, Sigurður Líndal, fyrrum prófessor, Haraldur Ólafsson, fyrrum prófessor og alþingismaður, Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og blaðamaður og Jakob R. Ásgeirsson, rithöfundur og blaðamaður.

Fram kom hjá Davíð að 3. bindi Sögu stjórnarráðs Íslands 1964-2004 kemur út 17. júní og jafnframt er stefnt að því að endurútgefa rit Agnars Klemensar Jónssonar um stjórnarráð Íslands á árunum 1904-1964.

Mörður sagðist ekki ætla að fara frekari orðum um þessa bók eða aðrar þær sem „bókaútgáfa ríkisins", eins og hann orðaði það, hygðist gefa út á þessu ári. „Nema að segja forsætisráðherra það, að eins og aðrir landsmenn hlökkum við ákaflega til hins 15. september," sagði hann.

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að þegar ríkið stæði í jafn umfangsmikilli bókaútgáfu og raun bæri vitni ætti ríkið einnig að fara nýjar leiðir til að koma efninu til þeirra sem borguðu brúsann, fólksins í landinu, og gera efnið t.d. aðgengilegt á Netinu. Vísaði hann til þess að saga stjórnarráðsins hefði kostað um 55 milljónir króna.

Davíð sagði að það kæmi iðulega fyrir, að þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem síðan hefðu svo miklar áhyggjur af bókaútgáfu, skelltu fram beiðni um skýrslur, sem síðan kæmu út í 100-200 eintökum sem hefðu kostað milli 5-10 milljónir að vinna.

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort það væri rétt að Davíð ætlaði sjálfur að skrifa um einn af fyrirrennurum sínum. Sagði Davíð að ritnefndin hefði skrifað sér bréf um það hvort hann vildi taka að sér að skrifa einn kaflann. „Ég myndi gera það með mikilli ánægju og tel það áhugavert fyrir mig. Í þessu felast engar nútímalegar rannsóknir; bókin er ekki af því tagi. Ég las mér til ánægju í eina tíð mjög skemmtilega bók um forsætisráðherra Bretlands eftir Harold Wilson, sem skrifaði um alla sína kollega, stutta kafla, 10-12, og bókin var afar áhugaverð. Og það var enginn maður í Bretlandi, svo lítill, eins og litlu kallarnir hér, að hafa áhyggjur af því," sagði Davíð.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli