Frétt

| 16.05.2001 | 09:46Kærir sýslumann

Húsnefnd Félagsheimilisins Miðgarðs í Skagafirði ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að kæra þá ákvörðun sýslumannsins á Sauðárkróki til dómsmálaráðuneytisins að hækka aldurstakmörk á dansleiki í Skagafirði úr 16 í 18 ár. Mbl.is greindi frá.
Ákvörðun sýslumanns átti að taka gildi í gær, 15. maí. Hún hefur mætt mikilli andstöðu í Skagafirði en nýlega voru sýslumanni afhent mótmæli með undirskriftum ríflega þúsund einstaklinga. Almenna reglan í landinu er sú að aldurstakmörk á dansleiki í félagsheimilum er 16 ár.

Ríkarður Másson sýslumaður sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna kærunni, enda hefði hann bent félagsheimilunum á þá leið þegar ákvörðunin var boðuð á sínum tíma. Best væri fyrir alla aðila að fá úrskurð ráðuneytisins þannig að þeir vissu hvar þeir stæðu.

Kolbeinn Konráðsson, húsvörður í Miðgarði, sagði við Morgunblaðið að kæran væri lögð fram á þeim forsendum að rök sýslumanns fyrir ákvörðuninni standist ekki. Sýslumaður hefði auk þess kallað eftir kæru þar sem hann hefði vitað að um hæpna ákvörðun væri að ræða, lagalega séð.

,,Sýslumaður er ekki að fara að gildandi lögum. Rök hans eru þau að meðferð og neysla áfengis sé meiri og verri á þessum dansleikjum heldur en á vínveitingastöðum. Þetta eru að okkar mati ekki haldbær rök. Á vínveitingahúsi er hægt að komast yfir jafn mikið magn af áfengi og viðkomandi vill," sagði Kolbeinn.

Hann vonaðist til að kæran fengi flýtimeðferð í dómsmálaráðuneytinu, enda um stjórnsýslukæru að ræða. Kolbeinn átti von á að niðurstaða ráðuneytisins yrði sú að hækka aldurstakmörkin alls staðar á landinu en þá gætu Miðgarðsmenn unað við það að öll félagsheimili sætu við sama borð í þeim efnum. Fyrsti dansleikur sumarsins í Miðgarði er bókaður 25. maí næstkomandi.

,,Við hefðum viljað fara aðrar leiðir en að hækka aldurstakmarkið, til dæmis að herða eftirlitið sem fyrir er á dansleikjunum. En sýslumaður hefur ekki verið til viðræðu um aðrar leiðir. Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þessarar ákvörðunar. Þetta eru harðar aðgerðir, ekki síst í ljósi þess að krakkarnir hafa ekki í nein önnur hús að venda hérna í Skagafirði til að skemmta sér," sagði Kolbeinn.

Ríkarður sagði að ákvörðun sín stæði óhögguð þrátt fyrir mótmælin. Hið eina sem myndi breyta henni væri að dómsmálaráðuneytið úrskurðaði hana ólögmæta.

,,Helstu rök mín fyrir ákvörðuninni eru þau að meðferð áfengis á þessum dansleikjum er bæði mikil og slæm. Ég tel börn undir 18 ára aldri ekkert hafa þarna inn að gera. Nú hefur sjálfræðisaldurinn verið hækkaður í 18 ár og ég tel að þetta hafi einfaldlega gleymst við þá lagabreytingu," sagði Ríkarður.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli