Frétt

| 14.05.2001 | 09:00Stjórnarliðið klofið í afstöðu til frestunar á kvótasetningarákvæði hjá smábátum

Miklar deilur eru í uppsiglingu á Alþingi vegna ákvæða í lögum um að setja kvóta á ýsu, steinbít og ufsa hjá krókabátum frá og með 2. september. Innan stjórnarflokkanna eru menn sem beita sér af krafti gegn því að lögin hafi framgang. Andstæðingar laganna vilja að þeim verði breytt þannig að smábátar haldi áfram á sama kerfi og nú er við lýði. LÍÚ hefur krafist þess að ekki verði hreyft við lögunum. Samtökin hafa lýst veiðum smábátanna sem „stjórnlausum“ og sýnt fram á það með útreikningum að bátarnir veiði þúsundir tonna umfram það sem þeim er ætlað.
Þetta kemur fram í DV í dag. Í blaðinu segir síðan:

Mikil fundarhöld hafa verið milli þingmanna og ráðherra stjórnarinnar vegna þessa en langt er í land með að lausn finnist. Tíminn er naumur því þingi lýkur í vikunni og að óbreyttu fara smábátarnir á kvóta. Einstakir stjórnarþingmenn hafa rætt við stjórnarandstöðuna vegna málsins og óskað eftir stuðningi þeirra til að kveða niður lögin.

Einar K. Guðfinnsson, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfirði og jafnframt formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að það sé ekki hægt að tala um samráð stjórnarþingmanna og þingmanna stjórnarandstöðunnar við að berjast gegn málinu. „Hins vegar hefur þetta mál verið gríðarlega mikið rætt meðal þingmanna í öllum flokkum og það er mikill stuðningur við smábátana, bæði meðal stjórnarþingmanna og þingmanna stjórnarandstöðunnar“, segir hann.

„Það er ekkert launungarmál að ég hef í samtölum um þetta mál við stjórnarþingmenn lofað stuðningi Samfylkingarinnar við hvert það þingmál sem þeir kynnu að beita sér fyrir í því skyni að tryggja hagsmuni þeirra smábátasjómanna sem nú eiga undir högg að sækja. Það dylst engum að stjórnarliðið er rótklofið í málinu“, segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir að Samfylkingin vilji að málinu verði frestað þar til heildarendurskoðun á lögunum um stjórnun fiskveiða lýkur og leggi á það mjög mikla áherslu að trillukarlar eigi sér öfluga málsvara á Alþingi. „Það dylst engum að ríkisstjórnarflokkarnir ganga erinda stórútgerðarinnar eins og sjá má á frumvarpi þeirra um að banna sjómannaverkfallið“, segir Össur.

Einar Kr. Guðfinnsson segir að vissulega geti þetta mál orðið „mjög heitt“ í þinginu, enda sé hér á ferðinni mjög stórt mál sem snerti marga og bæði einstaklinga og byggðarlög. „Það hreinlega verður að nást samkomulag í málinu“, segir Einar.

Vestfjarðaþingmennirnir Guðjón Arnar Kristjánsson og Karl V. Matthíasson hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarpið þess efnis að málinu verði frestað í eitt ár og hefur sjávarútvegsnefnd þingsins þegar rætt breytingartillöguna formlega á tveggja tíma löngum fundi. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við DV í gærkvöld að hann tryði því ekki að þingmenn stjórnarinnar hefðu leitað liðsinnis stjórnarandstöðunnar. „Ég sé engan flöt á því að hægt verði að fresta lögunum“, segir hann.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir útilokað annað en komið verði til móts við trillukarla. Hann segir eðlilegt að fresta gildistöku laganna þar sem heildarendurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni standi yfir. Gangi lögin fram muni það rústa atvinnu í einstökum byggðarlögum. Hann segir jafnframt að ef í harðbakkann slái geti hann hugsað sér að standa að meirihluta með stjórnarandstöðunni í málinu.

bb.is | 28.09.16 | 11:45 Engin mengun í vatninu

Mynd með frétt Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli