Frétt

mbl.is | 03.03.2004 | 08:36Blasir sólsetur við Ferrari?

Ferrari-liðið hefur notið fádæma velgengni á undanförnum árum en samkeppnin sem liðið fékk í fyrra var þó mun meiri en mörg ár þar á undan. Og er nú svo komið - og styrkir gangur mála við bílprófanir í vetur þá skoðun - að fróðir menn telja margir að hugsanlega verði sigurför skarlatsrauðu Ferrari-fákanna stöðvuð í ár.

Það hefur þótt jaðra við bíræfni að reyna að afskrifa Ferrari og Michael Schumacher undanfarin ár og sjálfir bera þeir mikið traust til 2004-bílsins og telja að hann muni reynast þeim ekki minni gæðingur en bílar undanfarinna keppnistíða.

Forsvarsmenn Ferrari vonast til að 2004-bíllinn muni framlengja sigurgöngu liðsins sem unnið hefur stigakeppni bílsmiða undanfarin fimm ár og heimsmeistaratitil ökuþóra síðustu fjögur árin. Athygli vakti þó við frumsýningu bílsins að liðið hefur kosið að feta troðnar slóðir og fara sér hægt í breytingum á honum í stað þess að grípa til byltingarkenndra breytinga milli ára eins og t.d. Williams og McLaren.

Svipaði 2004-bílnum mjög til keppnisbíls Ferrari í fyrra og skartaði hann m.a. fram- og afturvængjum af gamla bílnum, en breyting kann að verða þar á er keppnistímabilið hefst því smíði bílsins var ekki lokið að fullu er hann var sviptur hulum.

Víst hefur bíllinn komið vel út við bílprófanir en hann hefur enn ekki sést innan um aðra keppnisfáka, heldur einungis verið prófaður í einkabrautum Ferrari á Ítalíu. McLaren hóf prófanir á sínum 2004-bíl í nóvember sl. og Williams í fyrstu viku janúar en Ferrari ekki fyrr en um mánuði seinna.

Hafa þessir bílar keppinauta Ferrari reynst afar hraðskreiðir og róttæk hönnun skilað tilætluðum árangri; fljótari og samkeppnisfærari bílum. Þegar út í keppni kemur mun að baki þeim liggja a.m.k. tvöfalt meiri þróunarakstur en bíla Ferrari. Því er talið að af þeirri ástæðu einni muni ítalska liðið eiga á brattann að sækja.

Allt þar til 2004-bílllinn kom til sögunnar fyrir mánuði stóðu Ferraribílarnir nokkuð að baki nýjum bílum keppinautanna við bílprófanir í vetur. Var það skrifað að verulegu leyti á dekkin, en enginn einn þáttur hefur jafnafgerandi áhrif á brautartíma og þau.

Michelin, sem leggur m.a. McLaren og Williams, til dekk hafði forskot á Bridgestone á síðasta keppnistímabili. Og það er eindóma álit ökuþóra viðkomandi liða að frönsku verksmiðjunum hafi tekist að bæta barða sína mjög í vetur. Nýtur Michelin fjölda keppnisliða í sínum ranni við dekkjaþróunina. Vegna fjölda þeirra liggur mun meiri þróunarakstur að baki en hjá Bridgestone. Þannig óku 79.511 kílómetra í nóvember, desember og janúar eða 18.312 hringi á 258 svonefndum ökumannsdögum. Til samanburðar óku Bridgestone-liðin á sama tíma 22.485 kílómetra, eða 5.193 hringi, á 84 ökumannsdögum.

En það er fleira sem þykir vinna gegn Ferrari, eins og það liggi í loftinu að komið sé fram í kvöldblik á sigurskeiði þess og sólsetur framundan. Liðið - helstu stjórnendur, hönnuðir og Schumacher - hafa verið lengi saman. Slíkt á sér enga hliðstæðu í bílskúrareininni og liðsmenn þekkja eða geta lesið betur hugsanir hvers annars en á sér stað hjá nokkru öðru liði. En fyrr en seinna segir þreyta til sín eftir rimmu sem þá sem liðið hefur háð nær hvíldarlaust frá árinu 1997.

Og þótt Schumacher sé enn besti ökuþór sinnar kynslóðar þá hefur hann náð þeim aldri að menn fara að glata skerpunni, en hann er 35 ára. Örlaði ekki á því þegar í fyrra er hann dalað um miðbik keppnistímabilsins og liðsfélagi hans Rubens Rubens Barrichello stóð sig betur bæði í tímatökum og keppni? Vitaskuld tók hann sér tak og náði nægu flugi á ný og hampaði heimsmeistaratitlinum með því að vinna tvö af síðustu þremur mótunum. En mun hann finna hjá sér sömu hvötina aftur undir sams konar kringumstæðum í ár?

Margir efast um hreinskilni Schumacher þegar hann segir metaskrár engan drifkraft en í fyrra keppti hann um heimsmeistaratitilinn og vann í sjötta sinn. Með sigrinum komst hann fram úr Juan Manuel Fangio, argentínsku goðsögninni sem menn héldu að myndi að eilífu eiga titlametið, en hann varð á sínum tíma meistari fimm sinnum. Og varð fyrir vikið óumdeilanlega sigursælasti ökuþór allra tíma í Formúlu-1.

Eina metið sem eftir stendur og vantar í metasafn Schumacher er ráspólamet Ayrton Senna. En mun löngunin til að slá það duga til að hann keppi af sömu ákefð sem fyrr? Það er honum nauðsynlegt ætli hann sér að standast atlögur Kimi Räikkönen hjá McLaren og Juan Pablo Montoya hjá Williams.

Báðir hafa sýnt mikinn baráttuvilja og keppniskjark. Og sannað að þeir hræðast ekkert að leggja til atlögu við Schumacher. Áskorun beggja er að verða fyrstur til að marka upphaf nýs skeiðs í Formúlu-1 með því að fella meistarann af stalli. Og bílprófanir í vetur benda til að bílar þeirra verði mun samkeppnisfærari gegn Ferrari-fáknum en undanfarin ár.

Eflaust hefur það og ekkert dregið neitt bit úr vilja Montoya þótt hann hafi þegar ákveðið að yfirgefa Williams og ganga til liðs við McLaren á næsta ári. Ekkert betra gæti hann kosið sér en fara þangað sem heimsmeistari en þar með væri hann kominn með sjálfkrafa forskot í væntanlegu taugastríði þeirra Räikkönen innanbúðar hjá McLaren.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli