Frétt

| 13.05.2001 | 20:18Margvísleg útispjót til að safna fjár

Frá athöfninni, talið f.v: Garðar Einarsson, Úlfar S. Ágústsson, Heiðar Guðmundsson, Jón Reynir Sigurvinsson, formaður, sem afhenti viðurkenninguna, Guðbjörn Ingason, Sveinn Guðbjartsson og Ólafur B. Halldórsson. Kristján og Sæmundur voru fjarstaddir.
Frá athöfninni, talið f.v: Garðar Einarsson, Úlfar S. Ágústsson, Heiðar Guðmundsson, Jón Reynir Sigurvinsson, formaður, sem afhenti viðurkenninguna, Guðbjörn Ingason, Sveinn Guðbjartsson og Ólafur B. Halldórsson. Kristján og Sæmundur voru fjarstaddir.
Átta félagar í Lionsklúbbi Ísafjarðar voru tilnefndir Melvin Jones félagar og fengu viðeigandi viðurkenningarskjöld og merki á lokafundi starfsársins hjá klúbbnum. Hér er um að ræða viðurkenningu sem kennd er við Melvin Jones, stofnanda Lionshreyfingarinnar. Þeir sem hana að þessu sinni hlutu voru Garðar Einarsson, Guðbjörn Ingason, Heiðar Guðmundsson, Kristján Pálsson, Ólafur B. Halldórsson, Sveinn Guðbjartsson, Sæmundur Guðmundsson og Úlfar S. Ágústsson.
Lágmarksframlag frá klúbbi vegna tilnefningar hvers Melvin Jones félaga er eitt þúsund Bandaríkjadollarar og rennur féð til Alþjóðahjálparsjóðs Lions. Sjóðurinn hefur verið þess megnugur að lyfta Grettistaki á fjölmörgum sviðum líknarmála og mannúðarmála víðsvegar um heiminn. Lionsklúbbur Ísafjarðar átti orðið inni fyrir rúmlega átta tilnefningum, sem er óvenju mikið, en meginhluti innistæðunar fékkst með sölu á eldisbleikju. Fólk utan hreyfingarinnar getur orðið Melvin Jones félagar og má geta þess, að Vigdís Finnbogadóttir, Björk Guðmundsdóttir, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson eru það öll. Nú eru vel á 3. hundrað Melvin Jones félagar á Íslandi.

Íslendingar hafa fengið fimm sinnum framlög úr sjóðnum. Þrisvar sinnum hefur það verið vegna náttúruhamfara – vegna eldgossins í Vestmannaeyjum 1973, vegna snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri og vegna jarðskjálfta á Suðurlandi. Þá hefur sjóðurinn veitt styrki til kaupa á ómskoðunartæki fyrir krabbameinsrannsóknir á Landsspítalanum og til þess að ljúka við byggingu Lionshússins Hleinar við Reykjalund í Mosfellsbæ.

Lionshreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917 en fyrsti klúbburinn á Íslandi sumarið 1951, þannig að hreyfingin er fimmtíu ára hérlendis á þessu ári. Lionsklúbur Ísafjarðar hefur starfað frá 25. júní 1957 og var fjöldi stofnfélaga 29. Á síðasta hausti voru félagar 23.

Verkun harðfisks hefur verið meginuppistaðan í fjáröflun klúbbsins mörg undanfarin ár. Vegna þess hve fiskverð er hátt var að þessu sinni hætt við harðfiskverkunina og skata verkuð í staðinn og heppnaðist það mjög vel. Jóladagatölum var dreift í verslanir og seldust þau öll. Á kúttmagakvöldi var haldið uppboð.

Starf Lionsklúbbs Ísafjarðar hefur alla tíð verið öflugt. Verkefni hans hafa einkum beinst að stuðningi við stofnanir, einstaklinga og félög á Ísafirði og í nágrenni. Má þar nefna tækjakaup og ýmsar gjafir til sjúkrahússins á Ísafirði, dvalarheimilis aldraðra, Bræðratungu og Grunnskóla Ísafjarðar. Vímuvarnir og stuðningur við unglingastarf hafa verið á dagskrá í allmörg ár og hefur klúbburinn styrkt kennara til náms í lífsleikni og veitt styrk til starfsemi Gamla apóteksins.

Verkefni Lionsklúbbs Ísafjarðar á síðasta starfsári voru þessi: Farið var með jólaglaðning til barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Samkvæmi fyrir eldri borgara var haldið á Hlíf og boðið upp á bingó og harmonikkuleik. Klúbburinn stóð fyrir flutningi ljóðsins Aldamót eftir Hannes Hafstein á nýársdag ásamt öðrum félögum á Ísafirði. Í söfnun Krabbameinsfélagsins gaf klúbburinn kr. 100 þúsund.

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli