Frétt

bb.is | 17.03.2004 | 11:59Rokkhátíð þar sem alþýðan er í forgrunni og poppararnir í aukahlutverki

Mugison svarar spurningum Stöðvar 2 í hráu verksmiðjuhúsinu við Sundahöfn.
Mugison svarar spurningum Stöðvar 2 í hráu verksmiðjuhúsinu við Sundahöfn.
Mugison leikur á gítar og Sævar Gestsson beitir af kappi.
Mugison leikur á gítar og Sævar Gestsson beitir af kappi.
Mugison leikur á gítar og Sævar Gestsson beitir af kappi.
Mugison leikur á gítar og Sævar Gestsson beitir af kappi.

Mikill fjöldi listamanna bæði aðkominna og heimamanna munu koma fram á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði laugardaginn fyrir páskadag. Í þeim hópi eru margir af framsæknustu tónlistarmönnum landsins og leggja þeir fram vinnu sína án annars endurgjalds en páskadvalar á Ísafirði. Dagskrá hátíðarinnar var kynnt fyrir blaðamönnum í beitningarskúrunum í Sundatanga á Ísafirði nú í morgun. Tilurð hátíðarinnar má rekja til hugmyndar sem spratt upp hjá feðgunum Mugison og Papamug, þ.e. Arnar Elíasar Guðmundssonar tónlistarmanns og Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, um að setja á stofn tónlistarhátíð á Ísafirði þar sem alþýða manna yrði í hlutverki stjarnanna.

„Við feðgar vorum að drekka bjór í útlöndum síðastliðið sumar og fórum þá að ímynda okkur stórhátíð á Ísafirði þar sem venjulegt fólk væri stjörnurnar og pop-stjörnurnar yrðu í algeru aukasæti. Okkur fannst svo frábært að sjá fyrir okkur plaggat þar sem stærstu stafirnir væru „Dóri Hermanns [Halldór Hermannsson, fyrrum hafnarvörður á Ísafirði] syngur Swinging the blues away“ og svo væru helstu meik-stjörnur landsins í pínkulitlu letri. Við sátum þarna í nokkra klukkutíma og vitir menn við vorum búnir að hanna stærsta og flottasta festival í heimi“, segir Mugison.

Feðgarnir héldu áfram að ræða hugmyndina og undanfarið hafa ýmsir áhugamenn unnið að framgangi hennar m.a. í samvinnu við Skíðavikuna.

„Okkur langaði að bjóða nokkrum vinum úr bransanum vestur og jafnframt langaði okkur að sýna þeim af hverju við feðgar búum á mörkum hins byggilega heims, ástæðan er náttúrlega augljós, fólkið hérna fyrir vestan. Án þess að detta í einhvern nasisma þá finnst okkur fólkið hérna með eindæmum skemmtilegt og opið, hér eru allir sérvitringar, allir hafa skoðanir á öllu og okkur fannst hreinlega kominn tími til að minna fólkið sjálft á þessa staðreynd um leið og við sýnum vinum og kunningjum hversu skemmtilegt það getur verið hérna fyrir vestan“, segir Mugison.

Orðrómur hefur verið á kreiki um hvaða tónlistarmenn verði á hátíðinni og voru nöfn þeirra birt á blaðamannafundinum í morgun:

BMX
Dr. Gunni og hljómsveit
Funerals
Gjörningaklúbburinn
Gus Gus DJs
Haddi Bæjó
Haudson Wayne
Jóhann Jóhannsson
Jói 701
Kippi Kanínus
Muggi
Mugison
Siggi Björns BigBand
Singapore Sling
Skúli Þórðar
Steindór Anderssen
The 9/11s
The Lonesome Traveller
Trabant
Tristian

Blaðamennirnir voru sóttir með viðhöfn á Ísafjarðarflugvöll í morgun og farið með þá rakleitt í beitningaskúranna í Sundatanga þar sem Mugison lék fyrir viðstadda. Að því loknu var boðið upp á Ísfirskt sushi í Sindragötu 7 við Sundahöfn þar sem tónleikarnir verða haldnir.

kristinn@bb.is

Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnarbb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli