Frétt

bb.is | 03.03.2004 | 13:55Dómkvaddir matsmenn ákvarði yfirtökuverð á hlutabréfum með litla veltu

Guðjón Arnar Kristjánsson og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Tveir af þingmönnum Norðvesturkjördæmis þeir Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, leggja til í frumvarpi á Alþingi að þegar yfirtökuskylda myndist í skráðum hlutafélögum sem lítil viðskipti eru með á markaði verði dómkvaddir matsmenn fengnir til að ákvarða yfirtökuverðmætið. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að þegar lítil velta er með hlutabréf í fyrirtækjum kunni markaðverð þeirra að endurspegla raunvirði illa.

Einar Kristinn er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk þeirra Guðjóns Arnars eru flutningsmenn Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Einar Kristinn segir á heimasíðu sinni ekg.is að ánægjulegt sé til þess að vita að þingmenn úr öllum flokkum féllust á að verða meðflutningsmenn að málinu. Sýni það órækan vilja þingsins til að styrkja stöðu almennings sem lagt hefur fé í kaup á hlutabréfum eins og tugþúsundir Íslendinga hafi gert árlega upp á síðkastið.

Sömu þingmenn hafa lagt til breytingar á hlutafélagalögum þannig að hlutafélögum sé óheimilt að kaupa eignir af skyldum aðilum eða félögum tengdum þeim nema áður liggi fyrir mat sérfræðinga.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að borið hafi á gagnrýni á að stærri hluthafar geti þvingað félög til þess að kaupa eignir af þeim á yfirverði án þess að smærri hluthafar fái nokkuð við því gert. Flutningsmennirnir segja breytingunni stefnt gegn þessu ójafnvægi þar sem mikilvægt er að tryggja að hagur smærri hluthafa sé ekki fyrir borð borinn af þeim stærri.

Þá er lagt til að einn tíunda hluta hluthafa þurfi til þess að krefjast rannsóknar á stofnun félags en samkvæmt núgildandi lögum þarf einn fjórða hluta hluthafanna til að krefjast slíkrar rannsóknar.

Tilgangurinn með þessari breytingu er sagður að auka möguleika smærri hluthafa á því að nýta sér úrræðið. „Væri meðal annars hægt að grípa til þess ef grunur vaknar um að stærri hluthafar hafi nýtt sér stöðu sína í félagi til þess að áskilja sér fjárhagslega hagsmuni á kostnað smærri hluthafa“, segir í greinargerð þingmannanna.

kristinn@bb.is

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli