Frétt

bb.is | 04.03.2004 | 13:27Skólanefnd MÍ lýsir yfir áhyggjum af boðuðu þaki á fjölda nemenda

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Í fylgiskjali við skólasamning menntamálaráðuneytisins og Menntaskólans á Ísafirði kemur fram að nemendaígildi á yfirstandandi ári skuli ekki verða fleiri en 280. Skólanefnd Menntaskólans fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og færði til bókar áhyggjur af málinu. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari MÍ, segir að í dag stundi 380 nemendur nám við skólann sem jafngildi 310 nemendaígildum. Í skólanum séu því 30 nemendaígildi umfram það sem ráðuneytið hyggst heimila. Til samanburðar má nefna að innritaðir nýnemar sem komu beint upp úr grunnskóla s.l. haust voru 80 og gera má ráð fyrir svipuðum fjölda næsta haust.

„Við höfum áhyggjur af því ef til stendur að setja þak á nemendafjölda skólans, nú þegar aðsóknin er komin í gott horf. Það er unnið eftir öllum leiðum að því opna augu ráðamanna fyrir því að þetta gengur ekki” segir Ólína, en hún og formaður skólanefndar, Birna Lárusdóttir, hafa gengið á fund menntamálaráðherra vegna málsins.

Nemendum við MÍ hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Síðustu tvö árin hefur fjölgunin verði um 20%. Ólína Þorvarðardóttir tók við sem skólameistari um haustið 2001 og segir að þá hafi verið gert ráð fyrir 227 nemendaígildum við skólann. Eitt nemandaígildi jafngildir einum nema sem sækir 17,5 einingar á önn. Eftir að nemendatalan tók að fara upp fyrir áætlaðan fjölda í skólasamningi hefur ráðuneytið gert upp við skólann vegna nemendafjöldans eftir á. Nú hefur það hinsvegar gerst að skólanum er sett ákveðið hámark og honum tilkynnt að ekki fáist uppgert vegna nemenda sem fara umfram það.

„Við höfum alltaf fengið rauntölurnar gerðar upp eftir á en þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið sér sérstaka ástæðu til að setja skorður við nemendafjölda fyrirfram“, segir Ólína. „Nemendaaukningin hjá okkur merkir það að nemendur á Vestfjörðum eru farnir að sækja sinn eigin skóla og það er hagkvæmt fyrir alla, ekki síst ríkið. Því hefur fylgt ærinn tilkostnaður þegar nemendur eru að fara á milli landshluta og jafnvel heilu fjölskyldurnar hafa flutt með þeim.“

Á síðasta fundi skólanefndar var tekið fyrir nemendauppgjör vegna ársins 2003. Menntamálaráðuneytið hefur gert upp við skólann vegna ársins 2003 og fékk skólinn 13 milljóna króna aukafjárveitinga vegna fjölgunar nemenda. Þar með er rekstur skólans á síðasta ári í jafnvægi. Ólína segir að það ætti að vera akkur stjórnvalda ekki síður en skólans sjálfs að skólasamningur og fjárveitingar til skólans endurspegli raunverulegan nemendafjölda. Þannig verði skólanum kleyft að halda sig innan fjárhagsrammans frá upphafi.

Eins og fyrr segir hefur skólanefnd Menntaskólans lýst yfir þungum áhyggjum af þessu í bókun sem samþykkt var á síðasta fundi. Þar segir ennfremur: „Menntaskólinn á Ísafirði er eini framhaldsskólinn á Vestfjörðum, en í fjórðungnum búa um 500 manns á framhaldsskólaaldri. Er því ljóst að skólinn þyrfti fremur að fá rýmkaðar heimildir til þess að taka við nemendum frá því sem nú er. Því hvetur skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði eindregið til þess skólinn verði studdur til þess að koma til móts við menntunarþarfir hér í Vestfirðingafjórðungi“.

kristinn@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli