Frétt

Stakkur 9. tbl. 2004 | 03.03.2004 | 16:46Næstu skref

Umræðan um framtíð Vestfjarða eða öllu heldur byggðar á Vestfjörðum tekur stundum á sig undarlegar myndir, einkum þegar áhuginn ber menn ofurliði. Nægir að nefna samgöngur og menntamál. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur verið samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Vestfjörðum frá 1949, en þeim hefur fækkað úr 34 í 11 á tíma sambandsins. Sú staðreynd lýsir ákveðinni þróun í gerð sveitarfélaga og ekki síður breytingu á hlutverki þeirra. Verkefni þeirra hafa vaxið mjög, bæði hefur þeim fjölgað og umfangið aukist. Samt tregðast forsvarsmenn sveitarfélaganna, kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum við að taka breytingum, hvað þá að hafa um þær forgöngu. Málið er síður en svo einfalt. Það er flókið. Þar liggur hundurinn ef til vill grafinn. Okkur er tamara að fást við það sem við þekkjum en að leggja út í óvissuna. Engu að síður höfum við söguna fyrir okkur og hvert dæmið á fætur öðru má rekja um fækkun sveitarfélaga á Vestfjörðum frá því um miðja síðustu öld.

Vestfirskum sveitarstjórnarmönnum væri hollt að kynna sér kaflann í bókinni Sléttuhreppur fyrrum Aðalvíkursveit 1702 – 1952, sem ber heitið: ,,Hvers vegna eyddist Sléttuhreppur? Þar er fjallað um erfiðar samgöngur og viðskipti, félagslegar orsakir og minnkandi atvinnu. Umgetinn kafli er ekki nema 12 blaðsíður og auðlesið efni, ef ekki er litið á þann sársauka er fram kemur varðandi þá staðreynd að ekki varð ráðið við brottflutning fólks er leiddi til þess að þessi nyrsti hreppur lagðist í eyði 1952. Fróðlegt er að lesa bréf Bergmundar Sigurðssonar til félagsmálaráðuneytisins 25. ágúst 1946 og umfjöllun um samskipti hreppsnefndar við alþingismennina Sigurð Bjarnason og Hannibal Valdimarsson varðandi tillögur til viðreisnar hreppsfélagisins. Þær voru í 6 liðum og fjölluðu í stuttu máli um atvinnusköpun, samgöngumannvirki, athugun virkjunarskilyrða, aukin afnot af landi, vegagerð og bætta heilsugæslu.

Án þess að fara nánar í tillögurnar er í þeim sami rauði þráðurinn og í málflutningi sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum í dag. Annar höfundur bókarinnar, Þórleifur Bjarnason, telur að, skortur samtaka til verklegra framkvæmda hafi verið ,,aðalástæða þess að ungt fólk leitaði úr hreppnum til til staða, sem höfðu upp á betri vinnubrögð og öruggari atvinnu að bjóða”. Samstaða náðist ekki og samkomulag náðist ekki ,,um framkvæmdir á einum stað, nema allir fengju eitthvað”. Unga fólkið kynntist betri vinnubrögðum annars staðar, á Ísafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík. Það er því sláandi að hugsa til þess að áratug síðar lagðist Grunnavíkurhreppur í eyði og viðtal við Jón Fanndal í BB í síðustu viku varð kveikjan að þessum hugleiðingum, en hann kom úr Ísafjarðardjúpi, sem vart telst í byggð lengur. Næstu skref okkar hljóta að miðast að faglegri skoðun möguleika okkar til framsóknar og þá með stuðningi ríkisstjórnar og Alþingis. En fyrst og fremst er sagan okkur áminning um að standa saman og því  miður er það svo að ekki geta allir fengið eitthvað! Það kennir sagan okkur, en við getum staðið saman að framförum, Vestfirðingum öllum til góðs. Annars verðum við vitni að því að sagan endurtaki sig.bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli