Frétt

bb.is | 05.03.2004 | 18:54Annasöm helgi framundan í menningar- og mannlífi

Horft inn Skutulsfjörð fyrr í vetur.
Horft inn Skutulsfjörð fyrr í vetur.
Óhætt er að segja að annasöm helgi sé framundan í menningar- og mannlífi á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar vill það oft verða þannig helgarnar eru þéttskipaðar viðburðum og mannamótum sem krefst nokkurs skipulags á frítímanum vilji menn nýta sér það sem í boði er. Lionsmenn á Ísafirði ríða á vaðið og helga föstudegi kúttmagakvöldi á Hótel Ísafirði. Seinna um kvöldið býður Litli leikklúbburinn upp á miðnætursýningu á Ísuðum Gellum og hefst hún kl. 23 í Sundatanga. Á vegum Sólrisuhátíðar MÍ var ráðgert að bjóða upp á tónleika með hljómsveitinni Dáðadrengjum en þeir falla niður.

Háskólamál
Háskólarnir kynna námsframboð sitt í húsakynnum Menntaskólans á Ísafirði á laugardag milli kl. 11.00 og 15.30. Á sama tíma verður efnt til málþings í Stjórnsýsluhúsinu um uppbyggingu háskólastigsins á Vestfjörðum en m.a. frummælenda verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.

Söngkeppni og Stuðmannaball
Hápunkti Sólrisuhátíðar er náð á laugardagskvöld þegar forkeppni vegna söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi og seinna um kvöldið er blásið til stórdansleiks með Stuðmönnum. Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks í söngkeppninni sem hefst kl. 20. Síðan geta kynslóðirnar sameinast á stuðmannaballi sem hefst kl. 24.

Menntun kvenna í alþjóðlegu umhverfi
Zontakonur halda málþing í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, um menntun kvenna í alþjóðlegu umhverfi. Frummælendur eru þekktar konur hver í sínu fagi sem munu miðla af reynslu og þekkingu úr ólíkum áttum. Málþingið stendur frá 13.00-15.30.

Spurningakeppni í Bolungarvík
Á sunnudag kl. 15 verður 1. umferðin í spurningakeppni vinnustaða og fyrirtækja í Bolungarvík sem Sjálfsbjörg stendur fyrir. Alls mætast tuttugu lið í Víkurbæ og komast átta þeirra í undanúrslit. Aðgangseyrir er kr. 500. Nánari upplýsingar er að finna á vikari.is.

Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson
Söngunnendur ættu að fagna tónleikum Kristins Sigmundssonar, óperusöngvara, og Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara, sem haldnir verða í Hömrum kl. 17 og er óhætt að kalla stórviðburð í tónlistarlífinu. Á efnisskránni er einungis eitt verk, Vetrarferðin eftir Schubert. Vetrarferðin samanstendur af 24 ljóðum eftir Wilhelm Müller, þar sem segir frá vegferð manns nokkurs út í óvissuna – út í sjálft lífið. Kristinn og Jónas fluttu Vetrarferðina á Ísafirði í tilefni af afmæli Ísafjarðarkaupstaðar 18. ágúst 1986, á síðustu tónleikum sem haldnir voru í Alþýðuhúsinu. Nýlega fluttu þeir verkið í Salnum í Kópavogi við frábærar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda

Tónleikarnir eru 2. áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar og gilda áskriftarkort félagsins, en einnig verða seldir miðar við innganginn á kr. 1.500, ókeypis fyrir nemendur 20 ára og yngri.

Rokksöngleikurinn Grettir
Sólrisuhátíð MÍ fyrirhugaði að sýna rokksöngleikinn Gretti á sunnudagskvöld kl. 20.30 en sú sýning fellur niður. Fjölmargir eiga þó eftir að sjá glæsilega uppsetningu menntskælinga og býðst þeim að sjá verkið í Sundatanga á þriðjudags-, fimmtudags og föstudagskvöld í næstu viku. Miðapantanir eru í síma 456 5700.

Upptalningu hér að framan ber þó engan vegin að telja sem tæmandi heldur frekar sem tilraun til að henda reiður á því helsta sem íbúum svæðisins stendur til boða um helgina.

kristinn@bb.is

Sjá einnig:
Zonta heldur málþing um menntun kvenna í alþjóðlegu umhverfi

Ráðherra situr málþing um uppbyggingu háskólastigins á Vestfjörðumbb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli