Frétt

tíkin.is - Helga Árnadóttir | 01.03.2004 | 23:05Morð og mannshvörf í Mexíkó

Frá árinu 1993 hafa fleiri en 370 konur verið myrtar eða hafa horfið skýringarlaust í Chihuahua fylki í Mexíkó, flestar þeirra í borginni Ciudad Juarez. Í mörgum tilfellum hefur konunum verið misþyrmt kynferðislega, og þeim verið haldið föngum í nokkra daga áður en þær voru myrtar. Líkin hafa svo verið skilin eftir á víðavangi en þar hafa ættingjar reist trékrossa, líkt og þá á meðfylgjandi mynd, með nöfnum þeirra látnu. Þrátt fyrir þennan fjölda morða og mannshvarfa hafa glæpirnir verið illa rannsakaðir, fáir hafa verið sóttir til saka, örlög 70 kvenna eru óþekkt og ekki hafa verið borin kennsl á 75 lík. Þetta er óhugnanleg staðreynd sem loksins er farin að vekja nauðsynlega athygli umheimsins.

Bærinn Ciudad Juarez er við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna, rétt við borgina El Paso í Texas. Um miðjan áttunda áratuginn hófu erlend stórfyrirtæki að opna þar verksmiðjur, svokallaðar maquiladoras, og þeim hefur fjölgað stórlega frá því að NAFTA samningurinn tók gildi árið 1994, enda njóta fyrirtækin þarna hagstæðra skatta og geta ráðið ódýrt vinnuafl til starfa. Helmingur þeirra sem starfa í þessum verksmiðjum eru konur, sem margar hverjar hafa flust til borgarinnar úr suðurhluta Mexíkó í leit að hærri launum. Ciudad Juarez hefur þanist út samfara fjölgun verksmiðja í borginni, fólksfjölgunin hefur verið mikil, stór fátækrahverfi hafa sprottið upp og glæpatíðnin er mjög há. Flestar myrtu konurnar hafa átt það sameiginlegt að vera ungar, margar milli 15 og 25 ára gamlar, og fátækar. Sumar þeirra voru þjónustustúlkur eða námsmenn, en 32% þeirra störfuðu í maquiladoras og voru myrtar eða numdar á brott á leið í og úr vinnu. Flestir starfsmenn verksmiðjanna ferðast með rútu langa leið úr fátækrahverfunum til vinnu og þurfa oft að ganga langa leið yfir óupplýst svæði þar sem hættan á árás er meiri.

Framganga lögreglu og yfirvalda í Mexíkó hefur verið með hreinum ólíkindum. Í fyrsta lagi hefur lögreglan ekki sýnt tilkynningum um hvörf kvenna mikinn áhuga. Oftar en ekki hefur lögregla brugðist við tilkynningu um að stúlka væri horfin með því að halda því fram að hún hafi bara stungið af með kærastanum þrátt fyrir öll dæmin um að konur hafi verið numdar á brott og þær myrtar. Í öðru lagi hefur lögreglan komið fyrir sönnunargögnum, pyntað menn til að játa á sig morð, og í einu tilfelli reyndi hún jafnvel að sannfæra móður horfinnar stúlku um lík annarrar konu væri af dóttur hennar með því að lita hár hennar. Í nokkrum tilfellum hafa yfirvöld jafnvel lýst því yfir opinberlega að þau teldu að konurnar bæru sjálfar ábyrgð á dauða sínum, eða eins og fyrrum ríkissaksóknari Mexíkó orðaði það árið 1999: ,,Konur sem stunda næturlífið, fara út síðla kvölds og umgangast drykkjumenn eru í hættu. Það er erfitt að fara út á götu þegar það er rigning og blotna ekki.”

Morðin hafa verið skýrð með ýmsum hætti; þau eru sögð tengjast skipulagðri glæpastarfsemi eða fíkniefnaiðnaðinum í borginni, sumir tengja morðin líffærastuldi eða jafnvel djöfladýrkun, aðrir telja að fjöldamorðingi sé að verki, og enn aðrir halda því fram að ríkir karlmenn myrði ungu konurnar sér til hátíðarbrigða. Þessar skýringar eru þó algjörar getgátur og gefa einungis til kynna hversu lítið hefur verið lagt í að komast til botns í þessum hræðilegu atburðum.

Í Ciudad Juarez hafa myndast samtök á borð við Casa Amiga, sem er miðstöð fyrir konur sem hefur verið nauðgað, misþyrmt eða eru horfnar. Margir aðstandendur myrtra eða horfinna kvenna hafa gengið til liðs við slík samtök og barist með þeim fyrir því að yfirvöld myndu grípa til aðgerða til að finna þá seku og koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Nú hafa einnig alþjóðleg samtök á borð við Amnesty International tekið málið upp á sína arma. Umfang morðanna og framganga mexíkóskra stjórnvalda hefur því vakið athygli sífellt fleiri, og nú hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum boðið aðstoð FBI við rannsókn málanna og Vincente Fox, forseti Mexíkó, hefur lofað því að gripið verði til aðgerða.

Það er með ólíkindum að slíkir atburðir skuli gerast rétt við landamæri Bandaríkjanna, viðgangast árum saman og veki fyrst nú verðskuldaða athygli umheimsins og fjölmiðla. Óskandi er að síaukinn þrýstingur á stjórnvöld í Mexíkó leiði til þess að glæpirnir verði rannsakaðir, þeim seku refsað og komið verði í veg fyrir áframhaldandi morð af þessu tagi.

Áhugasamir lesendur geta nálgast skýrslu Amnesty International um morðin hér:

Helga Árnadóttir.

Tíkin.isbb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli