Frétt

| 15.05.2001 | 06:54Endurkröfur vegna tjóna

Á síðasta ári voru 98 ökumenn krafðir um greiðslu á tjóni sem þeir ollu í umferðinni. Í fjárhæðum talið nema þessar endurkröfur samtals rúmlega 28 milljónum króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam 2,5 milljónum. Ungir ökumenn eiga stóran hlut að þessum málum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Umferðarlagabrot ökumanna, t.d. ölvunarakstur og hraðakstur geta valdið ökuleyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangelsis. Tjón, sem verður á ökutæki tjónvalds í slíkum tilvikum, verður hann einnig iðulega að bera sjálfur. Afleiðingarnar fyrir brotlegan ökumann eru þó ekki upp taldar með þessu, því í umferðarlögum er svo fyrir mælt að vátryggingarfélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, eignast endurkröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómsmálaráðherra skipar nefnd þriggja manna, til að kveða á um, hvort og að hve miklu leyti beita skuli endurkröfum.

Á árinu 2000 bárust nefndinni samtals 107 ný mál til úrskurðar. Af þessum 107 málum samþykkti nefndin endurkröfur að öllu leyti eða að hluta í 98 málum. Í fjárhæðum talið nema þessar endurkröfur samtals rúmlega 28 milljónum króna, og er þá einnig tekið tillit til viðbótarendurkrafna í eldri málum. Á árinu 1999 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 113, samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti það ár voru einnig 98, en samtals að fjárhæð rúmlega 25 milljónir króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam 2,5 milljónum króna árið 2000, en 16 endurkröfur voru kr. 500.000 eða hærri. Ástæður endurkröfu eru langoftast ölvun tjónvalds, þ.e. í 77 tilvikum. Lyfjaneysla var ástæða endurkröfu í einu tilviki. Réttindaleysi ökumanna réð endurkröfu í 5 tilvikum. Þá voru 2 ökumenn endurkrafðir vegna ásetnings, og 4 vegna stórkostlega vítaverðs aksturslags.

Í þeim 77 tilvikum, þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölvunar, reyndust 62 ökumenn í efri mörkum umferðarlaga, þ.e.a.s. töldust óhæfir til að stjórna ökutækinu.

Í þessum 98 málum voru karlar 78, en konur voru 20 af tjónvöldum sem endurkröfu fengu. Hlutur kvenna í málum af þessu tagi hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Hlutfall kvenna sem fengu endurkröfu var 14% 1992, en á árinu 2000 26%.Ökumenn 25 ára og yngri áttu hlut að 47% mála árið 2000, en voru 43% 1999.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli