Frétt

bb | 10.04.2004 | 11:00Skíðavikan 2004: Líf og fjör á laugardegi


Kl. 11:00-17:00 Flóamarkaður JC Vestfjarða.

Haldinn í Ljóninu við hliðina á Húsgagnaloftinu.

Kl. 13:30 Páskaeggjamót Samskipa.
Keppt verður í göngu á Seljalandsdal og samhliðasvigi í Tungudal. Hápunktur Skíðavikunnar hjá yngstu kynslóðinni. Allir krakkar fæddir 1991 og yngri velkomnir til þátttöku. Foreldrar mega renna sér með þeim yngstu.

Kl. 12:30 - 13:30 Skíðagöngukennsla á Seljalandsdal.
Göngunefnd Skíðafélagsins býður upp á skíðakennslu fyrir almenning á Seljalandsdal. Upplagt fyir þá sem vilja bæta tæknina fyrir Garpamótið. Allir velkomnir.

Kl. 14:00-16:00 Slöngurall
Björgunarfélagið sér um slöngurall í Tungudal.

Kl. 15:00 Skíðaævintýri í Önundarfirði.
Björgunarsveitarmenn sjá um að draga skíðamenn frá Seljalandsdal yfir Vestfjarðahásléttuna. Skíðað niður í Önundarfjörðinn í brekkum við allra hæfi. Endað í sundi og sauna á Flateyri. Ferð sem hefur heppnast mjög vel. Mæting við topp Miðfellslyftunnar. Verð kr. 1.000.- Umsjón: Rúnar Óli Karlsson. Nánari upplýsingar í síma: 869-7557

Kl. 15:00-17:00 - Íþróttadagur í íþróttahúsinu Torfnesi.
Árni Heiðar Ívarsson íþróttakennari verður með íþróttadag fyrir krakka á öllum aldri. Farið verður í fótbolta, ýmiskonar leiki. Auk þess verður trampolín og fleira fyrir krakkana til að spreyta sig á. Húsið opið til kl. 18:00. Aðgangseyrir kr. 400. Nánari upplýsingar í síma 895 9241.

Kl. 18:00-00:00 - Djammsession á Hótel Ísafirði.
Djammsession tónleikar SKG veitinga og KFÍ með Birni Thoroddsen og félögum. Boðið verður upp á glæsilegt ostahlaðborð ásamt léttum matseðli

Kl. 18:00-00:00 - Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar.
Efnt verður til mikillar tónlistarveislu í húsnæði Sindrabergs (neðri hæð) sem er við smábátabryggjuna á austanverðri eyrinni. Fjölmargir listamenn sem getið hafa sér gott orð á erlendri grund ásamt heimamönnum, halda upp miklu fjöri á sex tíma tónleikum. Allir velkomnir og frítt inn.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli