Frétt

mbl.is | 27.02.2004 | 08:24Sigurganga Snæfells heldur áfram

Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að Snæfell ynni á einum mánuði öll Suðurnesjaliðin og KR og sæti í efsta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðirnar. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu tvö stigin í leiknum og komust þar með yfir í leiknum í eina skiptið. Eftir það gengu þeir á vegg, þar sem vörn Snæfells var, en grunnurinn að velgengni Snæfells í vetur er mjög góður varnarleikur. Eftir sjö og hálfa mínútu höfðu gestirnir einungis skorað 6 stig og náðu á köflum ekki einu sinni skoti á körfuna. Hólmarar náðu mest sautján stiga mun í öðrum leikhluta og svo aftur í þeim þriðja.
Í liði Snæfells átti Hlynur Bæringsson frábæran leik í fyrri hálfleik og þó sérstaklega í fyrsta leikhluta, með 9 stig og átta fráköst. Dondrell Whitmore er einn besti varnarleikmaður deildarinnar í dag, en hann hélt Brenton Birmingham í sjö stigum í leiknum. Edward Dotson bætir leik sinn með hverjum leiknum sem líður og er liðinu mjög mikilvægur. Sigurður Á. Þorvaldsson átti fína kafla og svo komu Hafþór Ingi Gunnarsson og Andrés M. Heiðarsson með góðar innkomur í leikinn. Corey Dickerson, þrátt fyrir að vera stigahæstur maður liðsins, hefur oft leikið betur.

Hjá gestunum átti Brandon Woudstra afbragðs góðan leik bæði í vörn og sókn. Páll Kristinsson átti góðar rispur en týndist á milli.

Friðrik Stefánsson átti erfitt uppdráttar gegn stóru mönnunum hjá Snæfelli. Halldór Karlsson kom með mikinn kraft í leik Njarðvíkur en var fullákafur á köflum. Brenton Birmingham náði sér ekki á strik að þessu sinni og munar um minna.

Leikur Tindastóls og ÍR var mjög kaflaskiptur, í fyrsta leikhluta tóku gestirnir öll völd, gengu í gegnum hripleka vörn heimamanna og eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 2:12, en eftir leikhlé heimamanna náðu varnarmennirnir örlítið áttum og skytturnar fóru að hitta, en gestirnir héldu ágætri forystu við lok leikhlutans, 17:25.
Annan leikhluta áttu heimamennirnir og nú voru það þeir sem réðu ferðinni og unnu þennan leikhluta 30:8. Í hálfleik var staðan 47:33 og virtist nú áhorfendum sem fátt gæti komið í veg fyrir góðan sigur. Þetta virtust leikmenn Tindastóls halda líka því eftir leikhlé voru þeir miklu rólegri og hafa sjálfsagt haldið að sigur væri í höfn en því fór víðsfjarri. ÍR-ingar börðust af krafti og söxuðu niður forskotið og um miðjan síðasta leikhluta var munurinn kominn niður í sjö stig og gestirnir sáu að sigur var mögulegur.

Þegar tæp mínúta var til leiksloka og munur þrjú stig, lenti þeim Boyd og Ásgeiri Hlöðverssyni saman undir körfu gestanna og lá við að uppúr syði, en dómararnir og leikmenn komu í veg fyrir að menn gerðu eitthvað sem ekki á að sjást á leikvelli. Boyd skoraði úr öðru skotinu og staðan 81:77. Eiríkur Önundarson minnkaði muninn í eitt stig en Cook skoraði síðustu körfuna og vörn Stólanna hélt og þeir sluppu með skrekkinn.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli