Frétt

bb.is | 02.03.2004 | 11:14Vesturbyggð: Engin samstaða um ráðningu Árna segir leiðtogi minnihlutans

Sigurður Viggósson, leiðtogi Samstöðu sem situr í minnihluta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir enga samstöðu um ráðningu Árna Johnsen í verkefni á sviði atvinnu- og ferðamála hjá Vesturbyggð eins og haft var eftir Guðmundi Sævari Guðjónssyni, varaforseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í frétt bb.is í síðustu viku. Guðmundur Sævar ítrekar að samstaða hafi verið um málið og meirihlutinn muni standa við orð sín. Sigurður segir að í fyrsta lagi þurfi að skilgreina starf sem þetta og síðan að auglýsa það laust til umsóknar. Að því loknu eigi að ráða hæfasta umsækjandann. Það sé eðlilegt ferli við ráðningar sem þessar.

Aðspurður hvort að hann hafi aldrei heyrt minnst á fyrirhugaða ráðningu Árna Johnsen segist Sigurður ekki hafa setið síðustu bæjarstjórnarfundi. Eftir að fréttir birtust þess efnis á bb.is að ráða ætti Árna til starfa hafi hann haft samband við bæjarfulltrúa Samstöðu sem sátu síðasta bæjarstjórnarfund. Þeir kannist ekki við að hafa lýst stuðningi við ráðningu Árna en segi þó að nafn hans hafi verið nefnt utan dagskrár í sambandi við þetta fyrirhugaða verkefni. Því sé það engin samstaða innan bæjarstórnar að standa að málum eins og kynnt hafi verið í frétt bb.is.

Í umræddri frétt bb.is á föstudaginn var haft eftir Guðmundi Sævari Guðjónssyni varaforseta bæjarstjórnar að full samstaða hafi verið í bæjarstjórn að leita til Árna vegna starfans. Guðmundur Sævar sagðist í samtali við bb.is í morgun standa fullkomlega við orð sín í umræddri frétt. „Jón B. G. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram óformlega tillögu um að leitaði yrði til Árna vegna starfans. Það hlaut góðar undirtektir og enginn mótmælti hugmyndinni. Það var hinsvegar ákveðið að bóka ekkert að svo stöddu um málið fyrr en rætt hefði verið við Árna. Við munum standa við orð okkar í meirihlutanum hvort sem minnihlutinn gerir það eða ekki“, sagði Guðmundur Sævar.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli