Frétt

Stakkur 2. tbl. 2000 | 12.01.2000 | 13:46Stefnumótun!

Í síðustu viku var kynnt stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 1999 – 2003. Hugsað er til næstu aldar. Verkefnið unnu Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf., sem ekki hefur þótt brúklegt til að sinna atvinnumálum bæjarins, einkum á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, og Iðntæknistofnun. Gefinn var út fallegur bæklingur með myndum á forsíðu. Margt er gott í ritinu enda komu að því 75 menn eða ,,einstaklingar? eins og bæjarstjóri segir í ávarpi sínu. Hann ræðir styrkleikana og veikleikana í samfélaginu. Hinir fyrrnefndu munu ekki vera auðsæir ef rétt er skilið.

Ljóst er af ritinu að einhver, sem hefur gott vald á íslensku máli, hefði átt að lesa efni ritsins yfir fyrir útgáfu. Er svo komið að gott íslenskt ritmál sé á undanhaldi? Hvert sem svarið reynist er framtakið virðingarvert, þótt sumt stingi í augu. Verkið sýnist unnið í samræmi við tískuna á þessum vettvangi. En öllu má gagn gera. Á blaðsíðu 11 er fjallað um ,,ógnanir? og er ein þeirra: ,,Röng ímynd landsmanna af svæðinu?. Nú á tímum lætur fólks sér annt um ímynd sína og alls umhverfis það. Til einföldunar mætti halda því fram að ímynd sé það yfirbragð sem fólk sýnir öðrum með framkomu sinni og verkum. Því má deila um hvort ímynd geti mögulega verið röng eða rétt eftir atvikum. Hver skynjar umhverfi sitt með sínum hætti og reyndar allt sem ber fyrir augu hans. Ímynd Vestfirðinga er því staðreynd. Finnist Vestfirðingum sú ímynd, sem skín af þeim í augu annarra, vond geta þeir einir breytt því með framkomu sinni og gerðum.

,,Hulduherinn“?

Snemma á síðasta ári ræddu bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga fjálglega um stofnun ,,Hulduhers“ til að bæta hina margfrægu ímynd. ,,Hulduherinn“ átti að breyta ímynd Vestfjarða. Hún hefur breyst, en ekki fyrir tilstilli Hulduhersins. Fólk hefur flutt í burtu, kvóti verið seldur, atvinnuleysi er staðreynd eins og sú að ,,Hulduherinn“ ber nafn með rentu. Til hans hefur hvorki sést né heyrst. Ímynd þjóðarinar af Vestfjörðum er af byggð á fallanda fæti. Hið góða, sem hér gerist, fer sjaldan hátt vegna þess plagsiðar Vestfirðinga, að sjá frekar sjálfir það sem miður fer, tala frekar um það, draga fram hið neikvæða, og gera því hvorutveggja hærra undir höfði en hinu, sem betur gengur.

,,Hulduherinn“, sem til var stofnað af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og Fjórðungssambandinu hefur fylgt þeirri slæmu þróun, sem vikið var að hér að framan. Hann er atvinnulaus. Betra væri að engum hefði dottið þessi vitleysa í hug. Vilji sveitarstjórnir koma á framfæri því, sem vel gengur, má benda á þá einföldu staðreynd, að bæjarfulltrúar eru níu. Ein vel skrifuð og ígrunduð grein frá hverjum þeirra á ári dygði til að birta níu slíkar í Morgunblaðinu á árinu. Feti nú fimm stjórnarmenn Fjórðungssambandsins í fótspor hinna dygðu greinarnar til næstu aldar, fram í febrúar 2001, Einfaldara er vart hægt að hugsa sér það. Þeir sem er fullir vilja til að ,,bæta ímyndina“, þurfa ekki að skrifa einu sinni á ári til að ná þessum árangri.

Því miður eru þessir fulltrúar, sem segjast hafa brennandi áhuga á ,,bættri ímynd“ og gagnrýna fjölmiðla, sjáanlega vita gagnslausir í þessari baráttu. Grunur leikur á því, að þarna sé ,,Hulduherinn“ kominn. Ímynd er af ýmsum toga spunnin. Oftast byggir hún að mestu eða öllu leyti á staðreyndum. Því fylgir, að um er að ræða kunnar staðreyndir. Hverjum er það kunnugt, að gott sé að ala upp börn á Ísafirði, sem býður góðan grunnskóla, eins og Bolungarvík, og framhaldsskóla, sem því miður býr við óvandað umtal og þá staðreynd að börn forsvarsmanna grunnskólans stunda framhaldsnám annars staðar. Ef sannfæringuna vantar, hver verður þá viljinn?


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli