Frétt

| 14.03.2000 | 17:56Kemur upp víðneti fyrir tölvusambönd um Vestfirði

Internetþjónusta Snerpu á Ísafirði er um þessar mundir að koma upp víðneti fyrir tölvusambönd um Vestfirði og eru tengingar þegar komnar upp í Súðavík, Bolungarvík og á Suðureyri. Víðnetið gerir m.a. mögulegt að tengjast internetþjónustu Snerpu með beinlínusambandi á lágmarkskostnaði og er að jafnaði hagkvæmara fyrir fyrirtæki og stofnanir heldur en ISDN-sambönd, þar sem um fastan mánaðarlegan kostnað er að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá Snerpu er til að byrja með boðið upp á tengingar sem jafngilda ISDN-afköstum eða tvöföldum ISDN-afköstum en auðvelt er að uppfæra tengingarnar í meiri afköst sé þörf á slíku. Hingað til hafa íbúar á þessum stöðum þurft að leigja sér tölvusamband beint á Ísafjörð áður en þeir hafa getað tengst áfram inn á Internet eða fjarvinnslusambönd, en með víðneti Snerpu er áformað að verði tiltækar tengingar á helstu þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum og eru nú í undirbúningi fleiri hnútpunktar, m.a. á Flateyri, Þingeyri og Patreksfirði.

Vegna netsins hefur Snerpa fjárfest í nýjum og mjög öflugum víðnetsbúnaði frá Cisco Systems og tekið á leigu fjarskiptasambönd frá Landssímanum og er heildarfjárfesting vegna uppsetningar víðnetsins um þrjár milljónir króna. Ný tenging frá Landssímanum við Snerpu, svokallað. E1 samband, er jafnframt sú fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum en hún gefur kost á miklum sveigjanleika hvað varðar stækkanir og fjölgun á samböndum eftir þörfum.

Bolungarvíkurkaupstaður undirritaði í gær samning við Snerpu um samtengingu fjögurra stofnana bæjarins inn á víðnetið, þ.á.m. grunnskólans sem við þetta fær 128 kbps tengingu á Internetið sem jafngildir tvöföldu ISDN-sambandi sem opið er viðstöðulaust. Meðal hlutverka víðnetsins má einnig nefna að Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. nýtir það til að tengja saman tölvukerfi sín í Súðavík og í Hnífsdal og fer tölvustýring rækjuvinnslunnar í Súðavík þannig fram yfir víðnetið. Þá er Orkubú Vestfjarða einnig með í athugun að nýta sér möguleika víðnetsins, m.a. til fjargæslu og samnýtingar á tölvukerfum.

bb.is | 30.09.16 | 11:48 Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með frétt Jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli