Frétt

Stakkur 11. tbl. 2004 | 17.03.2004 | 13:27Margir kallaðir en fáir útvaldir

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð er á förum og sveitastjórinn á Tálknafirði einnig. Margir sækja um stöðurnar þeirra. Það er góðs viti að svo margir vilji koma til okkar. Meðal þeirra 13 sem vilja á Tálknafjörð er fyrrverandi gjaldkeri Ísafjarðarbæjar, sem reyndar dró umsókn sína til baka áður en til þess kom að hann tæki við starfi sínu sem gjaldkeri. Ef til vil taka menn honum betur á Tálknafirði.

Í hópi þeirra sem sækja um á báðum stöðum eru sveitarstjórar, sem annað hvort hafa þegar látið af störfum eða sjá fram starfslok vegna væntanlegrar sameiningar við stærri sveitarfélög, svo sem gildir um Hrísey er óskað hefur sameiningar við Akureyri. Það er einkar eftirtektarvert að sveitarfélögin á Íslandi vilja taka til sín aukin verkefni, en tregðast samt við að vinna heimavinnuna og sameina mörg lítil sveitarfélög og búa þannig til sveitarfélög af þeirri stærð og gerð sem hafa burði til að takast á við hin auknu verkefni sem talsmenn þeirra ætla þeim.

Með aukinni tilhneigingu lítilla sveitarfélaga til að ráða til sín sveitarstjóra hefur því fólki fjölgað sem telst til stéttar sveitarstjóra og leitar eftir því að nýta reynslu sína og menntun innan þess geira. Ljóst má vera að gangi eftir sú sameining, sem forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa boðað, verða margir fyrrverandi sveitarstjórar á lausu. Til þess þarf að líta, að nýta reynslu þeirra og menntun á sviði sveitarstjórnarmála, en þeir geta að sjálfsögðu ekki allir orðið sveitar- og bæjarstjórar.

Þessi umræða leiðir hugann að stöðu mála á Vestfjörðum og að sjálfsögðu vaknar sú spurning hvort ekki sé kominn tími á sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og þar með tækifæri til að nýta það fé sem fer til stjórnunar betur og ná fram hagræðingu. En sennilega er það jafn tilgangslaust að ræða þennan kost og sameiningu sveitarfélaganna þriggja í Ísafjarðarsýslum, Súðarvíkurhrepps, Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar. Enginn vill láta af sínu og á meðan fjarar enn undan byggðunum, og byggð á Vestfjörðum. Það er einfaldlega eins og við áttum okkur ekki á því að háð er varnarbarátta fyrir áframhaldandi byggð á Vestfjörðum. Meðan sú staðreynd nýtur ekki skilnings munu lítils megnug sveitarfélög halda áfram að auglýsa eftir sveitarstjórum og þeir endast æ skemur eins og kemur í ljós í Vesturbyggð og á Tálknafirði.

Það vekur einnig athygli að margt vel menntað og reynt fólk sækir um stöðurnar. Það segir okkur að tækifærum vel menntaðs fólks á Íslandi er ákveðinn stakkur skorinn, en leiðir um leið hugann að því að tækifæri til þess að komast í stjórnunarstöður liggja mun frekar í störfum millistjórnenda en æðstu stjórnenda. Hverju sem fram vindur má ljóst vera að sveitarstjórnunum er nokkur vandi á höndum, að velja úr þessum stóra hópi umsækjenda og tekst þeim vonandi vel til. En hinu má ekki gleyma, sem gerist reyndar alltof oft, að það eru ekki ráðnir sveitarstjórar sem leiða sveitarfélögin. Það eru kjörnir sveitarstjórnarmenn. Þeir gáfu kost á sér, hlutu traust kjósenda og bera alla ábyrgðina. Sveitar- og bæjarstjórar eru einfaldlega tæki þeirra til að koma verkum í framkvæmd.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli