Frétt

Stakkur 10. tbl. 2004 | 10.03.2004 | 10:49Æðri menntun á Vestfjörðum

Mikil umræða hefur verið um háskólamenntun á Vestfjörðum. Er það til marks um áhuga á æðri menntun í fjórðungnum og grósku í mannlífinu. Vestfirðingar hafa lengst af verið þekktir fyrir sjósókn og hafa staðið í fararbroddi í sjávarútvegi og áttu forgöngu um stofnun fyrsta sjómannaskólans á Íslandi á öndverðri 19. öld. Ísafjörður hefur lengst af verið í fremstu röð menningarbæja landsins. Það er því eðlilegasti hlutur að sækja á um framboð frekari menntunar þar. Enda er um höfuðstað Vestfjarða að ræða. Hins vegar gleymist oft að Vestfirðingar eru nú álíka margir og nemendur í Háskóla Íslands og eru þá ótaldir nemendur annarra háskóla á Íslandi, en þeim hefur fjölgað ört á síðustu árum og svo mjög að margir talsmenn akademískrar menntunar hafa áhyggjur af því að kröftunum sé dreift um of.

En við ramman reip er að draga. Ríkið hefur takmarkað fjármagn og kröfurnar á hendur því eru miklar og hver hópurinn um sig telur sig afskiptan. Það er svo, að nýr ráðherra menntamála vakri athygli á því, að einungis yrði greitt til Menntaskólans á Ísafirði í samræmi við fyrirfram ákvörðuð nemendaígildi, en mun fleiri nemendum mun nú vera kennt en þau segja til um. Á mæltu máli þýðir þetta væntanlega að Menntaskólinn stefni í framúrkeyrslu fjárlaga, peningarnir endist ekki. Það er auðvitað slæmt, en Alþingi fer með fjárveitingavaldið og forsvarsmönnum ríkisstofnana er lögð sú skylda á herðar að reka stofnanir sínar í samræmi við fjárlög. Það mun vera ein helsta skylda þeirra. Menntamálaráðherra átti einskis annars kost en að draga fram þessa staðreynd. Alltof of oft gleymist okkur áköfum talsmönnum framfaramála að til þess að hrinda þeim í framkvæmd er þörf fjár.

Á sama tíma hafa sumir stjórnarþingmanna kjördæmisins uppi stórar yfirlýsingar um háskólanám á Vestfjörðum og vita þó manna best að peningarnir liggja ekki á lausu. Með því er verið að vekja fólki hér vestra falskar vonir og fátt er sárara en brostnar vonir. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði vill hýsa háskólanám innan skólans, en þannig urðu ýmsir núverandi framhaldsskólar til á sínum tíma. Framhaldsdeild varð til við gagnfræðaskólann og þróaðist svo, stundum á skömmum tíma en stundum á lengri tíma í það að verða framhaldsskóli. Síðari leiðina þekkja Vestfirðingar, áratugir liðu frá því að Hannibal Valdimarsson skólastjóri Gagnfræðaskólans á Ísafirði tók upp framhaldskennslu og þar til Menntaskóli á Ísafirði koms á laggirnar.

Að öllum líkindum verða Vestfirðingar að sætta sig við að nokkur bið verður á því að háskólanámi verði komið á fót á Ísafirði. Fólki hefur fækkað og unga fólkið leitar annað. Þetta tvennt leiðir til þess að valmöguleikarnir sem allir gera kröfu til í námi verða ekki upfylltir. Að auki þarf ítarlega umræðu um tilgang og útfærslu háskólanáms á vegum ríkisins. En við eigum möguleika, auk fjarkennslunnar, eins og hér hefur verið vakin á athygli oft áður, skólasetur sem höfðar til fólks og laðar það að staðnum. Til þess þarf nýja hugsun í háskólasamfélaginu. Þar er nokkuð í land enn.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli