Frétt

bb.is | 12.03.2004 | 11:07Stóru upplestrarkeppninni lýkur í kvöld

Tónlistarskóli Ísafjarðar.
Tónlistarskóli Ísafjarðar.
Undanfarnar vikur hafa nemendur 7. bekkjar grunnskólanna um land allt tekið þátt í stóru upplestrarkeppninni. Keppnin er nú haldin í áttunda sinn og verða lokahátíðir á 32 stöðum. Um 4.300 nemendur í 151 skólum taka þátt í keppninni, eða um 95% árgangsins. Má því segja að nánast allir nemendur árgangsins hafi tekið þátt. Nemendur hafa allt frá degi íslenskrar tungu æft vandaðan upplestur og framburð undir leiðsögn kennara síns, og á hátíðunum koma fram þeir sem lengst hafa náð í sínum skóla.

Að sögn skólamanna hefur keppnin á undanförnum árum verið mikil lyftistöng fyrir bekkjarstarfið í 7. bekk. Nemendur hafa lært að koma fram og flytja texta á vandaðan og virðulegan hátt, lagt rækt við góða túlkun en án nokkurra öfga eða tilgerðar. Upplestrarkeppnin er löngu orðin viðamesta skólaþróunarverkefni á landinu. Verkefnið hefur orðið til þess að læsi nemenda hefur batnað, áhugi á bókmenntum hefur víða glæðst, margir hafa sigrast á feimni og óöryggi, og orðið mannborulegri í framkomu. Víða er upplestur orðinn snarari þáttur en áður var í öllu bekkjarstarfi og það hefur skilað sér í sífellt jafnari og betri frammistöðu á lokahátíðum keppninnar.

Skáld keppninnar í ár eru þau Stefán Jónsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Munu hinir ungu upplesarar flytja brot úr sögunni Hjalti kemur heim eftir Stefán og nokkur ljóð eftir Þuríði, auk ljóða að eigin vali.

Eins og áður sagði fer lokakeppnin fram í kvöld og verður hún haldin í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hefst keppnin kl. 20. Í Hömrum verða þrettán flytjendur sem valdir hafa verið sem fulltrúar sinna skóla í lokakeppnina. Þeir koma frá Bolungarvík, Ísafirði, Súðavík, Flateyri og Þingeyri. Fimm manna dómnefnd velur bestur flytjendurna. Í dómnefnd eru þrír heimamenn en tveir koma frá umsjónaraðilum keppninnar.

Á lokakeppninni verða einnig tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar og kaffiveitingar sem 10. bekkur GÍ hefur umsjón með en fyrirtæki á svæðinu hafa styrkt keppnina m.a. með því að greiða veitingakostnað.

Þau fyrirtæki sem hafa styrkt keppnina hér á norðanverðum Vestfjörðum eru: Súðavíkurhreppur, Jón og Gunna, Ísafjarðarbær, Ferðaþjónusta FMG, Bókhlaðan, Fiskvinnslan Kambur, Straumur, Bakkavík, Hamraborg, Ísfang, Vestri, Verslunin Bimbó, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Blómaturninn sem sér um skreytingar.

Edda - útgáfa veitir öllum flytjendum bókarverðlaun en Sparisjóðirnir veita þremur bestu flytjendum peningaverðlaun. Full ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að fjölmenna í Hamra í kvöld og hlusta þar á vel lesin bókmenntaverk og styðja með því þetta góða framtak aðstandenda keppninnar.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli