Frétt

bb.is | 04.03.2004 | 11:40Minni afsláttur fyrir að dæla sjálfur á Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu

Bensínstöðin á Ísafirði.
Bensínstöðin á Ísafirði.
Sjálfsafgreiðsluafsláttur á bensíni er lægri á Vestfjörðum en víða annars staðar á landinu. Vestfirðingar fá aðeins greiddar tvær krónur fyrir að dæla sínu eldsneyti á meðan höfuðborgarbúar fá greiddar sex til sjö krónur. Einnig virðist samkeppni í eldsneytisverði ekki ná vestur eins og er t.d. í matvöruverði. Þrátt fyrir áratuga samrekstur bensínstöðvar á Ísafirði í nafni hagræðingar skilar það sér í hæsta eldsneytisverði á landinu.

Sem kunnugt er af fréttum hefur samkeppni í eldsneytisverði verið að aukast að undanförnu. Mest hefur borið á samkeppninni eftir að Atlantsolía kom á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfarið lækkaði eldsneytisverð þar nokkuð, í það minnsta á meðan Atlantsolía átti bensín til þess að selja. Einnig hefur eldsneytisverð lækkað nokkuð með tilkomu mannlausra bensínstöðva eins og t.d. Orkan rekur.

Ef verð á 95 oktana bensíni er skoðað virðist sjálfsafgreiðsluverð í dag vera lægst hjá Orkunni á Selfossi. Þar kostar líterinn 90,70 krónur og þar á eftir kemur ÓB stöðin á Selfossi með 90,80 krónur á lítrann. Í Reykjavík er bensínið hinsvegar lægst í dag hjá Orkunni. Þar kostar líterinn 92,40. Verð á díselolíu er í dag lægst hjá Orkunni eða 34,80 krónur í sjálfsafgreiðslu.

Á þéttbýlisstöðunum við Ísafjarðardjúp eru reknar þrjár bensínstöðvar. Skeljungur rekur stöðvar í Súðavík og í Bolungarvík. Í höfuðstað Vestfjarða reka stóru olíufélögin þrjú saman eina bensínstöð og hafa gert svo um áratuga skeið. Svo virðist sem að samkeppni í bensínverði fjari út þegar að Djúpi er komið. Verð á bensíni er það sama á stöðvunum öllum. Verð á 95 oktana bensíni er 98,70 krónur í sjálfsafgreiðslu eða tæpum 9% hærra en verðið á Selfossi. Fyrir díselolíu þurfa íbúar við Djúp að greiða 41,10 eða rúmum 18% hærra verð en þar sem það er lægst hjá Orkunni.

Fyrir nokkrum árum hófu stóru olíufélögin að bjóða viðskiptavinum sjálfum að dæla eldsneytinu á bíla sína. Fyrir það greiða olíufélögin ákveðna upphæð á hvern líter. Sé sá afsláttur skoðaður kemur í ljós að vinnuafl viðskiptavina við Djúp er metið mun lægra en annars staðar á landinu. Þannig fá viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu 6-7 krónur fyrir að dæla sjálfir hverjum lítra af eldsneyti á bíla sína á meðan viðskiptavinir við Djúp fá aðeins greiddar tvær krónur fyrir sína vinnu. Launamunur fyrir sömu vinnu er því um 250%.

Eins og áður kom fram reka olíufélögin saman bensínstöð á Ísafirði. Í gegnum árin var það fyrirkomulag kynnt sem viss hagræðing til sparnaðar í rekstri. Sú hagræðing virðist ekki hafa skilað sér í lægra eldsneytisverði. Olíufélögin reka saman bensínstöðvar á nokkrum stöðum á landinu. Á Ísafirði sér Olíufélagið ehf. um reksturinn.

Heimir Sigurðsson er framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagsins ehf. og undir hann heyrir rekstur bensínstöðvarinnar á Ísafirði. Í samtali við bb.is í gær var hann spurður hvers vegna samrekstur olíufélaganna á bensínstöðinni hefði ekki skilað sér í lægra verði til viðskiptavina. Einnig var hann spurður hvers vegna viðskiptavinir olíufélaganna við Djúp fengju minna greitt fyrir að dæla eldsneyti en t.d. viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu. Heimir kvaðst svara þessum fyrirspurnum í tölvupósti. Þau svör hafa ekki ennþá borist.

Athyglisvert er að skoða samkeppnisumhverfi í eldsneyti annars vegar og matvöru hinsvegar. Í matvörunni eru þrjár verslanakeðjur stærstar á landinu. Þær keppast um hilli viðskiptavinanna og bjóða að því er virðist sama verð um landið allt. Í eldsneyti eru þrjú olíufélög stærst. Þau keppa um hilli viðskiptavinanna. En ekki á öllum stöðum. Og ekki með sama verðinu. Þar er verðsamkeppnin aðeins á afmörkuðum stöðum á landinu.

Þess skal getið að við vinnslu fréttarinnar voru upplýsingar um eldsneytisverð fengnar á heimasíðum hvers fyrirtækis fyrir sig. Einnig var haft samband símleiðis við tvær bensínstöðvar við Djúp.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli