Frétt

| 12.05.2001 | 09:41Skriðan að fara af stað

Á Neytendasíðum Morgunblaðsins í dag er ítarleg samantekt um verðhækkanir á innfluttum vörum. Kaflar úr henni fara hér á eftir:

Ýmis fyrirtæki eru að hækka verð á vörum um þessar mundir. Þann 1. maí síðastliðinn hækkaði Nathan & Olsen hf. nánast allar innfluttar vörur. „Hækkunin nemur frá 3 og upp í 9% eða að meðaltali 5,5%. Morgunkornið sem við seljum einna mest af hækkaði um 5,5% og allur sykur um 4,5%. Ástæða hækkunarinnar er eingöngu gengislækkun krónunnar. Með þessari hækkun er fyrirtækið samt sem áður að taka hluta hennar á sig“, segir Þorsteinn Gunnarsson, markaðsstjóri Nathan & Olsen hf.
12,5% hækkun á þurrmjólk

Nýlega hækkaði Austurbakki hf, SMA gold-þurrmjólk og Estee- vörur fyrir sykursjúka sem nemur 12,5%. Að sögn Auðar Guðmundsdóttur, deildarstjóra dagvörudeildar, er ástæða hækkunarinnar eingöngu hækkun á dollara. Þrátt fyrir hækkunina er fyrirtækið að taka hluta af hækkuninni á sig.

Flestar vörur hækka frá 7,5 til 10%

Velflestar vörur hjá Dreifingu ehf. hækkuðu nýverið í verði sem nemur 7,5 til 10%. „Við settum mjög litlar verðhækkanir út í verðlagið á síðasta ári þrátt fyrir mikla hækkun á dollaranum. Það er alls ekki svo að við séum að auka okkar álagningu heldur erum við búin að taka á okkur allt að helmingi af hækkun dollarans“, segir Ómar Scheving, framkvæmdastjóri Dreifingar ehf.

Verðhækkun nemur 5 til 12%

Ásbjörn Ólafsson ehf. hækkaði 10. maí flestallar vörur sínar um 5 til 12%. Aðspurður segir Kjartan Steinsson, fjármálastjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf., að ástæða hækkunarinnar sé breyting á gengi krónunnar frá áramótum og innlendar kostnaðarhækkanir. „Hækkunin er minni en við ráðgerðum í byrjun vikunnar vegna þess að gengi krónunnar hefur styrkst“, segir hann.

Taka mið af gengisþróun

4. maí síðastliðinn sendi Sláturfélag Suðurlands út tilkynningu um væntanlega verðhækkun á innfluttri matvöru þó með þeim fyrirvara að jákvæð þróun yrði á gengismálum. „Síðustu daga hefur þetta að miklu leyti gengið til baka og því er ekki alveg ljóst hver þróunin verður. Ég sé ekki betur en það verði einhver hækkun á næstunni sem þá muni taka mið af gengisþróuninni“, segir Gunnar G. Gunnarsson, deildarstjóri innflutningsdeildar Sláturfélags Suðurlands.

Hækkun tekur gildi í næstu viku

„Við sendum út tilkynningu þar sem kom fram að ef gengið héldi áfram að breytast áskildum við okkur þann rétt að breyta verði á vörum í samræmi við gengið“, segir Októ Einarsson, markaðsstjóri Daníels Ólafssonar ehf. Hann bætir við að hækkunin muni taka gildi í næstu viku og verði að öllum líkindum í kringum 6 til 9%.

Kellogg's-vörur hækka um 10%

„Við höfum tilkynnt um hækkun á öllum innflutningsvörum Nóa-Siríus, þ.e. vörum sem við erum að kaupa í pundum sem eru þá Kellogg's og Cadbury's-vörur. Hækkunin mun taka gildi 21. maí og nema 10%“, segir Hjalti Jónsson, markaðsstjóri Nóa-Siríus. „Fyrirtækið er að taka hluta af hækkuninni á sig en við erum að vona að íslenskan krónan muni styrkjast. Verðskráin verður skoðuð aftur eftir sex vikur“, segir Hjalti. Framleiðsluvörur fyrirtækisins munu jafnframt hækka um 5% 21. maí. „Gengisþróun er auðvitað aðalskýringin en okkar aðalhráefni eru meira og minna keypt í dollurum og pundum. Þá var launahækkun um áramótin sem að hluta til kemur inn í þetta líka.“

Hækkun frá tæplega 5 til 12%

Íslensk-Ameríska hækkaði nýlega verð á flestum vörutegundum vegna gengisþróunar undanfarna daga. Hækkunin er frá 4,6% til 12%.
„Sem dæmi má nefna að vörur frá Pierre Robert hækkuðu um 4,6%, BKI-kaffi hækkaði að meðaltali um 6,8% og vörur frá P&G hækkuðu um 9,6%“, segir Pálína Magnúsdóttir, markaðsstjóri hjá Íslensk-Ameríska.

Morgunblaðið.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli