Frétt

bb.is | 09.03.2004 | 10:17Háskóladeild við Menntaskólann á Ísafirði?

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari í ræðustól á háskólaráðstefnunni.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari í ræðustól á háskólaráðstefnunni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ræðir við málþingsgesti í Stjórnsýsluhúsinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ræðir við málþingsgesti í Stjórnsýsluhúsinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ræðir við málþingsgesti í Stjórnsýsluhúsinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ræðir við málþingsgesti í Stjórnsýsluhúsinu.
Á ráðstefnu sem haldin var á Ísafirði á laugardag um uppbyggingu háskólastigsins á Vestfjörðum viðraði Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða þá hugmynd að stofnuð yrði háskóladeild við Menntaskólann á Ísafirði. Í erindi sínu sagði Ólína að á Vestfjörðum hafi ekki verið boðið upp á kennslu í háskólagreinum en hinsvegar hefði verið hlúð ágætlega að nemendum í fjarnámi í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Kall tímans á landsbyggðinni hljóði hinsvegar upp á fleiri námsmöguleika en fjarnám. Hún sagði að á undanförnum árum hafi skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla orðið óljósari. Þar hafi orðið til nokkurskonar brú milli skólastiga og hún telur að tími sé kominn til þess að byggja slíka brú milli framhaldsskólans og háskólastigsins.

Ólína segir ekkert lagalega því til fyrirstöðu að stofnuð verði háskóladeildir við framhaldsskólana. Einungis þurfi samþykki menntamálaráðuneytisins til þess. Hún sagði ekkert að vanbúnaði að gera samning um háskólakennslu við Menntaskólann á Ísafirði. Í skólanum sé vel menntað starfsfólk og umtalsverður hluti þess hafi æðri námsgráður. Hægt verði að kenna grunngreinar í hug- og félagsvísindum, þar á meðal aðferðafræði, rannsóknaraðferðir og ritgerðasmíð, forspjallsvísindi, menningarsögu og nútímafræði auk kjarnagreina í raungreinum og stærðfræði. Þar með væri að hennar mati kominn valkostur heima í héraði fyrir fólk að hefja háskólagönguna í þeim kjarnagreinum sem aðrir háskólar bjóða upp á. Um leið skapaðist tími og svigrúm fyrir ungt fólk til þess að undirbúa framhald háskólanámsins utan héraðs, jafnvel utan landssteinanna.

Með þessu móti telur Ólína að háskólanám á Vestfjörðum gæti „fengið að þróast á forsendum nýsprottins gróðurs í þeim jarðvegi sem fyrir er. Um leið væri búið að samþætta þau sjónarmið sem hafa verið uppi í umræðunni að undanförnu. Ég geri það hér með að tillögu minni að byggð verði upp hlið við hlið: a) Sú aðstaða sem fyrir er til fjarnáms fyrir háskólanema í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Ennfremur: b) Háskóladeild við Menntaskólann á Ísafirði fyrir þá sem enn hafa ekki valið sér framtíðarnám eða dvalarstað, en vilja eiga þess kost að stunda grunnnám sem nýst getur við aðra háskóla á siðari stigum“,sagði Ólína í erindi sínu.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði í samtali við bb.is að hugmynd Ólínu væri mjög áhugaverð. Hún væri verð nánari skoðunar enda hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekið hugmyndinni fagnandi og falið nefnd þeirri sem nú starfar að útfærslu háskólanáms á Vestfjörðum að skoða hana nánar.

Ekki náðist í menntamálaráðherra vegna málsins.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli