Frétt

mbl.is | 09.03.2004 | 11:31Kynning á uppbyggingu við Mýrargötu að hefjast

Gert er ráð fyrir um 40 þúsund fermetra uppbyggingu á Mýrargötu-slippasvæðinu í Reykjavík í nýrri tillögu að rammaskipulagi svæðisins. Tillagan er lögð fram sem umræðugrundvöllur í víðtæku samráðsferli sem nú er að hefjast með hagsmunaaðilum og almenningi vegna skipulags svæðisins. Fyrsta skrefið í því ferli er opinn kynningarfundur fyrir borgarbúa í BÚR húsinu við Grandagarð á morgun.

Í kjölfar forvals á vegum Reykjavíkurborgar um skipulag Mýrargötu-slippasvæðisins var ráðgjafarhópi, sem í eru VA arkitektar ehf., Hönnun hf., Landmótun ehf. og Björn Ólafs arkitekt, falið að vinna rammaskipulag af svæðinu að höfðu samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila, eins og lög og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál kveða á um.

Þessi vinna er nú komin á skrið og verður umræðutillaga að rammaskipulaginu, þar sem lögð er áhersla á að samtvinna áframhaldandi hafnarstarfsemi annars vegar og vistvænt og vandað borgarumhverfi hins vegar, kynnt almenningi og hagsmunaaðilum á næstunni.

Í tilkynningu, sem lögð var fram á blaðamannafundi í morgun, segir að í tillögu ráðgjafanna sé leitast við að finna einfalda, raunhæfa og sveigjanlega heildarlausn sem auðvelt verði að vinna úr með borgaryfirvöldum og hagsmunaaðilum.

Helstu áhersluatriði tillögunnar eru eftirfarandi:


Tryggja hafnaryfirvöldum og útgerð nægjanlegt athafnarrými. Samfellt, sveigjanlegt, fjölnota hafnarrými yrði myndað við Grandagarð og í Vesturbugt sem unnt væri að byggja upp í áföngum.

Tryggja hæfilegan þéttleika byggðar. Gert ráð fyrir lágri byggð, 3-5 hæðir, opin í senn á móti sólarátt og að sjó.

Stuðla að mannlífi á öllum tímum dags með blandaðri byggð íbúða og athafnastarfsemi. Ráðgert að jarðhæðir húsa meðfram höfn og götum geti hýst íbúðir eða atvinnustarfsemi og byggingar við Vesturbugt geti hýst atvinnustarfsemi eða íbúðir.

Tengja nýja byggð átakalaust þeirri byggð sem fyrir er. Tillaga um að nokkrar núverandi götur verði framlengdar niður að höfn sem tryggi sjónræn og áþreifanleg tengsl til sjávar og bindi eldri og nýja byggð saman.

Tryggja notendum og öllum almenningi aðgang að tilteknum hluta hafnarsvæðis til útivistar í góðum göngutengslum við Kvosina. Gert ráð fyrir að Suðurbugt ásamt eystri hluti vesturhafnar frá Ægisgarði að Grandagarði yrði útivistarhöfn með útgerðarívafi.

Tryggja viðunandi flæði umferðar um og í gegnum svæðið. Gert er ráð fyrir tveggja akreina stokki fyrir umferð sem ekki á erindi í hverfið og að fjögurra akreina breiðstræti hverfisins komi ofan á stokkinn, jafnframt ráðstöfunum til að draga úr gegnumakstri á yfirborði.

Tryggja áhugaverðar gönguleiðir um og í gegnum hverfið. Tillaga um að megin göngu- og hjólaleið úr Kvosinni út á Granda verði eftir breiðstrætinu og út frá þeirri leið liggi gönguleiðir.

Tryggja útsýni og vinna markvisst að skjólmyndun gagnvart ríkjandi vindáttum. Með formun og skörun bygginga og tiltölulega samfelldri lágri byggð yrði þessum markmiðum náð.

Tryggja að búsetukostir svæðisins nýtist til fulls. Tillagan gerir ráð fyrir öndvegis íbúðarhúsnæði í rólegu borgarumhverfi með háu þjónustustigi í góðum tengslum við miðborg og útivistarsvæði við höfnina.
Fyrsti liður í samráðsferli vegna vinnslu rammaskipulags Mýrargötu-slippasvæðisins er að kynna borgarbúum þessar hugmyndir. Er boðað til fundar í BÚR húsinu við Grandagarð á morgun, miðvikudaginn 10. mars, kl. 17-19. Þar munu fulltrúar ráðgjafarhópsins kynna rammaskipulagstillöguna og samráðsferlið. Að því loknu sitja þeir fyrir svörum ásamt fulltrúum skipulagsmála í borginni og Reykjavíkurhafnar. Á fundinum eru jafnframt til sýnis teikningar og skýringarmyndir með umræðutillögunni.

Þá hafa íbúar og eigendur íbúðarhúsnæðis á skipulagssvæðinu og við mörk þess, sem og eigendur annarra fasteigna, rekstraraðilar í þjónustu og verslun, útgerðaraðilar, bátaeigendur og aðilar í fiskvinnslu- og hafnsækinni starfsemi, verið boðaðir bréflega til sérstakra samráðsfunda á næstunni. Er stefnt að því að kynna niðurstöður samráðsfundanna á opnum fundi undir lok þessa mánaðar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli