Frétt

| 12.05.2001 | 02:26Elfar Logi segir sögur að vestan

Elfar Logi Hannesson leikari flytur gamlar og nýjar vestfirskar þjóðsögur og seilist víða eftir efni.
Elfar Logi Hannesson leikari flytur gamlar og nýjar vestfirskar þjóðsögur og seilist víða eftir efni.
Um síðustu jól gaf Vestfirska forlagið á Hrafnseyri (Hallgrímur Sveinsson) út hljóðbókina Vestfirskar þjóðsögur í gömlum og nýjum stíl sem inniheldur tvær snældur. Útgáfan mæltist vel fyrir og nú hafa sögurnar líka verið gefnar út á geisladiski. Á honum eru fjórtán gamlar, klassískar þjóðsögur að vestan, þar á meðal Tröllin á Vestfjörðum og Gullkistan í Hvestu. Á eftir gömlu sögunum er lesið úrval úr nútímaþjóðsögum Gísla Hjartarsonar, 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 1. og 2. hefti. Sögumaður er Elfar Logi Hannesson, leikari frá Bíldudal.
Tröllin á Vestfjörðum

Í fyrndinni voru þrjú tröll á Vestfjörðum sem tóku sig til og ætluðu að moka sund á milli Vestfjarða og hins landsins nálægt því sem það er mjóst, milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar. Þó höfðu þau annan tilgang um leið: þau ætluðu sumsé að búa til eyjar af því sem þau mokuðu úr sundinu.

Að vestanverðu gekk moksturinn miklu betur enda var Breiðafjörður allur grynnri en Húnaflói og þeim megin tvö tröllin, karl og kerling, og mynduðu þau af mokstrinum allar eyjarnar sem enn eru eins og berjaskyr á Breiðafirði. En að austanverðu fór allt miður úr hendi þeirri einu tröllkonunni sem þar var, því bæði er aumt eins liðið og Húnaflói miklu dýpri og varð það því flest allt að blindskerjum sem hún mokaði og leið næsta óhrein og skerjótt um flóann.

Tröllin voru að moka alla liðlanga nóttina og gættu ekki að sér fyrr en dagur var kominn upp á háloft. Þá tóku vestantröllin til fótanna og hlupu svo hart sem þau gátu komist austur og norður yfir Steinadalsheiði og ætluðu að fela sig í Kollafirði. En þegar þau komu ofan á sjávarbakkann kom sólin upp og urðu þau þar bæði að steinum sem síðan heita Drangar. Standa þeir hvor hjá öðrum í svokallaðri Drangavík nálægt Kollafjarðarnesi. Er annar drangurinn allur meiri um sig ofan og mjókkar niður, það er karlinn, en hinn er uppmjór, en gildnar allur niður svo sýnist móta fyrir maga og niðurhlut og jafnvel lærum á honum, það er kerlingin.

En frá kerlingunni sem mokaði að austanverðu er það að segja að hún varð of naumt fyrir og gáði sín ekki fyrr en birta fór. Hún stökk þá norður yfir Steingrímsfjörð og staðnæmdist hjá klettabelti einu fyrir norðan fjörðinn sem Malarhorn heitir, þegar sólin skein á hana. Hún var svo reið að hún náði ekki upp í nefið á sér af því að hún hafði ekki getað látið standa upp úr Húnaflóa nema fáeina varphólma á fjörðum og nokkur smásker. Rak hún þá rekuna í grellsköpum í Hornið svo fast að úr því sprakk ey sú sem enn er á Steingrímsfirði og Grímsey heitir.

Er það eina stóreyjan sem tröllkonu þessari tókst að mynda. Og segja menn að grjótlagið sé allt hið sama í eynni sem í Malarhorni og sé það því auðséð að af því bergi sé hún brotin.

Rétt við eystri eyjarendann er klettur einn líkur nauti að lögun; hann er hár og hnarreistur þeim megin sem frá eynni snýr enda er hann kallaður Uxi og er hnarreisti endinn á honum svipaður kirkjuturni, og áttu það að hafa verið horn uxans. Þann uxa átti kerling og stóð hann á eynni þegar hún sprakk fram á fjörðinn, en dagaði þar uppi eins og fóstru hans.

Síðan hefir enginn ráðist í að búa til eyjar á Breiðafirði eða Húnaflóa né heldur reynt að moka sundur landið milli meginlands og Vestfjarða.

Skylt efni:
Vestfjarðavefurinn / Þjóðsögur af Ströndum

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli