Frétt

mbl.is | 01.03.2004 | 16:53Mörgum tölvuormum sleppt lausum

Sjaldan hefur jafn mörgum tölvuormum verið sleppt lausum á jafn skömmum tíma og um síðustu helgi. Að sögn Friðriks Skúlasonar hjá Friðriki Skúlasyni ehf. er enginn af þessum ormum mjög stór. Þeir sem hafa verið að dreifa sér hvað mest núna í tölvupósti eru W32/Mydoom.A@mm og W32/Netsky.B@mm. Þá hefur Bagle-ormurinn verið að dreifa sér víða um helgina, með fimm nýjum afbrigðum.

Friðrik segir að ormarnir sendi sjálfan sig í tölvupósti og koma þá sem viðhengi. Fólk þarf að opna viðhengin til að fá vírus í tölvuna, ef fólk passar sig á því að opna ekki slík viðhengi er það öruggt með að tölvan fái ekki vírus. Þá er reynt að blekkja notendur með því að láta þá opna póst sem lítur út eins og viðvörun um að þeir hafi sent út smitaðan tölvupóst.

Bagle-ormurinn hefur komið með fimm ný afbrigði um helgina. Áður voru þekkt afbrigði af orminum A og B. En um helgina fóru síðan C, D, E, F og G afbrigði af Bagle-orminum í umferð. Friðrik sagði að Bagle-ormurinn gæti dreift sér meira, en hafði þó sínar efasemdir um það. Það væri frekar að hafa áhyggjur af Netsky-orminum.

Friðrik segir að þeir hjá Friðriki Skúlasyni verði alltaf að vera á verði gagnvart tölvuormum enda væri sífellt verið að þróa veiru- og ruslvarnarþjónustu fyrirtækisins. Það þarf að bregðast fljótt við til að varna því að ormur komist inn á tölvukerfi viðskiptavina.

„Við erum eins og slökkvilið. Við getum reynt að vera með ákveðnar forvarnir eins og slökkviliðið, sem segir fólki að skilja ekki eftir kveikt á kertum þegar farið er að heiman. Við getum sagt fólki að opna ekki torkennileg viðhengi í tölvupósti. Málið er að fólk fer ekki eftir þessu og við verðum að bregðast við og fáum því útkall öðru hverju. Við erum með þannig kerfi að það ræsir okkur út 24 tíma á sólarhring ef eitthver nýr vírus kemur upp. Þá þarf að greina vírusinn og uppfæra kerfið þannig að hægt sé að finna hann,“ segir Friðrik.

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli